Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1908, Page 7

Sameiningin - 01.06.1908, Page 7
103 Nákvæmlega sama regla gildir, að því er smmudags- skólann snertir og kristindómsfrœðslu barna af kirkj- unnar hálfu. Þurfi heimilið og skólinn að vinna saman, þá er ekki síðr þörf á því, að heimilið og kirkjan vinni saman. Kristið safnaðarfólk þarf að læra það miklu betr en það hefir enn þá lært, að verða samtaka við sunnudagsskóla og prest við uppfrœðslu barna. Heim- ilið sjálft þarf að gangast fyrir framkvæmd alls þess, sem til er bent með starfsemi kristindóms-kennendanna. Heimili vor þurfa að sýna miklu meiri áhuga á því, sem lýtr að kennslu barna. Og aldrei má það slys henda, að heimili varpi allri áhyggju sinni upp á kennarana — allra sízt í því, er lýtr að kristindómsfrœðslu. En það, sem lang-mest varðar í þessu sambandi, er það, að heimilið sé í alla staði aðlaðandi fyrir börnin, að það sé svo skemmtilegt og bjart, að hvergi finnist þeim eins gott og gaman að vera. En því takmarki verðr náð að eins með kærleikanum. Barnshjartað laðast að kærleikanum. Það er sjálft svo veikt og bljúgt og við- kvæmt. Guð náði litlu börnin, sem engan kærleik finna! Guð náði þau börn, sem ekki eiga móðurfaðm að fljúga í, né föðurarm að styðjast við! Hvað sem öllu öðru líðr, þá sé það því œðsta markmið heimilisins að hafa þau áhrif á börnin, að þeim þyki vænt um heimilið, og hvert sem straumr lífsins síðar ber þau, þá hljómi sem helgir söngtónar í hjörtum þeirra endrminningarnar frá œsku- lieimilinu, og hvar sem þau fara um veröldina, þá sé þetta sœtasta lagið: „Heim, heim! Aftr lieim! Þótt lirörlegt sé býlið, iivert barn langar heimÞ Heimilið liöfum vér nefnt helgasta blettinn á jörðu. Innilegasta samfélag hjartnanna er við það knýtt. Un- aðinn mesta liér í lífi er þar að finna. En Heimilið og þar er líka sársaukinn mesti. Þar hrynja sorgin. lieitari tár af augum manna og þar blœðir hjartanu meir en á nokkrum öðrum stað. Fyrr eða síðar er þar skorið á allar festar og hjörtun

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.