Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 58
31. mars 2011 FIMMTUDAGUR34 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 24. mars - 30. mars 2011 LAGALISTINN Vikuna 24. mars - 30. mars 2011 Sæti Flytjandi Lag 1 Magni .....................................................Ég trúi á betra líf 2 Vinir Sjonna.............................................. Coming Home 3 Jessie J ..................................................................Price Tag 4 Valdimar Guðm. & Memfismafían . Okkar eigin Osló 5 Bubbi Morthens................................................... Ísabella 6 Adele ................................................ Rolling In The Deep 7 Rihanna ........................................................................ S&M 8 P!nk .............................................................F**kin‘ Perfect 9 Hurts ........................................................................Sunday 10 Sjonni Brink ..................................................... Aftur heim Sæti Flytjandi Plata 1 Svavar Knútur ..........................................................Amma 2 Skálmöld ...................................................................Baldur 3 Ýmsir ...................... Söngvakeppni Sjónvarpsins 2011 4 Justin Bieber ....................................................My Worlds 5 Eagles.........................................Complete Greatest Hits 6 Retro Stefson ...................................................Kimbabwe 7 Úr leikriti ......................................Ballið á Bessastöðum 8 Elly Vilhjálms .......................................... Heyr mína bæn 9 Valdimar ............................................................Undraland 10 Sin Fang ................................................. Summer Echoes Flestum nýjum plötum er lekið á netið annað hvort áður en þær koma út eða fljótlega eftir útgáfudag. Það er samt sjaldgæft að heilar plötur með stórstjörnum poppsögunnar sem ekki stendur til að gefa út birtist á netinu. Það gerðist fyrir nokkrum dögum þegar platan Toy sem David Bowie tók upp árið 2000 dúkkaði upp á einhverri skráarskiptasíðunni. Síðan er hún auðvitað komin út um allt. Þær upplýsingar sem má finna um Toy á netmiðlum stangast nokkuð á, en þeim ber flestum saman um að bróðurparturinn af lögunum á Toy hafi verið tekinn upp á þrettán dögum í Sear Sounds-hljóðverinu í New York árið 2000 með tónleikabandinu sem Bowie spilaði með á Glaston- bury það ár. Platan var tilbúin til útgáfu í ársbyrjun 2001, en þá var hætt við útgáfuna. Á plötunni sem nú má finna á netinu eru 14 lög. Þau þrjú fyrstu voru ný þegar platan var tekin upp, en tvö þeirra komu út í öðrum útgáfum á Heathen eða smáskífum tengdum henni árið 2002. Hin ellefu lögin eru svo endurhljóðritanir af lögum frá elsta tímabili David Bowie þar á meðal eru London Boys, Conversation Piece, Silly Boy Blue og Liza Jane, fyrsta smáskífu- lag Bowies sem Davie Jones & the King Bees gáfu út 1964. Bowie hafði lengst af afneitað þessu gamla efni, en þarna var hann farinn að vinna það upp á nýtt. Ástæðurnar fyrir því að horfið var frá útgáfunni eru ekki á hreinu, en Virgin Records á að hafa hafnað plötunni, mögulega vegna þess að útgáfuréttur flestra laganna á henni var í höndum Uni- versal. Nú er platan hins vegar komin í dreifingu og hvorki Universal, EMI eða núverandi útgáfufyrirtæki Bowies, Col- umbia fá krónu í sinn hlut. Og hvernig er svo Toy? Þetta er ekki ein af bestu plötum Bowies, en alls ekki sú versta heldur. Hún hefur sterkan heildarsvip og flottan hljóm og útsetningarnar á gömlu lögunum eru vel heppnaðar. Glaðningur fyrir Bowie-fólk > PLATA VIKUNNAR The Dandelion Seeds - The Dandelion Seeds ★★★ „Fín frumsmíð frá efnilegri sveit með fyrirmyndirnar á hreinu.“ - TJ Josh Homme, forsprakki Queens of the Stone Age, syngur á væntanlegri plötu bresku sveitarinnar Arctic Monkeys. Gripurinn nefnist Suck It And See og er vænt- anlegur í byrjun júní. Homme sá að mestu um upptökur á síðustu plötu Arc- tic Monkeys, Humbug, sem kom út árið 2009 og var hann því meira en til í aðstoða pilt- ana á nýjan leik. Í þetta sinn syngur hann bakrödd í laginu All My Own Stunts. „Við vildum hafa hefð- bundna uppbyggingu á lögun- um á plötunni,“ sagði söngv- arinn Alex Turner um Suck It And See. „Við höfum allt- af reynt að hafa lögin okkar öðruvísi uppbyggð en það er ástæða fyrir því af hverju þessi hefðbundnu lög eru svona klassík.“ Arctic Monkeys ætlar að fylgja plötunni eftir með tón- leikahaldi í sumar og verður til að mynda aðalnúmerið á V- hátíðinni í Bretlandi í ágúst ásamt rapparanum Eminem. Syngur á plötu Arctic Monkeys AÐSTOÐAR ARCTIC MONKEYS Josh Homme, söngvari Queens of the Stone Age, syngur á næstu plötu Arctic Monkeys. Þrátt fyrir ungan aldur hefur breska söngkonan Adele slegið í gegn beggja vegna Atlantshafsins. Önnur plata hennar hefur setið í níu vikur á toppi breska breiðskífulistans. Önnur plata bresku söngkonunnar Adele, 21, hefur setið í níu vikur samfleytt á toppi breska breiðskífu- listans. Þar með hefur hún jafnað met Madonnu yfir þær söngkonur sem hafa setið lengst í toppsætinu. Lögin Rolling in the Deep og Someone Like You hafa notið mik- illa vinsælda og hið síðarnefnda er núna í efsta sæti breska smáskíful- istans. Adele útskrifaðist árið 2006 úr Brit-tónlistarskólanum þar sem Amy Winehouse, Katie Melua og Leona Lewis hafa einnig stund- að nám. Fyrst ætlaði hún ekki að verða söngkona heldur starfa við að koma öðrum listamönnum á fram- færi. Söngferill hennar hófst óvænt eftir að vinur hennar setti á Mys- pace-síðuna upptökur af lögum sem hún hafði sungið í skólanum. Lögin vöktu athygli útgáfunnar XL Recor- dings sem samdi við hana sama ár. Adele vakti fyrst athygli þegar hún var valin líklegust til að slá í gegn á árinu 2008 af sérfræðingum BBC. Þá var hún aðeins nítján ára og um leið yngsti flytjandinn til að hljóta þennan heiður. Fyrsta plata hennar, 19, fór beint í efsta sætið í Bretlandi og hefur núna selst í 1,1 milljón eintaka. Árið 2009 hlaut Adele svo bandarísku Grammy- verðlaunin í tvígang, sem besti nýliðinn og fyrir lagið Chasing Pavement. Platan 19 er núna í öðru sæti á breska breiðskífulistanum á eftir 21 en sú plata hefur selst í 1,5 milljón- um eintaka eftir að hafa farið beint á toppinn í Bretlandi og Bandaríkj- unum. Hver ætli ástæðan sé fyrir þess- um ótrúlegu vinsældum Adele? Fyrir utan hljómfagra röddina og góð lög, sem hún semur sjálf, hjálp- aði það henni að útgáfa hennar af lagi Bobs Dylan, Make You Feel My Love, var notuð margoft í breska X Factor-þættinum. Frammistaða Adele í bandaríska þættinum Sat- urday Night Live og á bresku Brit- hátíðinni átti einnig sinn þátt í vin- sældunum. Á Brit-hátíðinni söng hún Someone Like You sitjandi við píanóið. „Maður er svo vanur tón- listarmönnum með mikil dansat- riði en þetta var mjög berstrípað,“ sagði Paul Williams hjá Music Week í viðtali við BBC. Á tímum þegar of mikið af fyrirfram sköpuðum tón- listarmönnum er ýtt að almenn- ingi kemur hún inn eins og ferskur stormsveipur.“ freyr@frettabladid.is Ótrúlegar vinsældir Adele VINSÆL Söngkonan Adele hefur slegið í gegn úti um allan heim með hljómfagri rödd sinni og flottum lagasmíðum. N O R D IC PH O TO S/ G ET TY „Þessi leiksýning hefur allt sem þarf til að skapa vel heppnað og eftirminnilegt leikverk.“ I.Þ., Mbl. „Critics choice“ Time Out, London Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX fim. 12/5 kl. 20 – lau. 21/5 kl. 20 – fös. 27/5 kl. 20 > Í SPILARANUM Fleet Foxes - Helplessness Blues Art Brut - Brilliant! Tragic! Raveonettes - Raven In The Grave Low - C’mon TV On The Radio - Nine Types Of Light FLEET FOXES TV ON THE RADIO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.