Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.09.1909, Qupperneq 4

Sameiningin - 01.09.1909, Qupperneq 4
196 þarf enginn að efast, að drottinn vill veita oss blessan- ina dýrmætu. Og' ef vér á annað borð þiggjum liana xír náðarhendi forsjónar hans, þá verðr það meira — miklu meira — happ fyrir kirkjufélag vort 0g kristindómslíf íslenzkrar þjóðar hér, sem leiðir af eldkveikju-óláninu hjá oss, en hinn merkileg’i atburðr, sem samfara var helgidóms-brunanum í Efesus, varð fyrir lieimsmenn- inguna í fornöld. Um tímamót ein stór-merkileg í guðspjallasögunni er þetta ritað: „Upp frá þessu fóru margir af lærisveinum hans burt frá honum aftr og voru ekki framar með honum.“ Þá spurði Jesús postulana útvöldu: „Viljið þér einnig fara burt?“ En Símon Pétr svaraði: „Herra! til hvers ættum vér að fara? Þú hefir orðs eilífs lífs.“ Fráhvarf Iiinna varð að eins til þess, að þessir — allr þorri þeirra — urðu fastara triíarbandi bundnir við frelsarann en áðr. Sama revndin vill liann að verði með oss veika læri- sveina hans í íslenzka kirkjufélaginu. --------0------- Trúarmeðvitundin og kirkjuþingið. Eftir séra Kristinn K. Ólafsson. Eitt af ódáðaverkum þeim, sem síðasta kirkjuþing á að liafa unnið, er að gjöra of lítið úr trúarmeðvitund mannsins. Hún, eins og annað fleira, á að ha,fa verið gjörð réttlaus og ræk. Sé um ódáðaverk að rœða, þarf ekki annað en að lýsa sem nákvæmast því, er þingið gjörði. Þá geta rétt- sýnir menn fellt dóm sjálfir, án nokkurrar eggjunar. Þá þarf ekki að leggja sig fram til að œsa tilfinningar manna með ókvæðis-orðum og ásökunum. Því ef ná- kvæm og' glögg lýsing þess og útskýring, er gjört var, kemr ekki við tilfinningar fólks, er hætt við, að tilefnið ti! að hefjast handa sé ekki eins stórvægilegt og maðr gæti ímyndað sér af vandlætingar-strangleika þeim, er síðasta kirkjuþing hefir verið beitt.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.