Fréttablaðið - 31.03.2011, Page 64
31. mars 2011 FIMMTUDAGUR40
sport@frettabladid.is
STJARNAN getur sópað Íslandsmeisturum Snæfells í sumarfrí í kvöld. Liðin mætast þá í
þriðja sinn í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. Garðbæingar hafa unnið tvo fyrstu
leiki rimmunnar og geta með sigri í kvöld komist í úrslitaeinvígið í fyrsta skipti í sögu félagsins.
Iceland Express-deild karla:
Keflavík-KR 87-105
Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/13
fráköst, Thomas Sanders 18, Andrija Ciric
16, Magnús Þór Gunnarsson 8/7 stoðsend-
ingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 7/4 fráköst/8
stoðsendingar/6 stolnir, Gunnar Einarsson 6/6
fráköst, Elentínus Margeirsson 5, Jón Nordal Haf-
steinsson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 2.
KR: Marcus Walker 31/8 fráköst, Brynjar Þór
Björnsson 17/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 17/15
fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Hreggviður
Magnússon 10, Fannar Ólafsson 9/6 fráköst,
Skarphéðinn Freyr Ingason 8, Finnur Atli
Magnússon 6/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 4,
Jón Orri Kristjánsson 2/7 fráköst, Ólafur Már
Ægisson 1.
N1-deild kvenna:
Fram-Stjarnan 38-30 (18-15)
Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 10, Hildur Þorgeirs-
dóttir 8, Stella Sigurðardóttir 5, Guðrún Þóra
Hálfdánsdóttir 4, Pavla Nevarilova 4, Marthe
Sördal 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Ásta Birna
Gunnarsdóttir 1, María Karlsdóttir 1.
Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 18, Elísabeth
Malmberg Arnarsdóttir 2.
Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir
10, Elísabet Gunnarsdóttir 7, Hanna Guðrún
Stefánsdóttir 3, Kristín Jóhanna Clausen 2, Esther
Viktoría Ragnarsdóttir 2, Sólveig Lára Kjærnested
2, Hildur Harðardóttir 1, Aðalheiður Hreinsdóttir
1, Rut Steinsen 1, Þórhildur Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Helga Dóra Magnúsdóttir 7, Sólveig
Björk Ásmundardóttir 7.
Valur-Fylkir 31-19 (16-9)
Mörk Vals: Dagný Skúladóttir 6, Íris Ásta Péturs-
dóttir 6, Kristín Guðmundsdóttir 5, Hrafnhildur
Ósk Skúladóttir 4, Karólína B. Gunnarsdóttir 4,
Camilla Transel 2, Anna Úrsula Guðmundsdóttir
2, Rebekka Rut Skúladóttir 1, Anett Köbli 1.
Mörk Fylkis: Sunna María Einarsdóttir 8, Sunna
Jónsdóttir 4, Arna Valgerður Erlingsdóttir 2,
Unnur Ómarsdóttir 2, Anna María Guðmunds-
dóttir 1, Nataly Sæunn Valencia 1, Tinna Soffía
Traustadóttir 1.
Sænski körfuboltinn:
Solna-Norrköping 88-90
Logi Gunnarsson skoraði sex stig fyrir Solna.
Hann reyndi að tryggja liðinu sigur með þriggja
stiga skoti undir lokin en það geigaði. Solna er úr
leik og farið í sumarfrí.
Þýski handboltinn:
Friesenheim-Lubbecke 26-34
Þórir Ólafsson skoraði 12 mörk fyrir Lubbecke og
þar af 6 úr vítum.
Danski handboltinn:
AGK-Viborg 38-23
Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 2 mörk fyrir
AGK en Arnór Atlason lék ekki með liðinu.
Nordsjælland-AaB 35-28
Ingimundur Ingimundarson náði ekki að skora
fyrir AaB.
Sænski handboltinn:
GUIF-Drott 34-29
Haukur Andrésson komst ekki á blað fyrir GUIF
sem bróðir hans, Kristján, stýrir. Gunnar Steinn
Jónsson skoraði 4 mörk fyrir Drott, þar af eitt
úr víti.
ÚRSLIT
Vegleg og aukin íþróttaumfjöllun
í Fréttablaðinu mánudaga
Íþróttahelgin gerð
upp í Fréttablaðinu
Allt sem þú þarft...
KÖRFUBOLTI KR-ingar eru einum
sigurleik frá úrslitaeinvíginu um
Íslandsmeistaratitilinn í Iceland
Express-deild karla eftir sannfær-
andi 18 stiga sigur á Keflavík, 105-
87, í Toyota-höllinni í gærkvöldi.
KR varð þar með fyrsta liðið til
að vinna Keflvíkinga á heimavelli
þeirra á árinu 2011 og það þarf
mikið að breytast ætli Keflvík-
ingar sér að vinna einhvern leik í
þessari seríu.
KR-ingar gáfu tóninn með frá-
bærri byrjun og virtust alltaf eiga
svör þegar Keflavíkurliðið reyndi
að koma sér inn í leikinn aftur.
Bakvarðarsveitin Marcus Walker,
Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór
Björnsson áttu allir stjörnuleik og
KR-ingar virtust bara vera núm-
eri of stórir fyrir Keflavíkurliðið.
Bakvarðasveitin var ekki bara í
stuði í sókninni því í vörninni lok-
uðu þeir flestum leiðum. Það sést
vel á því að í seinni hálfleik skor-
uðu þeir Thomas Sanders, Hörð-
ur Axel Vilhjálmsson og Magnús
Þór Gunnarsson aðeins fjögur stig
saman og náðu enn fremur bara 9
skotum á körfuna.
„Þetta var frábær sigur og við
höfðum allir mjög góða tilfinningu
fyrir þessum leik. Það var mikil
ró yfir liðinu og við vissum alveg
hvað við áttum að gera,“ sagði
Pavel Ermolinskij sem var með 17
stig, 15 fráköst, 8 stoðsendingar og
5 stolna bolta í gær. KR-ingar voru
óhræddir að keyra upp hraðann og
Keflavíkurliðinu gekk illa að ráða
við það.
„Við breytum ekki okkar leik
fyrir neinn og það er okkar leik-
ur að keyra upp hraðann. Auðvi-
tað vilja Keflvíkingar líka spila á
þessum hraða en mér finnst við
gera það betur en þeir og önnur
lið,“ sagði Pavel en þessi leikstíll
nýtist honum, Marcus og Brynjari
afar vel.
„Það erfitt að slökkva á öllum
þessum vopnum. Þú getur slökkt á
einum eða tveimur en það eru svo
mörg vopn í þessu liði að það getur
enginn haldið í við okkur alla. Svo
pössum við þrír allir mjög vel
saman og vegum hver annan upp,“
sagði Pavel.
Pavel býst samt við alvöruleik á
föstudagskvöldið í DHL-höllinni.
„Það verður stríð í næsta leik. Það
er ekki gott dæmi að mæta Kefl-
víkingum með bakið upp við vegg
og þú vilt ekki lenda í þeim. Þetta
verður algjört stríð en við höldum
bara áfram að gera okkar hluti og
erum ekki að fara að breyta neinu.
Þeir geta verið með einhverjar
áherslubreytingar en það skiptir
okkur engu máli. Við munum halda
tryggð við okkar leik og treysta að
það gangi upp,“ sagði Pavel.
Útlitið er vissulega svart hjá
Keflavíkurliðinu sem gafst upp í
lokin í gær og þarf að finna ein-
hvern aukakraft til að fá annan
heimaleik í vetur.
„Við erum vissulega 2-0 undir
en þetta snýst um að vera fyrstur
að vinna þrjá leiki. Þetta er ekk-
ert flókið við þurfum bara að byrja
á því að vinna einn útileik,“ sagði
Magnús Þór Gunnarsson.
„Við þekkjum þessa stöðu og
það verður gaman að sjá hvað ger-
ist. Þetta er mikil áskorun fyrir
okkur að sjá hvort við getum þetta
eða ekki,“ sagði Magnús sem var
í aðalhlutverki árið 2008 þegar
Keflavík varð eina liðið í sögunni
til að koma til baka eftir að hafa
lent 2-0 undir.
„Við spiluðum samt betur í þess-
um leik heldur en í hinum leikn-
um þannig að við erum á góðri
leið. Verðum við ekki að segja allt
þegar þrennt er. Ef við vinnum
næsta leik þá erum við komnir í
góð mál og komnir heim aftur. Við
verðum bara að fara átta okkur
á því að leikurinn stendur í 40
mínútur,“ sagði Magnús Þór.
ooj@frettabladid.is
Erfitt að slökkva á öllum
þessum vopnum okkar
Keflvíkingar réðu ekkert við bakvarðasveit KR-inga í Toyota-höllinni í gær-
kvöldi og eru bara einum tapleik frá sumarfríi. KR er hins vegar í meistaraham.
Marcus Walker, Pavel Ermolinskij og Brynjar Björnsson áttu allir stjörnuleik.
SJÓÐHEITUR Marcus Walker hefur farið á kostum með KR í úrslitakeppninni og átti
enn enn stórleikinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HANDBOLTI Undanúrslit N1-deildar
kvenna hófust í gær. Valur vann
fyrirhafnarlítinn ellefu marka
sigur á Fylki á sama tíma og
Fram lagði Stjörnuna með átta
marka mun.
Framstúlkur héldu 3-4 marka
forskoti allan fyrri hálfleikinn
og komust mest í 5 marka for-
ystu 13-8. Garðbæingar bitu hins
vegar aðeins frá sér í lok fyrri
hálfleiks og minnkuðu muninn í
þrjú mörk.
Fram var eina liðið á vellinum
í síðari hálfleik og skoruðu Fram-
stúlkur sjö mörk gegn tveimur á
fyrstu tíu mínútum seinni hálf-
leiks og Garðbæingar áttu fá
svör við frábærum leik Framara.
Mestur fór munurinn í 10 mörk
34-24 þegar um tíu mínútur voru
eftir af leiknum.
,,Ég bjóst ekki alveg við þessu,
enda átti ég von á hörkuleik og
þetta var þannig í fyrri hálf-
leik. Við spiluðum frábærlega í
seinni hálfleik og þar skildu leið-
ir,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari
Fram, kampakátur í leikslok enda
fyrri leikir þessara liða í vetur
verið mun jafnari.
,,Við fórum vel yfir það sem
mátti laga í hálfleiknum og stelp-
urnar löguðu það enda erum við
að spila á móti mjög sterku liði.
Þær sýndu það í dag með því að
skora 30 mörk á útivelli og leikur-
inn á laugardaginn verður þraut-
inni þyngri.“
Gústaf Adolf Björnsson, þjálf-
ari Stjörnunnar, var allt annað
en sáttur við sitt lið eftir leik-
inn í kvöld enda munurinn á milli
liðanna heldur mikill
,,Þetta er alltaf hættan gegn
sterkum liðum og ef þú ert ekki
tilbúinn hvað varðar vinnslu og
grimmd þá verðurðu bara undir
í dag á móti svona öflugu Fram-
liði,“ sagði Gústaf.
Næsti leikur Fram og Stjörn-
unnar fer fram næstkomandi
laugardag í Garðabænum og þar
verða Stjörnustúlkur að sigra
ætli þær sér lengra. - hv
N1-deild kvenna:
Auðveldir sigrar
hjá Val og Fram
GRIMMAR Stjörnustúlkan Jóna Margrét
Ragnarsdóttir er hér stöðvuð í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM