Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1891, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.11.1891, Blaðsíða 10
138— endanum muni verða fleiri, sem hjálpræðinu ná, en hinir, sem a£ því missa. Að grufla út í slíkt, dispútei'a um slíkt, er að eyða hinum stutta dýrmæta vinnutima lífsins til ó- nýtis. En farið í þess stað strax — tafarlaust — - að vinna að því, að þér sjálfir getið orðið sáluhólpnir. Kostið kapps um að vera sjálfir, þegar til yðar kemr dauða-aðkallið úr eilífðinni, staddir á þessum vegi, sem leiðir til lífsins. Og inn á þann veg komizt þérekki nema þér gangið inn í þrönga hliðið. Sáluhjálp- arvegrinn er leið í gegn um þröngt hlið. það skal á- reynslu til, erviði, vöku og bœn — hart andlegt stríð, stríð, sem háð er með alvæpni guðs yfir sér, til þess að geta verið á þeim vegi. Maðr nær ekki til himins með erviðis- lausum útreikningi. það er til ónýtis að leggja sig fyrir, góna upp í himininn og fara að telja stjörnurnar. þú telr þær aldrei, og þó þú gætir talið þær, þá væri það alveg gagnslaust fyrir þig. Nei, slepptu slíkum útreikningi og erviða þig í þess stað áfram andlega með heilags anda að- stoð, svo þú sjálfr getir verið eins og eiu stjarna á hin- um andlega himni guðs. þú ert að hugsa um, hve fáir þeir inuni líklega verða, sem á endanum verði hólpnir. Ef þér er virkilega alvara með þá hugsun, ætti það þá ekki að herða á þér með að lifa svo og vinna svo og biðja svo, að það gæti fyrir þína tilveru og þinn tilverknað stækkað tala þeirra, er á endanum hreppa sáluhjálpina?—- Kostið kapps uin, að komast gegnum þrönga hliðið. Eg sleppi nú alveg vantrúarmótbárunni gegn frelsiskenning kristindómsins út af því, að þeir muni vera svo sorglega — hlœgilega — fáir, er samkvæmt henni geti hólpnir orðið, en iegg í þess stað alla áherzluna á þessa áskorun Jesú til allra, sem kalla sig hans lærisveina, um að kosta kapps um að komast gegn um þrönga hliðið. það, hve ógrlega inikið var í húfi, ef syndugir menn eigi kœmist inn á þrönga veginn — gegn um þrönga hliðið — gjörðist trúaðir kristnir menn, það var það, sem herti svo stórkostlega á eftir öllum postulum Krists til forna í baráttu þeirra fyr- ir útbreiðslu kirkjunnar og hins kristilega sáluhjálparorðs. Til postulanna sjáum vér streyma í stórhópum náðarþurfa iðrandi syndara. En því meira sem lærisveinar drottins

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.