Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1891, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.11.1891, Blaðsíða 16
—144— neinum nútíöar-skilningi, þá er auðsætt, aö guðspjöllin gátu hafa verið rituð með öllum sínum heimskulegu vitnisburð- um um kraftaverk án þess nokkur yrði til að koma með athugasemdir eða inótmæli. Svar: Guðspjöllin og hin önnur rit nýja testamentis- ins voru betr þekkt á þeim tíma, er þau urðu til, heldr en nokkrar aðrar bœkr trúarlegs eða veraldlegs efnis. Aðrar bœkr voru ritaðar fyrir fáeina menn, lærðu menn- ina. Bœkr nýja testamentisins þar á rnóti fyrir alla al- þýðu. þær voru á hverjum sunnudegi lesnar fyrir lýðnum, og kenning þeirra varð mælikvarði fyrir hegðan manna og lífí, þar sem rit heimsspekinga og veraldlegra sagnfrœðinga voru engum kunnug nema menntamönnum. þau gengu ekki inn í líf og háttu almennings. þetta er ein orsök til þess, að rit svo fárra af þessum sagnfrœðingum hafa geymzt gegnum byltingar aldanna, þar sem rit postulanna hafa haldiö sér heil og ósködduð fram á vora tíð. þau voru þannig almenningi kunnug, og kraftaverkin, sem þau segja frá, voru tekin til athugunar og komu því til leiðar, að þúsundir Gyðinga og heiðingja snerust til kristni. Insrersoll: I öllum ritum heimsins frá sömu tíð er ekki eitt einasta orð til um Krist og postula hans. Svar: það er lítið nú til af þeim ritum, hver sem þau kunna að liafa verið. En svo lítið sem það er, þá er það nœgilegt til þess að sanna, að þér farið hér með ósannindi. Josephus var uppi á sömu tíð og postularnir. Hann var fœddr árið 37. I næstu grein á undan hefi eg tilfœrt vitnisburð hans Kristi viðvíkjanda: „En á þessum tíma var Jesús uppi, vitr maðr, ef annars er leyfilegt að kalla hann mann, með því hann gjörði mörg furðuleg verk. Hann var kennari þeirra manna, sem með ánœgju veittu sann- leikanum viðtöku. Hann dró til sín marga af Gyðingum, og marga heiðingja líka. þessi maðr var hinn (fyrirheitni) Kristr. Og þótt Pílatus að áeggjan fremstu manna vor á meðal hefði dœmt hann til krossfestingar, létu þeir, er elskað höfðu hann frá upphafi, ekki af að aðhyllast hann. því hann birtist þeim lifandi á ný á þriðja degi, og liöfðu hinir guðlegu spáincnn sagt þetta fyrir og ótal aðrar furðu-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.