Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1909, Page 21

Sameiningin - 01.09.1909, Page 21
213 eftir því, sem fyrir þessu öllu er grein gjörð í grund- vallarlögum þess og trúarjátningum, sem félagslimirnir liafa sjálfir undir ritað í Hefði kirkjufélagið ekki haft hug til að koma fram með neina yfirlýsing, eftir að til- raunir allar til að komast að ákveðinni niðrstöðu á frið- samlegan liátt höfðu mislieppnazt, þá myndi það liafa fyrirgjört virðing sinni í huga þeirra allra, sem að nokkru meta sannfœring í trúarefnum, — jafnvel í hug- am minna hlutans, þrátt fyrir hávaðann allan, sem nú er gjörðr í þeirri átt út af því, er gjört var. Þeir, sem láta það til sín lievra, að kirkjufélagið lieí'öi att að láta a.llt liggja í þagnargildi og lofa því að hólkast, heyra flestir engum kirkjulegum félagskap til, og þeim stendr nokkurn veginn eða algjörlega á sama um öll trúarsann- indi. Þeir aftr á móti, sem bundið liafa sig við einhver félög trúarlegs eðlis, verða víst nálega undantekningar- laust á einu máli um það —• liverju nafni sem félög þau nefnast —, að kirkjufélag vort hafi gjört einmitt það, sem það átti að gjöra, og um leið það, sem hvert félag annað m ð heilbrigðri trú og lífvænlegri staðfestu myndi hafa gjört í þess sporum. Þar sem þingið samþykkti tillöguna um að kirkjufé- lagið liéldi fast við hina trúarlegu stefnuskrá sína, þá lýsti nú „minni hlutinn“ yfir því og gjörði það heyr- um kunnugt, að fyrir þá sök gengi liann af þingi og úr kirkjufélaginu. í samrœmi við þá samþykkt mótmælti „meiri hlutinn“ tillögu Hjálmars Bergmanns; og eiga þau mótmæli að sögn minna hlutans meðfram að hafa valdið úrgöngunni. En þessu er naumast trúanda af þeiin, sem málavöxtum öllum eru kunnugir. Samþykkt- ir þær, sem hér er um að rœða, voru þó liafðar úrgöng- unni til afsökunar. Málavextir verða — vonum vér — til staðfestingar því, er vér segjum, að minni ldutinn hafi viljað hafa úrgöngunni eitthvað til afsökunar. Því að öðrum kosti var framkoma þeirra manna á þinginu og' eftir þing svo, að þeir litu þar út allt öðru vísi en þeir voru í raun og' veru. En meðan vér sannfœrumst ekki um hið gagnstœða hljótum vér að ganga að því vísu, að verk þeirra og orð beri vott um vilja þeirra, og í því

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.