Fréttablaðið - 09.04.2011, Síða 2

Fréttablaðið - 09.04.2011, Síða 2
9. apríl 2011 LAUGARDAGUR2 FÓLK Hið íslenzka reðasafn hefur nú afhjúpað fyrsta karlmannslim- inn. Eins og kunnugt er ánafnaði Páll Arason, ferðafrömuður og athafnamaður úr Hörgárdal, safn- inu lim sinn að sér gengnum. Sigurður Hjartarson reðurstofu- stjóri er afar ánægður með nýj- ustu viðbót safnsins. „Mér finnst gripurinn frábær. Þetta er fyrsta mannseintakið sem ég eignast og það af frægum manni, háöldruðum,“ segir Sigurð- ur. „Þetta er glæsilegt eintak. En ég veit þó ekki hvaða mat konur leggja á glæsileg eintök. En þær verða bara að koma að sjá þetta og bera liminn saman við þá sem þær hafa séð og leggja sitt mat á málið,“ segir Sigurður. Páll hét safninu getnaðarlim sínum árið 1996 og varð úr því mikið fjölmiðlafár. Pétur Péturs- son, læknir á Akureyri, undirrit- aði samning þar sem fram kom að hann myndi framkvæma aðgerðina eftir andlát Páls, sem undirritaði skjalið einnig í viðurvist votta. Um fimmtíu manns voru boðnir á frumsýningu á limi Páls í gær, en Pétur afhjúpaði gripinn, eins og samningurinn sagði til um. Páll hefur verið heiðurslimur safnsins frá því að hann útnefndi safninu getnaðarfæri sín, en hann lést 5. janúar síðastliðinn, þá 95 ára að aldri. „Ég vona að þetta eigi eftir að gera mikið fyrir safnið,“ segir Sig- urður. „Þetta á að minnsta kosti ekki eftir að draga úr aðsókninni.“ Sigurður hefur fengið þrjá samn- inga til viðbótar frá mönnum sem vilja gefa safninu lim sinn, einum Breta, einum Þjóðverja og einum Bandaríkjamanni. Sigurður segir þann bandaríska hafa lýst yfir gremju sinni yfir því að hafa ekki náð því að eiga fyrsta karlmanns- liminn á safninu. „Hann ætlaði bara að gefa hann á meðan hann var enn á lífi,“ segir Sigurður. Hið íslenzka reðasafn hefur fengið um 11 þúsund gesti á síðustu tveimur sumrum og er orðið eitt af vinsælustu ferðamannastöðunum á Húsavík. sunna@frettabladid.is Mér finnst gripurinn frábær. Þetta er fyrsta mannseintakið sem ég eignast og það af frægum manni, háöldruðum“ SIGURÐUR HJARTARSON REÐURSTOFUSTJÓRI Sigurður, er snjótittlingur uppáhaldsfuglinn þinn? „Nei, mýrisnípa hefur alltaf verið í sérstöku uppáhaldi.“ Sigurður Hjartarson, safnstjóri Hins íslenzka reðasafns á Húsavík, fullkomn- aði safn sitt á dögunum. Hann stillti í gær upp eintaki sem Páll Arason ánafnaði safninu. Uppáhaldsfugl Sigurðar er í daglegu tali kallaður hrossagaukur. Íshringur úr Icecold línunni kr. 12.900 úr silfri – íslensk hönnun FLOTTAR FERMINGARGJAFIR HJÁ JÓNI OG ÓSKARI WWW.JONOGOSKAR.IS LAUGAVEGUR / SMÁRALIND / KRINGLAN Kærleikskrossinn úr silfri kr. 10.600 m/festi – íslensk hönnun Mannslimurinn loks afhjúpaður á safninu Getnaðarlimur Páls Arasonar heitins var afhjúpaður við hátíðlega athöfn á Hinu íslenzka reðasafni á Húsavík í gær. Er þetta fyrsti limur af homo sapiens sem safnið fær til sýnis. Safnsins bíða þrír limir frá erlendum mönnum. STÓRA STUNDIN Fjöldi manns var samankominn til að líta nýjasta djásn Reðasafns- ins þegar mannslimurinn var afhúpaður við hátíðlega athöfn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ÖRYGUR HNEFILL Páll var staddur í Bretlandi árið 2001, þar sem hann kom fram í sjónvarps- þættinum Eurotrash. Í samtali við DV segir íslensk kona sem er búsett í Bretlandi að Páll hafi farið mikinn í „bersöglum lýsingum af bólfimi sinni á árum áður og kom fram að hann hefði veitt að minnsta kosti 300 konum unað á lífsleiðinni“. Nærmynd var síðan tekin af kynfærum Páls, en eins og gefur að skilja voru þau, og gjafmildi hans sjálfs, ástæðan fyrir komu hans í þáttinn. Páll var einnig eftirminnilegur viðmælandi í þætti Erps Eyvindasonar, Íslenskri kjötsúpu, þar sem hann lét ýmislegt flakka um skoðanir sínar á lífinu og tilverunni. Beraði liminn í bresku sjónvarpi DÓMSMÁL Íslendingur fæddur 1978, Gunnar Jónsson, var fyrir nokkr- um vikum dæmdur í átta ára fang- elsi í Danmörku fyrir fíkniefna- smygl. Hann fór akandi með tæp tíu kíló af amfetamíni frá Hollandi til Dan- merkur í gegnum Þýskaland og var handtekinn þegar hann kom yfir landamærin 17. nóvember síðastlið- inn. Gunnar var búsettur á Íslandi. Karl Steinar Valsson, yfirmað- ur fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að Íslend- ingur hafi hlotið átta ára fangels- isdóm þar ytra fyrir fíkniefna- brot 8. mars. Karl segir að málið hafi verið á forræði þarlendra lög- regluyfirvalda en að þau hafi notið liðsinn- is íslensku lög- reglunnar við rannsóknina. „Það er sameigin- legt mat okkar að þessi fíkniefni hafi verið ætluð á Íslandsmarkað,“ segir hann. Karl segir að einn maður, fædd- ur 1962, hafi verið handtekinn og yfirheyrður hérlendis í janú- ar grunaður um tengsl við málið. Honum hafi síðan verið sleppt. Gunnar hefur, samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins, lít- ils háttar afbrotasögu á Íslandi. - shKARL STEINAR VALSSON MIKIÐ MAGN Lögregluyfirvöld hér heima og í Danmörku eru sammála um að Gunnar hafi ætlað að flytja amfetamínið til Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Gunnar Jónsson ætlaði að flytja tíu kíló af amfetamíni frá Hollandi á Íslandsmarkað en var handtekinn: Íslendingur í átta ára fangelsi í Danmörku KJARAMÁL Aðilar vinnumarkaðar- ins ræða nú tíu prósenta hækkun launa á næstu þremur árum. Í sjónvarpsfréttum RÚV í gær kom fram að launaliðir hefðu verið til umræðu á samnings- fundum SA og ASÍ og sú útfærsla sem sé til umræðu nú feli í sér 10,3 prósenta hækkun. Samningar tækju samkvæmt því gildi 15. júní, en 50.000 króna eingreiðsla yrði greidd út við undirritun. Þá sé einnig rætt um að lægstu laun verði hækkuð í þrepum upp í 200 þúsund fyrir lok samnings- tímans. - þj / sjá síðu 8 Kjaraviðræður SA og ASÍ: Ræða um 10% hækkun launa 10 PRÓSENTA HÆKKUN Samkvæmt heimildum RÚV ræða SA og ASÍ um að laun hækki um 10,3 prósent næstu þrjú ár. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LÖGREGLUMÁL Kennari við Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi hefur verið kærður til lög- reglu vegna gruns um að hafa átt mök við barn undir 15 ára aldri og hugsanlega greitt fyrir. Fréttavefurinn Skessuhorn greindi frá því í gær að rann- sóknarlögregla hafi gert hús- leit í skólanum vegna málsins. Kennarinn, sem hóf störf við skólann árið 1977, hefur verið sendur í leyfi á meðan rannsókn stendur yfir. Sá sem fundinn er sekur um mök við barn undir 15 ára aldri getur átt yfir höfði sér eins til sextán ára fangelsis- dóm en sektargreiðslu eða eins árs fangelsi verði hann fundinn sekur um að hafa greitt fyrir kynmök. - jab Kynferðisbrot á Akranesi: Mál kennara í rannsókn ICESAVE Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, segist í tilkynningu til fjölmiðla þegar hafa greitt atkvæði með samningi um lausn Icesave-deil- unnar. Hún segist ekki hafa lagt það í vana sinn að lýsa afstöðu sinni til umdeildra mála, en nú hafi mikill fjöldi fólks innt hana eftir skoðun hennar á málinu. Henni sé umhugað um framtíð þjóðarinnar og því upp- lýsi hún nú um ákvörðun sína að vel athuguðu máli. Í tilkynningunni segir Vidís meðal annars: „Í afstöðu minni hef ég ekki síst haft í huga þau gömlu sannindi að deilur beri að leysa með samningum. Það er aðal friðsamra þjóða, en ekki að heyja langvinn stríð um óljós efni. Það er þannig sem traust myndast milli þjóða.“ Vigdís segir að frá hennar sjónarmiði leiki eng- inn vafi á því að orðstír Íslendinga muni bíða mikinn skaða af áframhaldandi deilum, dómsmálum og laga- þrætum. „Þá er mikið í húfi að við Íslendingar snúum sem fyrst baki við sundrungu og deilum og stöndum heldur saman að því að byggja upp heildstæða og farsæla framtíð fyrir land og lýð. Þess kann ég best að óska Íslendingum.“ - þj Fyrrverandi forseti Íslands vill fara samningaleiðina í Icesave-málinu: Vigdís segir já við samningnum SAGÐI JÁ Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, segist hafa kosið með Icesave-samningunum. Orðstír Íslendinga muni skaðast af áframhaldandi deilum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÍBÍA, AP NATO er nú harðlega gagnrýnt fyrir frammistöðu sína eftir að hafa tekið við stjórn aðgerða í Líbíu fyrir tíu dögum. Sérstaklega er bandalag- inu legið á hálsi fyrir mistök sem urðu í aðgerðum þess. Til dæmis voru gerðar loftárásir á skriðdreka uppreisnamanna á fimmtudag þar sem fimm létust og margir skriðdrekar voru eyði- lagðir. Talsmenn NATO neituðu hins vegar að biðjast afsökunar á atvikinu þó Anders Fogh Rasmus- sen, aðalritari bandalagsins sagð- ist harma mannfallið. -þj Borgarastríð í Líbíu: NATO gagnrýnt fyrir mistök FÍLABEINSSTRÖNDIN, AP Enn ríkir óvissuástand á Fílabeinsströnd- inni þó Alassane Ouattara virð- ist hafa náð yfirráðum í landinu eftir fjögurra mánaða deilur í kjölfar forseta- kosninga. Laur- ent Gbagbo, fráfarandi for- seti, er enn í felum í neðan- jarðarbyrgi undir forseta- höllinni. Á meðan hafa tugir líka fund- ist á víð og dreif um borgina Abidjan og þar var enginn á ferli í gærdag. Ástandið einkennist af óvissu um framhaldið og er alls óvíst hvort takast muni að afstýra borgarastyrjöld. - þj Óvissa á Fílabeinsströndinni: Gbagbo enn í byrginu sínu LAURENT GBAGBO SPURNING DAGSINS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.