Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 39
 • 7 saga. Mér finnst að öllum þurfi að líka vel við mig. Það er helsti gallinn minn.“ Óli Geir reddaði berbrjósta stelpu Nú voru Auddi og Sveppi, félagar þínir, gagnrýndir í vikunni fyrir fram- komu sína í gagnvart Einar Bárðarsyni í þætti sínum. Óttast þú slík viðbrögð í þinn garð? „Nei. Ég held ekki. Auddi og Sveppi eru með þannig þátt að þeir eru mjög auðveld skotmörk. Fólk elskar að bögga þá. Við komumst upp með meira en þeir, enda eru þættirnir okkar leiknir. Í bíó kemst maður svo upp með enn þá meira og í leikhúsi kemst maður upp með allt. Það geta verið nauðganir og barnaníðingar – mesti viðbjóður í heimi í leikhúsinu í nafni listarinnar. Grín er list. Ekkert annað. Við erum að gera leikið efni og komumst upp með ýmislegt. Það má til dæmis vera nekt í leiknu sjón- varpsefni.“ Er nekt í nýju þáttaröðinni? „Það er atriði þar sem Pappírs-Pési er heitum ástarleik með píu og hún er nakin. Það verður tryllt kynlífsatriði með Pappírs-Pésa.“ Hvar fannstu stelpu til að leika í atriðinu? „Ég sá myndband á netinu frá Dirty Night-kvöldi Óla Geirs [partíhaldari og fyrrverandi herra Ísland] og hringdi því í hann og spurði hvaða stelpur væru að dansa í myndbandinu. Hann gaf mér númerið hjá stelpu sem gaf mér númerið hjá annarri stelpu sem var til í þetta. Mig vantaði sem sagt berbrjósta stelpu þannig að ég hringdi í Óla Geir!“ En finnurðu fyrir þrýstingi á vera fyrirmynd fyrir ungt fólk? „Ég hef aldrei litið á mig sem fyrir- mynd. En ég er góð fyrirmynd! Ég drekk í hófi – eða nei, ég er mjög drykkfelldur. En samt vil ég meina að ég sé góð fyrirmynd. Við erum að láta drauma okkar rætast með því að búa til grín. Ég nota engin fíkn… ég reyki reyndar, en nota engin fíkniefni. Ég er farinn að passa hvar ég kveiki mér í – farinn að hugsa mig tvisvar um. Ég veit ekki hvort það er rétt eða rangt. En ég tefli á netinu á hverjum einasta degi. Ég er ógeðslega góður í skák. Þannig að ég myndi segja að ég væri góð fyrirmynd. Mér finnst það vera hið besta mál ef krakkar líta upp til mín. Ég er enginn vitleysingur – bara góður í að leika vitleysing.“ Byrjar í jóga í sumar Þegar annarri þáttaröð er lokið hyggst Steindi taka sér gott sumarfrí, en svo verður haldið áfram að skrifa. Stöð 2 hefur ekki samið við strákana um gerð þriðju þáttaraðarinnar, en Steindi er viss um að hún verði gerð. „Við gerum pottþétt eitthvað. Við viljum gera allavega eina þáttaröð í viðbót áður en við gerum eitthvað nýtt. Í sumar ætla ég svo að taka kúrsa í leiklist. Grín er yfirleitt þannig að það mega ekki vera tvö fífl – það verður að vera eitt fífl og einn venjulegur. Ég leik yfirleitt fíflið og við fáum gesti og flotta leikara til að leika á móti. Ég hef komist upp með að vera alltaf fíflið, en það væri gaman að læra leiklist til að geta leikið alvarlegri hlutverk. Mig langar að eiga möguleika á að leika grafalvarlegt hlutverk. Svo ætla ég að læra smá söng og byrja í jóga svo ég verði liðugri. Ég er svo stirður og það háir mér í gríninu. Fólk heldur að þetta sé engin hreyfing, en þetta er heljarinnar átak fyrir líkamann.“ Hvað með framtíðina? Þú ert búinn að vera lengi með kærustunni, orðinn 26 ára gamall og nokkuð ráðsettur. Ertu byrjaður að huga að barneignum? „Að dúndra einu í ofninn? Málið er að Dóri [DNA] félagi minn var að eignast barn um daginn. Hann hringir daglega í mig og spyr hvort ég ætli ekki að gera það líka. Ég hef sagt áður að ég sé hræddur um að mínir menn séu ekki syndir. Þetta er tilfinning. Annars er ég ekki á neinni hraðferð. Ég og kærastan mín búum saman í Mosfellsbæ. Hún er nýbúin að klára nám. Ætli við séum ekki að safna. Ég veit það ekki. Þetta mun sennilega vera slysabarn, þegar það kemur. Ég er slysabarn. En mig langar að eignast barn, bara ekki núna.“ Zoom H4n kr. 54.100- Zoom Q3 HD kr. 54.200- Zoom H1 kr. 21.100- Zoom H2 kr. 35.500- Handhæg up ptökutæki frá Zoom á f rábæru verð i! Þér er í lófa lagið að taka upp Hjá okkur fæ rðu faglega þjó nustu, byggða á þ ekkingu og áratuga reynslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.