Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 5
197 HvaÖ samþykkti þá þingið viðvíkjandi trúarmeð- vitundinni 1 Það er ailt fólgið í þessum orðum: Kirkjuþingið neitar því, að trúarmeðvitund manns- ins hafi úrskurðarvald yfir heilagri ritning og megi hafna orðum hennar eftir vild....... Sök sú. sem á þinginu hvílir í þessu efni, liggr í of- angreindum orðum. Engu öðru. Heilög ritning er, eins og kunnugt er, ritsafn, er í miklum heiðri liefir verið liaft frá þeirn tíma, er það var í letr fœrt, til þessa. Hún hefir að geyma hinar helgu bœkr Gyðinga, er nútíðarrannsókn hefir staðfest marg- faldlega sem söguleg heimildarrit. Auk þess rit post- ula og guðspjallamanna um dvöl Ivrists liér á jörð á lioldsvistardögpm hans, kenning hans og postulanna, og stofnsetning kristinnar kirkju. Skjmsamlega ástœðu tii að tortryggja rit þessi eða liöfunda þeirra skortir al- gjöriega. Það eru beztu heimildarritin fyrir byrjun kristinnar kirkju. Kirkjuþingið neitaði því, að trúarmeðvitund manns- ins hefði úrskurðarvald yfir ritsafni þessu. Það sam- þýðist — til dœmis — ekki trúarmeðvitund ýmsra manna, að kraftaverk liafi átt sér stað. Kirkjuþingið neitar því, að það eitt sé nóg til að hrekja kraftaverka-frásög- urnar. En ef trúarmeðvitundin hefði úrskurðarvald yfir ritningunni, ætti lienni að leyfast að virða að vett- ugi kraftaverka-frásögurnar, ef þær samþýðast henni ekki. Eins með sérhvað eina, sem ritningin skýrir frá. Kirkjuþingið heldr því fram, að heilög ritning sé svo trúverðug bók, að trúarmeðvitundin megi ekki draga þar fjöðr yfir livað sem er, eftir vild. Söguleg frá- sögn verðr að eins hrakin með sögulegum rökum. Fyrir engum dómstóli myndi duga að lirekja frásögn trúverð- ugs vitnis með úrskurði trúarmeðvitundar annars vitn- is. Að svo megi ekki heldr fara með ritninguna eru hlunnindi, sem kirkjuþingið heimtar. Dœmi getr verið til skýringar. í Júnímánuði síð- astliðnum kom óvenjumikið regn í íslendinga-byggðinni austr frá Pembina-fjöllum í N.-Dak., svo mikið regn, að aidrei liefir í manna minnum komið neitt þvílíkt þar um

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.