Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1909, Page 23

Sameiningin - 01.09.1909, Page 23
215 hann eins og ekkert væri breytti til, sleppti einum þeirra manna, er liann áðr liafði kvatt í nefndina, og setti ann- an, sem geðfelldari var minna lilutanum, í hans stað. Ekki lireyfði meiri hlutinn neinum andmælum gegn þessu háttalagi, sem hann þó liafði fyllsta rétt til, þar sem forseti hafði áðr í embættisnafni gjört þinginu grein fyrir því, hverjir kvaddir voru af honum í nefnd- ina, og' án samþykkis þingsins imfði forseti ekki leyfi til að gjöra á því neina breyting^ Á þetta mun mega benda sem hið fyrsta í framkomu meira hlutans, er beri vott um ósanngirni við minna, hlutann. Þar næst var kosn- ing embættismanna. Minni lilutinn barðist um forseta- embættið, en varð undir, fékk að eins eitt atkvæði á móti þrem, eða því sem næst, með sínum manni. Svo mikil var ákefð misþóknunar þeirra andspænis forsetanum, að þeir útnefndu gegn honum eina þrjá eða fjóra áðr en lokið var. Auðvitað höfðu þeir til þess fullt lagaleyfi, og hér er að eins á það minnzt til að sýna, hver sá andi var, sem réð gjörðum minna lilutans, og hvernig fram- koma hans öll frá upphafi var gagnvart meira hlut- anum. Af því má og marka muninn, sem á því var, hvernig hvor flokkr um sig breytti við hinn flokkinn í þessu kosningamáli. Auk forseta-embættisins eru tvö önnur mikilvæg embætti í kirkjufélaginu, embætti skrifara og féhirðis. Kosning skrifara fór. fram undir eins á eftir að forseti var kosinn; í það embætti tilnefndi ineiri hlutinn einmitt þann manninn, sem minni hlutinn hafði látið sör vel líka í stað þess, er kvaddr va,r ur kjörbréfanefndinni, og ekki eitt atkvæði var af meira hlutanum móti honum greitt. Þetta iná líklega telja aðra ósanngirnina af liálfu meira hlutans gagnvart minna hlutanum. Næst fór fram kosning féliirðis; þá stóð aftr einn upp úr meira hlutan- um og útnefndi minna hluta mann, ekki þann, er væri eins og á báðum áttum í ágreiningsmálinu, heldr þann, sem er ákveÖinn flokksmaðr með minna hlutanum og að öllu einhver hinn atkvæðamesti og mest metni í liópi leikmanna vorra. Hvernig fór meiri lúutinn með hann? Tilnefndi s« flokkr nokkurn á móti honum og lét hann

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.