Fréttablaðið - 31.03.2011, Side 58

Fréttablaðið - 31.03.2011, Side 58
31. mars 2011 FIMMTUDAGUR34 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 24. mars - 30. mars 2011 LAGALISTINN Vikuna 24. mars - 30. mars 2011 Sæti Flytjandi Lag 1 Magni .....................................................Ég trúi á betra líf 2 Vinir Sjonna.............................................. Coming Home 3 Jessie J ..................................................................Price Tag 4 Valdimar Guðm. & Memfismafían . Okkar eigin Osló 5 Bubbi Morthens................................................... Ísabella 6 Adele ................................................ Rolling In The Deep 7 Rihanna ........................................................................ S&M 8 P!nk .............................................................F**kin‘ Perfect 9 Hurts ........................................................................Sunday 10 Sjonni Brink ..................................................... Aftur heim Sæti Flytjandi Plata 1 Svavar Knútur ..........................................................Amma 2 Skálmöld ...................................................................Baldur 3 Ýmsir ...................... Söngvakeppni Sjónvarpsins 2011 4 Justin Bieber ....................................................My Worlds 5 Eagles.........................................Complete Greatest Hits 6 Retro Stefson ...................................................Kimbabwe 7 Úr leikriti ......................................Ballið á Bessastöðum 8 Elly Vilhjálms .......................................... Heyr mína bæn 9 Valdimar ............................................................Undraland 10 Sin Fang ................................................. Summer Echoes Flestum nýjum plötum er lekið á netið annað hvort áður en þær koma út eða fljótlega eftir útgáfudag. Það er samt sjaldgæft að heilar plötur með stórstjörnum poppsögunnar sem ekki stendur til að gefa út birtist á netinu. Það gerðist fyrir nokkrum dögum þegar platan Toy sem David Bowie tók upp árið 2000 dúkkaði upp á einhverri skráarskiptasíðunni. Síðan er hún auðvitað komin út um allt. Þær upplýsingar sem má finna um Toy á netmiðlum stangast nokkuð á, en þeim ber flestum saman um að bróðurparturinn af lögunum á Toy hafi verið tekinn upp á þrettán dögum í Sear Sounds-hljóðverinu í New York árið 2000 með tónleikabandinu sem Bowie spilaði með á Glaston- bury það ár. Platan var tilbúin til útgáfu í ársbyrjun 2001, en þá var hætt við útgáfuna. Á plötunni sem nú má finna á netinu eru 14 lög. Þau þrjú fyrstu voru ný þegar platan var tekin upp, en tvö þeirra komu út í öðrum útgáfum á Heathen eða smáskífum tengdum henni árið 2002. Hin ellefu lögin eru svo endurhljóðritanir af lögum frá elsta tímabili David Bowie þar á meðal eru London Boys, Conversation Piece, Silly Boy Blue og Liza Jane, fyrsta smáskífu- lag Bowies sem Davie Jones & the King Bees gáfu út 1964. Bowie hafði lengst af afneitað þessu gamla efni, en þarna var hann farinn að vinna það upp á nýtt. Ástæðurnar fyrir því að horfið var frá útgáfunni eru ekki á hreinu, en Virgin Records á að hafa hafnað plötunni, mögulega vegna þess að útgáfuréttur flestra laganna á henni var í höndum Uni- versal. Nú er platan hins vegar komin í dreifingu og hvorki Universal, EMI eða núverandi útgáfufyrirtæki Bowies, Col- umbia fá krónu í sinn hlut. Og hvernig er svo Toy? Þetta er ekki ein af bestu plötum Bowies, en alls ekki sú versta heldur. Hún hefur sterkan heildarsvip og flottan hljóm og útsetningarnar á gömlu lögunum eru vel heppnaðar. Glaðningur fyrir Bowie-fólk > PLATA VIKUNNAR The Dandelion Seeds - The Dandelion Seeds ★★★ „Fín frumsmíð frá efnilegri sveit með fyrirmyndirnar á hreinu.“ - TJ Josh Homme, forsprakki Queens of the Stone Age, syngur á væntanlegri plötu bresku sveitarinnar Arctic Monkeys. Gripurinn nefnist Suck It And See og er vænt- anlegur í byrjun júní. Homme sá að mestu um upptökur á síðustu plötu Arc- tic Monkeys, Humbug, sem kom út árið 2009 og var hann því meira en til í aðstoða pilt- ana á nýjan leik. Í þetta sinn syngur hann bakrödd í laginu All My Own Stunts. „Við vildum hafa hefð- bundna uppbyggingu á lögun- um á plötunni,“ sagði söngv- arinn Alex Turner um Suck It And See. „Við höfum allt- af reynt að hafa lögin okkar öðruvísi uppbyggð en það er ástæða fyrir því af hverju þessi hefðbundnu lög eru svona klassík.“ Arctic Monkeys ætlar að fylgja plötunni eftir með tón- leikahaldi í sumar og verður til að mynda aðalnúmerið á V- hátíðinni í Bretlandi í ágúst ásamt rapparanum Eminem. Syngur á plötu Arctic Monkeys AÐSTOÐAR ARCTIC MONKEYS Josh Homme, söngvari Queens of the Stone Age, syngur á næstu plötu Arctic Monkeys. Þrátt fyrir ungan aldur hefur breska söngkonan Adele slegið í gegn beggja vegna Atlantshafsins. Önnur plata hennar hefur setið í níu vikur á toppi breska breiðskífulistans. Önnur plata bresku söngkonunnar Adele, 21, hefur setið í níu vikur samfleytt á toppi breska breiðskífu- listans. Þar með hefur hún jafnað met Madonnu yfir þær söngkonur sem hafa setið lengst í toppsætinu. Lögin Rolling in the Deep og Someone Like You hafa notið mik- illa vinsælda og hið síðarnefnda er núna í efsta sæti breska smáskíful- istans. Adele útskrifaðist árið 2006 úr Brit-tónlistarskólanum þar sem Amy Winehouse, Katie Melua og Leona Lewis hafa einnig stund- að nám. Fyrst ætlaði hún ekki að verða söngkona heldur starfa við að koma öðrum listamönnum á fram- færi. Söngferill hennar hófst óvænt eftir að vinur hennar setti á Mys- pace-síðuna upptökur af lögum sem hún hafði sungið í skólanum. Lögin vöktu athygli útgáfunnar XL Recor- dings sem samdi við hana sama ár. Adele vakti fyrst athygli þegar hún var valin líklegust til að slá í gegn á árinu 2008 af sérfræðingum BBC. Þá var hún aðeins nítján ára og um leið yngsti flytjandinn til að hljóta þennan heiður. Fyrsta plata hennar, 19, fór beint í efsta sætið í Bretlandi og hefur núna selst í 1,1 milljón eintaka. Árið 2009 hlaut Adele svo bandarísku Grammy- verðlaunin í tvígang, sem besti nýliðinn og fyrir lagið Chasing Pavement. Platan 19 er núna í öðru sæti á breska breiðskífulistanum á eftir 21 en sú plata hefur selst í 1,5 milljón- um eintaka eftir að hafa farið beint á toppinn í Bretlandi og Bandaríkj- unum. Hver ætli ástæðan sé fyrir þess- um ótrúlegu vinsældum Adele? Fyrir utan hljómfagra röddina og góð lög, sem hún semur sjálf, hjálp- aði það henni að útgáfa hennar af lagi Bobs Dylan, Make You Feel My Love, var notuð margoft í breska X Factor-þættinum. Frammistaða Adele í bandaríska þættinum Sat- urday Night Live og á bresku Brit- hátíðinni átti einnig sinn þátt í vin- sældunum. Á Brit-hátíðinni söng hún Someone Like You sitjandi við píanóið. „Maður er svo vanur tón- listarmönnum með mikil dansat- riði en þetta var mjög berstrípað,“ sagði Paul Williams hjá Music Week í viðtali við BBC. Á tímum þegar of mikið af fyrirfram sköpuðum tón- listarmönnum er ýtt að almenn- ingi kemur hún inn eins og ferskur stormsveipur.“ freyr@frettabladid.is Ótrúlegar vinsældir Adele VINSÆL Söngkonan Adele hefur slegið í gegn úti um allan heim með hljómfagri rödd sinni og flottum lagasmíðum. N O R D IC PH O TO S/ G ET TY „Þessi leiksýning hefur allt sem þarf til að skapa vel heppnað og eftirminnilegt leikverk.“ I.Þ., Mbl. „Critics choice“ Time Out, London Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX fim. 12/5 kl. 20 – lau. 21/5 kl. 20 – fös. 27/5 kl. 20 > Í SPILARANUM Fleet Foxes - Helplessness Blues Art Brut - Brilliant! Tragic! Raveonettes - Raven In The Grave Low - C’mon TV On The Radio - Nine Types Of Light FLEET FOXES TV ON THE RADIO

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.