Sameiningin - 01.11.1891, Page 9
137—
var. — Nei, þú lætr vera aí5 neita mannlegu frjálsræSi.
J)að stendr enginn viS þá neitan í reyndinni, aS minnsta
kosti ekld, þegar upp á hann sjálfan er slegizt meS því
eSa því ranglæti. En þá getr ekki heldr neinn haft eitt
orS af viti á móti því aS segja, aS þetta tvennt sé til:
illt og gott, og um leiS, aS vegirnir sé tveir, eins og Jesús
segir og gengr æfinlega út frá: vegr til glötunar, sem
maSr er inni á, þegar hann heíir kosiS sér hiS illa, og
vegr til sáluhjálpar, sem maSr er inni á, þegar hann heíir
kosiS sér þaS, sem gott er. Jesús er ekki neitt aS reyna
aS sanna, aS þessir tveir vegir sé til. Hann gengr blátt
áfram út frá því sem sjálfsögSu, aS þeir sé til. Hann
gengr út frá því sem sjálfsögSu af því aS hann, eins og
hver einasti maSr gjörir í reyndinni, heldr því föstu, aS
allir hafi frjálsræSi. þú játar því nú víst hiklaust, aS
jnaSrinn hafi frjálsræSi. En svo er þá líka til illt og gott
— og um leiS glötunarvegr og hjálpræSisvegr fyrir mann-
inn. HeilbrigS mannshugsan kemst ekki burtu frá þessum
undirstöSuatriSum kristindómsins. þau eru, þessi undirstöSu-
atriSi, óhagganda eilífðarbjarg, sem vantrúnni og Krists-af-
neitaninni er ekki til neins að vera aS reyna til aS losa
um. Svo athugasemdin um þaS, hve fáir þcir muni verða,
er samkvæmt hinum kristna trúarlærdómi muni hólpnir
verSa, hún dugir aldrei til lengdar sem vopn á móti sann-
indum kristindómsins. YiS þaS vopn er ekkert annað aS
gjöra en slá þaS úr höndum þeirra, sem í oflátungsskap
eru að hampa því og reiða það til höggs á móti kirkju
drottins. Og það er einmitt þetta, sem Jesús Kristr sjálfr
gjörir hér í texta vorum, meS því í staðinn fyrir beint
svar að koma með hina áSr tilfœrðu alvarlegu áminning
til allra þeirra, sem uppá hans frelsisskilyrSi vilji hólpnir
verða: „KostiS kapps um að komast gegn um hiS þröngva
hliðið“. þaS er, virðist mér, sama og hann hefði sagt:
Yerið ekki að grufla út í það, hvernig á því stendr aS
til er bæði illt og gott, aS til er mannlegt frjálsræSi, að
til er bæði glötunarvegr og sáluhjálparvegr. Yerið ekki
að eyða tíma yöar í það aS spekúlera út leyndardóma til-
verunnar, V'erið ek]d aS dispútera um þaS, hvort þeir á