Fréttablaðið - 31.03.2011, Síða 35

Fréttablaðið - 31.03.2011, Síða 35
Starfsmenn Íslenzku húðflúrstofunnar hafa verið sigursælir í keppnum og standa bestu tattúmeisturum heims á sporði. Þeir gera mest af stórum, litríkum myndum. „Við sækjum ekki lengur um að komast á ráðstefnur heldur er okkur boðið á þær út um allan heim,“ segir Jón Páll Halldórs- son, annar eigenda Íslenzku húð- flúrstofunnar á Hverfisgötu 39. Hinn gengur undir nafninu Búri. Þegar þessar línur birtast eru þeir og samstarfsmaður þeirra, Fjölnir Bragason, einmitt á leið á húðflúr- ráðstefnu og sölusýningu í Kaup- mannahöfn, eina þá merkustu í Evrópu þetta árið að þeirra sögn. „Þarna verða stærstu nöfnin í bransanum,“ segir Jón Páll sem er bókaður alla helgina við að tattú- vera ráðstefnugesti. „Þetta er öðru vísi en margir halda,“ tekur hann fram. „Fólk sér fyrir sér blek, blóð og villimennsku á svona sam- komum en allt er mjög vel skipu- lagt, hreint og fínt og ekkert rugl í gangi. Þó menn séu þarna víga- legri en verstu fautar þá er þetta allt ljúfasta fólk.“ Jón Páll segir mikla þróun hafa átt sér stað í húðflúrinu frá því hann byrjaði en hann lærði það úti í Aþenu fyrir 17 árum. Heimkom- inn opnaði hann stofu, kenndi þar Fjölni fræðin og þeir ráku saman stofuna í nokkur ár. Jón Páll hélt aftur utan til náms og lærði teiknimyndagerð upp á gamla mátann, vann síðan hjá tölvuleikja- fyrirtæki við Play Station-leik, fór þaðan til CCP og hannaði persón- urnar fyrir fyrstu útgáfuna af leiknum EVE Online, en um leið og leikurinn kom út fór hann yfir til Latabæjar og vann þar í þrjú ár. „Ég hafði yfirgefið tattúið með bros á vör því mér fannst það svo staðnað en árið 2005 fór ég aftur að horfa til bransans. Þá voru komnir litir og brjálaðar mynd- ir og þar með opnaðist möguleiki á að taka teikninguna og mynd- listina út í ystu æsar. Nú lítum við á tattú sem listaverk. Við prentum ekki lengur mynstur eftir pöntun- um heldur teiknum allt frá grunni. Sumir viðskiptavinirnir koma samt með hugmyndir sem líkja má við fræ.“ Lítum á tattú sem list Fjölskyldustemning hjá starfsfólki Íslenzku húðflúrstofunnar, Jóni Páli, Berglindi, Sindra og Fjölni. Búra vantar. Húðakkeri er tegund af húðgöt- un þar sem aðeins hluti lokksins er sýnilegur. Lítilli plötu er komið fyrir rétt undir yfirborði húð- arinnar og í plötunni er áfastur pinni sem kemur upp á yfirborðið. Á pinnann er síðan hægt að skrúfa á alls konar gerðir af hausum, til dæmis demanta, kúlur, stjörnur og margt fleira sem er þá sýnilegt. Þetta er klárlega nýjasta æðið í götunarheiminum í dag. Hefð- bundna götunin er þó alltaf jafn vinsæl og hefur vaxið síðustu ár ef svo má segja. Þar er algengast að fólk láti gata tungu, nafla, nef og eyru. Það er sjúkraliðinn Berglind sem sér um þann þátt á Íslenzku húðflúrstofunni, enda hefur hún hlotið viðurnefnin Gatfríður eða Lafði Lokkaprúð! http://facebook.com/icelandic. piercing er facebooksíða götunar- starfseminnar á stofunni. Húðakkeri njóta vaxandi hylli Vinsælustu staðirnir fyrir húðakkeri eru bringusvæði og framhandleggir. Hluti af tattúráðstefnum snýst um keppnir, þar sem dómnefnd metur hvernig unnið er, bæði tæknilega og fagurfræðilega. Jón Páll, Búri og Fjölnir hafa rúllað upp hverri keppninni af annarri síðustu ár. Í Stokkhólmi í ágúst 2010 hlaut Búri stærstu verðlaunin, fyrir besta tattúið sem gert var á staðnum og Jón Páll nældi í verðlaun fyrir besta litatattúið. Það er á öðru lær- inu á Fjölni en var tilbúið áður en farið var út. Verðlaunalærið Lærið á Fjölni er litskrúðugt. Sindri er nýi gæinn á Íslenzku húð- flúrstofunni. Hann er búinn að vera á annað ár að læra listina að húðflúra, undir handarjaðri Jóns Páls og er kominn vel á flug. Til að byrja með var hann að horfa á, iðka teikningu og gera allskyns æfingarverkefni. Nú sér hann orðið um allt minna flúr á stofunni enda hefur hann sýnt það í verki að listin er honum í blóð borin. Nýi gæinn Sindra er listin í blóð borin. Athygli vekur að Jón Páll á Ís- lenzku húðflúrstofunni notar orðið húðflúr til jafns við tattú. „Við Ís- lendingar erum ein af fáum þjóð- um í heiminum sem eiga orð yfir tattú sem lýsir því hvað það er. Við hér á stofunni erum hrifin af orðinu flúr,“ segir hann og bætir við: „Enda erum við dálítið þjóð- leg, erum með skjaldarmerkið í lógóinu okkar og Jón Sigurðsson uppi á vegg.“ Þrátt fyrir þjóðlegheitin er stof- an á Facebook og slóðin er http://fa- cebook.com/icelandic.tattoo. Fáar þjóðir eiga orð yfir tattú Landvættirnar vaka yfir stofunni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.