Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.04.2011, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 09.04.2011, Qupperneq 16
16 9. apríl 2011 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR En þegar þér talið sé já yðar já og nei sé nei.“ Þetta er nýjasta þýðingin á þekktri setningu úr fjallræðunni sem fyrir einhverjar sakir festist með öfugri merkingu við Fram- sóknarflokkinn á sinni tíð. Boð- skapurinn er að tala skýrt og meina það sem sagt er. Í dag er Íslending- um ætlað að hlýða þessu kalli. Þjóðin tekur sjálf ákvörðun um Icesave-lögin og situr uppi með hana hver sem hún verður, án þess að geta kallað nokkurn til ábyrgðar eins og gerist þegar Alþingi á síð- asta orðið um mál. Ríkisstjórnin fékk mikinn meiri- hluta Alþingis til að samþykkja Icesave-lögin með stuðningi Sjálf- stæðisflokks- ins. Segi þjóðin nei ætlar ríkis- stjórnin eigi að síður að sitja eins og hún hafi sjálf sagt nei. Segi þjóðin já ætlar forsetinn að sitja eins og hann hafi sam- þykkt lögin. Fyrir hvor- ugum málstaðnum er forysta sem ætlar að bera ábyrgð. Þannig gefur ríkisstjórnin til kynna að sigur andstæðinganna hafi ekki meiri efnahagsáhrif en svo að allt verði með felldu þótt þeir hafi betur. Með nokkrum sanni má segja að markmið þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar sé að gera út um gildi laga en ekki hvort ríkisstjórn eða for- seti skuli sitja. En málið er flókn- ara. Hvernig eiga kjósendur að vita hvort alvöruþungi býr að baki hjá ríkisstjórninni annars vegar og forsetanum hins vegar? Eina skýra leiðin til þess að kalla það fram er að úrslitin hafi afleiðingar fyrir þá sem tillögurnar gera þannig að já þýði já og nei sé nei. Flóttinn frá ábyrgð skýrir að hluta minnkandi stuðning við lögin í skoðanakönn- unum og að margir hyggjast nota tækifærið til að segja ríkisstjórn- inni til syndanna. Já, já; nei, nei Forystumenn SA og ASÍ hafa gert þveröfugt við ríkisstjórnina. Þeir hafa í fullri hreinskilni sagt að fall laganna muni hafa áhrif á til- raun þeirra til að semja til þriggja ára. Þessi ábyrga afstaða fór öfugt í formann Framsóknarflokksins og innanríkisráðherrann. Tvo daga í röð fengu þeir forsíðu Morgun- blaðsins til að staðhæfa að í þess- ari afstöðu fælust hótanir er græfu undan lýðræðinu. Þetta eru staðhæfingar án rök- semda. Á það er að líta að fulltrú- ar launafólks og atvinnufyrirtækja sitja andspænis hvor öðrum við samningaborðið. Geta þeir hótað hvor öðrum þegar þeir eru sam- mála? Erfitt er að færa rök fyrir því. Þegar kenningin um hótunina er fallin leiðir af sjálfu sér að engin rök eru lengur fyrir ásök- unum um andlýðræðislega hegðun. Raunveruleikinn er sá að for- maður Framsóknarflokksins og innanríkisráðherrann eru að ásaka forystumenn SA og ASÍ fyrir að vera samkvæmir sjálfum sér. Bæði samtökin hafa lýst því að samn- ing til þriggja ára sé ekki unnt að gera nema fjárfestingar aukist í atvinnulífinu. SA og ASÍ hafa fyrir löngu sagt að höfnun Icesave-laganna dragi úr líkum á að sá hagvöxtur verði sem þeir stefna að til að styrkja fyrirtækin og bæta kjörin. Nú geta menn eðilega haft ólíkar skoðan- ir á slíku mati. En fram til þessa hefur enginn dregið í efa að þeir hefðu rétt til að byggja á því. Þegar þeir leggja skipum sínum saman er verið að gæta almannahagsmuna. Forystumenn vinnumarkaðar- ins verða vitaskuld að rökstyðja sitt mál. Það verða hinir einnig að gera sem andmæla þeirra rökum. En það er ekki gild fullyrðing að röksemdafærsla eins sé andstæð sjálfu lýðræðinu. Þvert á móti er lýðræðinu fyrst hætta búin ef við- urkenna ætti umræðuþöggun af því tagi. Þöggun Þá spyrja menn: Var ekki óvarlegt að segja þetta? Því má svara með annarri spurningu: Ef báðir aðil- ar máls eins og hér um ræðir eru sammála um mikilvæga forsendu þess, hví ættu þeir að draga fjöð- ur yfir þá sannfæringu þegar við blasir að þessi forsenda gæti fallið í þjóðaratkvæði? Hefðu þeir sagt að niðurstaða Icesave-kosninganna hefði engin áhrif á kjarasamningana væru fyrri orð þeirra ómerk. Þeir yrðu eins og ríkisstjórnin. Já þeirra yrði ekki já og nei ekki nei. Mál- flutningur þeirra yrði ótrúverð- ugur. Það væru ósannindi ef þeir segðu nú að niðurstaðan í þjóðarat- kvæðinu hefði ekki áhrif. Og þögn væri hvít lygi. Þeir sem ábyrgð bera í samfé- laginu, hvort sem er í stjórnmál- um eða á vinnumarkaði, verða að segja satt. Efnahagslífið verð- ur ekki talað í gang eins og menn héldu að unnt væri að tala gengi krónunnar upp fyrir hrun hennar. Það getur verið hreystimerki að hafa stór orð um mikilvægi þess að standa í lappirnar og kikna ekki í hnjánum. En hagvöxtur verður aðeins til með ákvörðunum sem byggjast á skynsamlegu hyggju- viti. Formaður Framsóknarflokks- ins og innanríkisráðherrann hafa ekki lagt mest til af því. Umræðan um Icesave-lögin hefur verið á þeim nótum að unnt væri að segja nei en fá út já. Verst að lífið hefur aldrei verið svo ein- falt. Er hægt að segja nei en fá út já? H verjir ættu að setja krossinn við já á kjörseðlinum í Icesave-kosningunni í dag? Það ættu þeir klárlega að gera sem vilja ljúka stjórnmáladeilum og lögfræðiþrefi við nágranna- og vinaríki okkar og tryggja Íslandi þann stuðning og samstarf sem við þurfum á að halda til að vinna okkur út úr efnahagskreppunni. Þeir ættu sömuleiðis að kjósa já sem vilja ljúka Icesave-mál- inu með samningi og hafa þar með stjórn á niðurstöðunni og hversu dýr hún verður okkur. Ef höfðað verður dómsmál á hendur Íslandi, sem er nokk- urn veginn öruggt kjósi meiri- hluti nei í dag, getur svo farið að niðurstaðan verði miklu dýrari en Icesave-samningurinn sem nú liggur fyrir. Það er vel skiljanlegt að fólki þyki súrt að þurfa að borga fyrir vondar ákvarðanir útrásarvíkinga og vanhæfra stjórnmála- og embættismanna, en annars vegar erum við nú þegar búin að borga miklu meira en nemur Icesave-samningnum og hins vegar viljum við ekki taka þá áhættu að enda með að borga meira en við þurfum. Þeir sem vilja snúa vörn í sókn gegn atvinnuleysinu og koma atvinnuuppbyggingu aftur á skrið ættu að segja já. Annars er hætta á að lánshæfiseinkunn Íslands falli og erlendar lántökur ríkissjóðs komist í uppnám. Þá verður áfram erfitt að fá peninga inn í landið, hvort heldur er erlent lánsfé eða beina fjárfestingu. Dragist málið á langinn fjölgar störfum því ekki eins og þarf og ekki verður heldur hægt að tryggja þá kaupmáttaraukningu almennings sem vonir standa til. Þar á ofan yrðu auknar byrðar lagðar á ríkissjóð, sem þýðir að minna yrði afgangs til að standa undir velferðarkerfinu og margvíslegri annarri opinberri þjón- ustu. Atkvæðagreiðslan í dag snýst um hvort Ísland hyggist standa skil á innistæðutryggingum Icesave-reikninganna, ekki eitthvað allt annað. Hún snýst til dæmis ekki um Evrópusambandið. Þeir sem vilja hindra að Ísland gangi í þann félagsskap fá tækifæri til að segja hug sinn í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslan snýst ekki heldur um ríkisstjórnina. Þeir sem vilja losna við hana eiga alls ekki víst að kross við nei beri þann árangur. Stjórnarandstöðuna skortir afl á þingi til að bera fram vantraust á stjórnina. Hún hefur sjálf alls ekki gefið til kynna að nei í Icesave-kosningunni þýði að hún fari frá, ekki fremur en önnur tilefni sem stjórnin hefur fengið til að pakka saman og boða til kosninga. Þvert á móti er líklegast að stjórnin sitji sem fastast. Tilhugsunin um tvö ár enn af atvinnustefnu núverandi ríkis- stjórnar og afleiðingar af höfnun Icesave-samkomulagsins þar ofan á er raunar lítt bærileg. Verður niðurstaðan að við höfnum Icesave og sitjum að auki uppi með stjórnina í tvö ár enn? Já fyrir atvinnu og uppbyggingu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.