Fréttablaðið - 31.03.2011, Síða 2

Fréttablaðið - 31.03.2011, Síða 2
31. mars 2011 FIMMTUDAGUR2 DÓMSMÁL Máli tannlæknis á Suð- urnesjum sem ákærður hafði verið fyrir fjársvik, með því að framvísa til Tryggingastofnunar reikningum vegna tannviðgerða sem hann hafði ekki unnið, var í gær vísað frá dómi í Héraðsdómi Reykjaness. Dómur- inn sagði „bresta svo mjög á skýr- leika verknaðarlýsingar í ákæru að ákærða verði með réttu ekki talið fært að taka afstöðu til sakargifta og halda uppi vörnum gegn þeim“. Forsaga þessa máls, sem verið hefur í gangi árum saman, er sú að 18. september 2006 kærði Trygg- ingastofnun ríkisins tannlækn- inn til lögreglu og krafðist þess að fram færi opinber rannsókn á ætl- uðum auðgunarbrotum hans í starfi sem tannlæknir með röngum reikn- ingsfærslum á hendur stofnuninni. Í kærunni kom fram að tannlækn- irinn hefði til margra ára skorið sig verulega úr í samanburði við aðra tannlækna í því hve margar við- gerðir hann gerði í munni hvers og eins. Hefði TR leitað eftir skýring- um á þessu hjá tannlækninum en ekki verið sátt við skýringar hans. Mikið var fjallað um málið í fjöl- miðlum og var jafnvel talið, sam- kvæmt upplýsingum sem þeim voru veittar, að svikin næmu allt að 200 milljónum króna síðustu þrjátíu ár, uppreiknað til nóvember 2007. Samkvæmt ákærunni sem síðan var þingfest var tannlækninum gefið að sök á hafa á árunum 2003 til 2006 svikið út rúmar 129 þúsund krónur vegna 34 tannviðgerða í ell- efu einstaklingum. Niðurstöðum tveggja matsmanna sem fengnir voru hvor í sínu lagi með þriggja ára tímabili til að skoða sama sjúklingahóp tannlæknisins bar ekki saman. Annar sagði 164 fyll- Máli tannlæknisins var vísað frá dómi Máli tannlæknisins á Suðurnesjum sem ákærður hafði verið fyrir fjársvik var vísað frá í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Tryggingastofnun kærði tannlækninn til lögreglu í september 2006 og hafði málið verið í gangi árum saman. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að vísa máli tannlæknisins á Suður- nesjum frá vera vonbrigði. Sjúkratryggingar Íslands höfðu gert einkaréttar kröfu í málinu um að tann- lækninum yrði gert að endur greiða allt að ríflega 23 milljónir króna. Spurður hvernig þessi tala væri tilkomin svaraði Steingrímur Ari því að unnið hefði verið út frá matsgerðum dómkvaddra matsmanna. „Krafan var grundvölluð á því tjóni sem Sjúkratryggingar Íslands töldu sig hafa orðið fyrir,“ sagði hann. Steingrímur Ari sagði mögulegt framhald málsins á hendi ákæruvaldsins. Úrskurðurinn vonbrigði TANNVIÐGERÐIR Um leið og tannlæknirinn fékk matsgerð dómkvadds sérfræð- ings í hendur kannaði hann gögn sín og í ljós kom að eðlilegar skýringar voru á nánast öllum þeim tilvikum sem matsmaðurinn hafði gert athugasemdir við. ingar vanta en hinn gat ekki greint 34 fyllingar. Tannlæknirinn kvaðst, eftir könnun gagna sinna, eðlilegar skýringar vera á nánast öllum þeim tilvikum sem síðarnefndi matsmað- urinn gerði athugasemdir við. Í niðurstöðu dómsins segir að í ákæru hafi ekki verið tilgreind rétt fjárhæð þeirra reikninga sem tannlækninum var gefið að sök að hafa framvísað við Trygginga- stofnun. Þá væru dagsetningar og númer reikninganna ekki tilgreind í ákæru og verknaðarlýsing óljós. Í ljósi þessa var málinu vísað frá dómi. jss@frettabladid.is LÍBÍA, AP Liðsmenn Múammars Gaddafí náðu olíu- borginni Ras Lanúf aftur á sitt vald í gær úr hönd- um uppreisnarmanna. Einnig var hart sótt að upp- reisnarmönnum í olíuborginni Brega. Uppreisnarmenn kvörtuðu undan því að þeir fengju ekki nægan stuðning frá Vesturlöndum, sem þó hafa haldið áfram loftárásum á her Gaddafís. Loftárásirnar hafa gert flugher Gaddafís lítt not- hæfan og valdið verulegu tjóni á landher hans, en uppreisnarmenn eru engu að síður mun verr búnir til bardaga eftir sem áður. Bæði David Cameron, forsætisráðherra Bret- lands, og Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa sagt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna fela í sér heimild til að styrkja uppreisnarmenn með því að útvega þeim vopn. „Ég útiloka það ekki en ég segi heldur ekki að af því verði,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti í sjónvarpsviðtali. Frá Úganda bárust í gær boð um að Gaddafí gæti fengið þar hæli til frambúðar, en ekkert bendir til þess að hann hafi hug á að fara úr landi. - gb Harðir bardagar geisuðu í gær um tvær mikilvægar olíuborgir í Líbíu: Uppreisnarmenn á undanhaldi Á FLÓTTA UNDAN GADDAFÍ Uppreisnarmenn óku á fleygiferð frá Ras Lanúf til Brega í gær. NORDICPHOTOS/AFP HÚSNÆÐISMÁL Íbúðalánasjóður (ÍLS) mun að öllum líkindum kalla eftir endurmati á flestum þeim eignum þar sem sótt verður um niðurfærslu lána. Frumvarp sem heimilar ÍLS að færa veðkröfur niður að 110 prósentum af verð- mæti fasteignar var samþykkt á þingi á þriðjudag. Rúmlega 9.000 lántakendur gætu átt rétt á niðurfærslu að sögn Sig- urðar Erlingssonar, framkvæmda- stjóra ÍLS, en hann segir í samtali við Fréttablaðið að kostnaður- inn við hvert verðmat sé á bilinu 10.000 til 20.000 krónur og sjóður- inn muni bera allan þann kostnað. Sigurður telur þó ekki að kostn- aðurinn verði verulegur í heildar- samhengi hlutanna. „Í sumum tilvikum endurspeglar verðmat ekki raunmat fasteigna og þá getur endurmat orðið til þess að hækka verð á eignum og lækka þannig afskriftir hjá okkur.“ ÍLS mun velja sér matsaðila frá hverju tilfelli fyrir sig, en vinnur út frá gildandi samkomulagi við Félag fasteignasala um sölu og mat á eignum. „Við miðum að því að nota þá sala sem sem næst eru hverri eign en reynum að dreifa þessu nokkuð jafnt. Það hægir kannski á ferlinu en kosturinn við þetta er að jafn- ræðissjónarmiða er gætt. - þj Frumvarp um niðurfærslu lána Íbúðalánasjóðs samþykkt á Alþingi: Stefna að endurmati eignanna NIÐURFÆRSLA Íbúðalánasjóður mun að öllum líkindum framkvæma endurmat á verðmæti eigna þar sem sótt er um niðurfærslu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Auður, stíga menn ekki í vitið í skipulagsmálum á Arnarnesi? „Hafa menn ekki bara hlaupið á sig?“ Auður Hallgrímsdóttir, varamaður í skipulagsnefnd Garðabæjar, segir það óviðunandi að ekki verði gert ráð fyrir göngustígum meðfram ströndinni á Arnarnesi í breyttu deiliskipulagi. Hrinti lögreglumanni Ríkissaksóknari hefur ákært mann á fertugsaldri fyrir að ráðast með ofbeldi á lögreglumann við störf á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ. Manninum er gefið að sök að hafa hrint lögreglumanninum, þannig að hann hlaut eymsl af. DÓMSTÓLAR REYKJAVÍKURBORG Íbúasamtök miðborgar Reykjavíkur segja í bréfi til borgaryfirvalda að ótækt sé „að tilteknir eigendur fasteigna fari þannig að ráði sínu að tjón hljótist á eignum annarra eigenda í nágrenninu“. Andstætt sé hagsmunum nágranna og almennings ef það viðgangist að „óreiðuhús“ fái að drabbast niður og samtökin vilji að ekki verði „hikað við að beita heimild til dagsekta til að knýja húseigendur til að halda húsum í viðunandi ástandi“. Í bréfi sem samtökin sendu þáverandi formanni skipulags- ráðs í febrúar í fyrra var stung- ið upp á því að ef ekki yrði brugðist við gæti borgin eignast viðkomandi húseignir og „síðan úthlutað þeim til þeirra sem áhuga hafa á að eignast þær og lagfæra“. - gar Íbúasamtök skora á borgina: Beitið skussana dagsektum ALGENG SJÓN Viðhaldi sumra húsa í miðborginni er lítt sinnt. SAMGÖNGUR Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra býður Reykjavíkurborg þá sátt að koma upp færanlegri flugafgreiðslu á Reykjavíkurflugvelli. „Norður- suðurbrautinni verður lokað eftir fimm ár, og vellinum síðan alfar- ið eftir þrettán ár, samkvæmt stefnu borgarinnar, en fyrr í vetur höfnuðu ráðamenn hennar áformum um samgöngumiðstöð,“ segir visir.is. Ögmundur segist hafa lagt til að nýtt húsnæði verði við hlið Flugfélagsafgreiðslunnar. Ekki séu til peningar til að flytja flugvöllinn. „Þannig að það er tómt mál um það að tala,“ sagði Ögmundur á Alþingi. - gar Styður Reykjavíkurflugvöll: Engir peningar fyrir flutningi FÉLAGSMÁL Stefán Einar Stefáns- son viðskiptasiðfræðingur er nýr formaður VR. Úrslit formanns- kjörs í félaginu voru kynnt í gær. Stefán hlaut 20,6 prósent atkvæða. Alls höfðu sjö gefið kost á sér, og fékk sá sem næstur kom um 18 prósent atkvæða. Fremur dræm þátttaka var í kosningun- um, og greiddu aðeins um sautj- án prósent félagsmanna atkvæði í formannskjörinu. Nokkurrar ólgu varð vart meðal félagsmanna VR í gær vegna úrslita kjörsins. Nokkuð var um að félagsmenn í VR hefðu samband við Bandalag háskóla- manna í gær til þess að kanna stöðu sína ef þeir skiptu um stéttarfélag. - bj Úrslit formannskjörs VR kynnt: Stefán Einar nýr formaður STEFÁN EINAR STEFÁNSSON BORGARBYGGÐ Byggðaráð Borgar- byggðar samþykkir að veita Orku- veitu Reykjavíkur 75 milljóna víkj andi lán með fyrirvara um að bærinn eigi féð ekki handbært. Borgarbyggð á 0,93 prósenta hlut í OR og á samkvæmt áætlun að leggja fyrirtækinu til 12 millj- óna króna lán að auki á næsta ári. Fráveitugjald hækkar aðeins um 8 prósent í Borgarbyggð í stað 45 pró- senta vegna þess að framkvæmdir við fráveitu frestast og fráveitu- gjöld hafa verið mun hærri þar en hjá öðrum eigendum Orkuveitunn- ar, segir á vef Borgarbyggðar. - gar Borgarbyggð leggur inn í OR: Lána þótt fé sé ekki handbært SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.