Fréttablaðið - 09.04.2011, Page 38
9. apríl 2011 LAUGARDAGUR38
Ekki man ég hvert
umræðuefnið var.
Öll mín bestu ár
Hinn ástsæli söngvari Björgvin Halldórsson fagnar sextugs-
afmæli sínu um næstu helgi með þrennum tónleikum í Há-
skólabíói og er það til marks um vinsældir hans að löngu er
orðið uppselt á tónleikana. Kjartan Guðmundsson leit á nokkrar
ljósmyndir frá ferlinum ásamt stórafmælisbarninu.
RIDDARI GÖTUNNAR Björgvin á nýju vespunni sinni, fimmtíu ára afmælisútgáfunni af Vespu Piaggio, árið
2008. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
NÚNA Björgvin gerir sig kláran fyrir þátttöku sína í Eurovision árið 1995 í Dublin, þar
sem hann söng lagið Núna. MYNDIR/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR
ÞÓ LÍÐI ÁR OG ÖLD Björgvin á sviðinu á Hótel Íslandi, sem kallast Broadway í dag, árið 1995 þegar
söngvarinn hélt eina af sínum mörgu söngbókarsýningum.
HÚN HRING MINN BER Gifting Björgvins og Ragnheiðar B. Reynisdóttur í Landakotskirkju hinn 9. desember 1978.
MANSTU ÞÁ Björgvin og Svala dóttir hans árið 1978 þegar Björg-
vin vann að plötunni „Ég syng fyrir þig“.
Í ÚTVARPINU HEYRÐI ÉG LAG Guðni Kolbeinsson íslenskufræð-
ingur, Ásgeir Tómasson blaðamaður, tónlistarmaðurinn Birgir
Hrafnsson og Björgvin í útvarpsviðtali árið 1976.
Svala vildi spila á gítarinn og var
farin að raula eins árs gömul.
Þarna löbbum við nýbökuð hjónin frá kirkj-
unni. Ljúfar minningar tengjast þessum degi.
Þá mátti bara syngja á íslensku. Íslenski
hópurinn var að hugsa um að bregða út af
laginu í beinni útsetningu og syngja hluta
lagsins á ensku en hætti við á síðustu stundu.
Þetta hjól er tekið út í góðu veðri og
notað til að skreppa í laugina, á pósthúsið
eða á kaffihús. Yndislegur fararskjóti.
Þarna var verið að minn-
ast þess að 25 ár voru
liðin frá því ég söng
fyrst inn á hljómplötu.