Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1891, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.11.1891, Blaðsíða 19
—147— falskar huginyndir í mál þaö, sem um er að rœða. Post- ularnir voru sjónarvottar að atburðunum í æti Krists eins og aðrir voru sjónarvottar að þeim. En þeir einir voru af guði innblásnir til að fœra í frásögu atburði þá, er þeir höfðu heyrt og séð. Yðr þykir vænt um orð með tvö- faldri merking. þau má æfinlega hártoga. Að vera v o 11 r að einhverju getr þýtt, að maðr hati séð einhvern at- burð gjörast, en það getr líka þýtt, að maðr hafi vottað um það, sem hann hefir séð. Guðspjallamennirnir voru af gúði innblásnir til þess að segja frá því, er þeir gátu vott- að. Eg nefni þetta að eins til þess að sýna, hve vand- lega þarf að hafa gætr á yðr. — Svo það, sem hinir „inn- blásnu vottar“ segja um uppstigninguna, er samhljóöa. Ingersoll: Látum oss sjá. — Matteus segir ekkert um það efni. Svar: Andmælandi yðar kvað það, sem guðspjallamenn- irnir segja, væri samhljóða. Hann talaði ekkert um það. sem sá eða sá guðspjallamaörinn hefir látið ósagt. Saga Matteusar endar með upprisunni og umboði því, er postul- unum var gefið, en nær ekki svo langt eins og til upp- stigningarinnar. Ingersoll: Upp á þetta undr undranna eyðir Markús einu versi: „Nú er drottinn hafðí endað tal sitt við þá, varð hann upp numinn til himins og settist til guðs hœgri handar". Svar: Er eitt vers ekki nœgilegt til að skýra frá þýðingarmiklum atburöi? þér hefðuð vafalaust eytt mörg- um orðum til þess að skýra frá þessum atburði, en það var ekki ritháttr Markúsar; hann var enginn skáldtnælgis- maðr. Munrinn á honum og yðr cr sá, að hann var af guði innblásinn til þess að segja sannleikann, þar sem þér ekki eruð það—eða minnsta kosti bera rit yðar þess eng- an vott. Ingersoll: Lúkas, annar af þessum vottum, segir: „En á meðan hann var að blessa yfir þá, skildist hann frá þeim og varð uppnuminn til himins“. Svar: Er þá það, sem hér er sagt, ekki samhljóða því; er Markús segir?

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.