Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 8
200 skyn, að ágreiningr sé um þetta. Það er að eins að gjöra getsakir. En þegar á að draga fjöðr yfir sögulega viðburði í nafni trúarineðvitundarinnar, þá er rétt að mótmæla því og benda á, að hún hefir enga heimild til þess. Hún getr ekki af sjálfri sér á þann hátt hrundið vitnisburðí trúverðugra vitna. 0g engri kenning ritningarinnar verðr hrundið fyrir það eitt, að hún samrímist ekki trú- armeðvitund þessa eða hins. Það, að svo margir menn hafa aðliyllzt kenningar ritningarinnar sér til ómetan- legrar blessunar, ætti að hafa sönnunargildi til að vegn upp á móti hinu. Þó viijum vér engan veginn gjöra lítið úr trúarmeð- vitundinni. Með henni verðr hver og einn að tileinka sér sannindi trúarinnar. Hún er meðvitund um sam- band mannsins við guð. Hjá náttúrlegum manni er hún óljós og þokukennd. Kristindómrinn gjörir hana skýr- ari og lyftir henni í œðra veldi með upplýsing heilags anda. 1 trúarmeðvitundinni fær maðrinn fullvissu um sannindi trúarinnar og barnarétt sinn í ríki guðs. Allt þetta samþykkjum vér. En að lienni megi treysta betr en ritningunni, því neitum vér. Vér trúum því ekki, að mönnum sé nú að veitast ný opinberun, sem sé svo miklu œðri en opinberun ritningarinnar, að hún eigi að sitja í dómarasessi yfir henni. En það er vitanlega undir- staðan undir þm, að veita trúarmeðvitund nútíðar- mannsins úrskurðarvald yfir ritningunni. Tvær ólíkar hugmyndir um opinberun liggja til grundvallar í ágreiningnum um trúarmeðvitundina. Hugmyndin um opinberun, sem ,,nýja“ guðfrœðin bygg- ir á, er sú, að guð hafi aldrei opinberað sig mönnunum öðruvísi en hann gjörir nú; að um opinberun í öðrum skilningi sé ekki að rœða. Það í ritningunni, er bendi til annars, sé marklaust. Ritningin sé saga þess, hvernig hugsun manna um guð hafi þroskazt; ekkert annað. Sú hugsun hafi svo auðvitað haldið áfram að þroskast, og sé nú komin miklu lengra áleiðis en áðr fyrr. Samkvæmt þessu er í alla staði eðlilegt, að liinni þroskuðu trúarmeðvitund tuttugustu aldar mannsins sé

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.