Sameiningin - 01.01.1915, Síða 2
338
Vinsamleg tilmœli.
Einveran er ekkert líf; það finnur liver maður, þeg-
ar til lengdar lætur. Enginn lifir—svo nokkurt líf geti
heitið—á eigin störfum sínum, óháður allri aðstoð ann-
arra. Sízt af öllu fær andlegt líf vort þrifist með því
móti. Sá, sem vill einangrast með fjársjóði andans,
leika sér að þeim inni í þröngum og dimmum klefa ó-
mannblendninnar eins og maurapúki, ligg'ja á þeim eins
og ormur á gulli, hann verður fyr eða síðar var við ein-
livern tómleik í sál sinni, einhvern dapurleik, sem gerir
honum lífið leitt. Dagar hans eru sólarlitlir, því eng-
um hefir nokkurn tíma tekist að verða sín eigin sól. í
þrengslunum og dimmunni fer svo alt í niðurníðslu.
Ifugsjónirnar missa mátt til flug’s, þegar þær þurfa að
hýrast um langan aldur í launkofum eins og fuglar í
búri. Tilfinningarnar veslast upp, þegar þeim er aldrei
leyft út í sólskinið. Kærleikurinn kulnar rit, trúin dofn-
ar, guðræknin verður ismátt og smátt að steingervingi,
nema andlegt líf vort þróist á stöðugu samneyti við Guð
og menn.
öft Itefir ]»að verið wagt um oss Islendinga, að vér
séum dulir menn; og hæfa nokkur er fyrir þeim orðróm,
ekki sízt er til trúarreynslu vorrar kemur. Um það efni
isegjum vér venjulega sem allra minst, nema þá undir
fjögur augu, í trúnaði. Ilér býr sjálfsagt lotning undir
í og með; og ekki dugar að kasta þungum steini á neinn
fvrir ]>að, ]>ó liann vilji ekki gera baðstofulijal úr helg-
ustu tilfinningum hjarta síns, eða “ vitna” um þær í
kapp við aðrá inenn, með keim af sjálfhælni í orðunum,
eins og stundum brennur við á innlendum guðræknis-
fundum. En til er ]>ó hóf í þessu sem öðru. Samræður
vorar eiga ekivi að vera eintómt markleysu-lijal um dag-
inn og veginn. Ef vér tölum ósjaldan um þau alvöru-
mál lífsins, sem miklu var.ða, þá er fáeinum orðum um
trúarreynslu vora alls ekki ofaukið innnn um slík um-
talsefni.
Leyfum því trúartilfinningum vorum einstöku sinn-