Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1909, Side 16

Sameiningin - 01.09.1909, Side 16
208 ar í lieild sirmi og ófriðr sá, sem þeim hefir verið sam- fara, liefði aldrei komið fyrir. Eg fæ ekki skilið, að gróði sá í andlegum eða menningarlegum efnum, sem fólk vort hefir ii])p úr allri þessarri deilu, sé líklegr til að vega upp á móti tjóni því liinu ýmislega, sem það bíðr við deiluna. En úr því að nú deilan er uppi og liefir leitt til ákveðinnar flokkaskiftingar vor á meðal, |)á væri það fásinna að eyða tíma í að fárast út af því. Fvrir hlutaðeigendr heggja megin er eina ráðið nú að l’ara að öllu eins og málin liggja fyrir og leitast við að nota sér tœkifœrin sem bezt. En er svo er að orði kom- izt, þá sé það þó ekki skilið svo, að vér eigum að leitast við að vinna þeim, sem oss eru ósamþykkir, sem mest ógagn. Hugsum eigi, að til þess að reynast vorum mál- stað trúir verðum vér að beita andstœðinga vora brögð- um eða sýna þeim óvirðing. Yfirleitt mun mega telja víst, að menn í livorumtveggja flokkanna vilji styðja og glœða hér eftir sem hingað til kristilegar framfarir hrœðra sinna til mestu fullkomnunar. Ef vér viljum gæta sóma vors, hljótum vér að hugsa svo hvorir til annarra; minna má ekki lieimta. Látum oss livern um sig hafa þá von, að innst í hjarta sínu langi oss alla til að gjöra það, sem rétt er. Segulnál samvizkunnar bendir hverjum einstökum af oss á endimark réttlætis- ins. Fegnir mvndum vér allir vilja gjöra rétt. Eða göngum að minnsta að því eins og vísu, að þetta viljum vér allir. All-mjög hefir á það vantað. að sá andi góðsemi og umburðarlyndis, sem oc'skilegr hefði verið, hafi nógsam- lega komið í ljós í ágreiningi þeim, sem hér er um að rœða. í mörgum deilugreinunum, sem birzt hafa, hefir alls ekkert tillit verið tekið til aðal-ágreinings-málsins, en í þess stað oft farið út í persónulegt orðakast. og segja má jafnvel, að deilan hafi fullt svo mikið snúizt um einstaka menn sem um efni þau, sem ágreiningrinn í raun og veru var út af. Og ekki væri það jafnvel fjarri sanni að segja, að í orðum sumra, sem til sín hafa látið hevra við umrœður þessar, gæti meir óvildar til and- stœðinga en velvildar til máls |iess, er þeir vildu hafa

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.