Fréttablaðið - 09.04.2011, Side 44

Fréttablaðið - 09.04.2011, Side 44
inn. Samskipti og nánd ungmennis við fjölskyldumeðlimi eiga þá til að minnka. Að mínu mati er Facebook þá kjörin leið til að halda góðu sambandi við sína nánustu, enda er það helsti tilgangur síðunnar,“ segir Helgi. Ekki hanka börnin á einhverju Helgi segir að með því að „slást í hópinn“ geti foreldrar fylgst með lífi barna sinna á hlutlausan hátt og fengið þar jafnvel mikilvægar upplýsingar án þess að þurfa að spyrja eftir þeim. „Ef foreldrar fara rétt að er það mín trú að Facebook geti styrkt samskipti foreldra við börnin sín. Það sem ég tel að foreldrar þurfi einna helst að muna er að nota þær upplýsing- ar sem þeir fá í gegnum Facebook aldrei til þess að hanka ungmennið á einhverju. Það gæti skert sam- skiptin og alið af sér aðrar, óþekkt- ar leiðir hjá ungmenninu til að koma viðkvæmum upplýsingum á framfæri til vina.“ Við þetta bætir Helgi að for- eldrar þurfi að meta hvert tilfelli fyrir sig þegar kemur að því að meta hvort ungmenni hafi þroska til þess að eiga í samskiptum á int- ernetinu. Aldur hafi þar löngum reynst ónákvæmur mælikvarði. „Að mínu mati er fræðsla og eftir- lit mikilvægustu þættirnir. Á int- ernetinu, ekki einungis Facebook, er margt í boði sem getur haft áhrif á líf ungmenna, bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. For- eldrar geta haft mikið að segja um hver áhrifin eru með fordóma- lausri fræðslu um það helsta sem internetið hefur í boði. Mikilvægt er að fræðslan sé laus við áróður og styðjist við rök.“ Margar jákvæðar hliðar Þegar Helgi er beðinn að nefna kosti þess að nota Facebook, fyrir alla aldurshópa, tínir hann sitt- hvað til. „Fyrir utan léttvægari atriði, svo sem að muna afmælis- daga, eru kostirnir við Facebook þeir óumdeilanlegu möguleikar sem hún býður upp á til að stofna til nýrra tengsla, efla núverandi tengsl og jafnvel vekja á ný gömul og gleymd. Fólk má þó aldrei gleyma að Facebook er einungis tól, mjög öflugt tól. Það getur ann- aðhvort unnið með þér eða á móti þér eftir því hvernig þú ákveður að beita því.“ Fyrir þá sem ekki þekkja til Facebook rekur Helgi mögu- leikana sem felast í notkun síð- unnar. Fyrir utan að deila hugs- unum sínum, athöfnum og öðru sem fólki dettur í hug í svokölluð- um stöðuuppfærslum má þar setja inn myndir, myndbandsupptökur, tengla að skemmtilegum vefsíðum, senda einkaskilaboð, spjalla, spila tölvuleiki og fleira. Ný græja sem þarf að læra á Spurður um neikvæð áhrif þess á sálarlífið að hanga á Facebook líkir Helgi því ástandi við það að hanga heima og fara ekki út. „Ef þú ákveður að vera heima, hanga í símanum og skoða myndir af ætt- ingjum og vinum í stað þess að fara í vinnuna mun slíkt iðjuleysi hafa sömu neikvæðu áhrif og ef þú ákveður að vera á Facebook og gera slíkt hið sama. Ef þú býður síðan einhverjum sem þú þekkir lítið heim til þín, kynnir hann fyrir vinum þínum, sýnir honum öll helstu mynda- albúmin og segir honum ævi- sögu þína getur hann í raun gert sama skaða með þeim upplýsing- um á Facebook eins og utan henn- ar. Hvað það atriði varðar býður Facebook upp á alla stjórn sem þörf er á til þess að halda nei- kvæðum áhrifum eins og þessum í skefjum. Líkt og með nýja græju í eldhúsinu þarf fólk að afla sér upplýsinga um hvernig skuli beita henni til þess að ekki hljótist skaði af.“ Hluti af eðlilegu þroskaferli Margt má gera til þess að koma í veg fyrir neikvæða upplifun á Facebook að mati Helga. Fyrst og fremst þurfi að hafa í huga hvað fólk láti frá sér. Ómögulegt geti reynst að ná því út sem eitt sinn sé sett á netið. Einnig sé nauðsynlegt að kynna sér alla eiginleika síð- unnar og tryggja að hvergi sé glufa fyrir óviðkomandi aðila. Það sé hins vegar hluti af eðlilegu þroska- ferli ungmenna að vera á höttun- um eftir upplýsingum um lífið og tilveruna. Með því að stöðva þau í þeirri upplýsingasöfnun eigi for- eldrar á hættu að ungmennið leiti annarra leiða – og er þá óvíst hver gæði upplýsinga eða niðurstaðan verður. - jma Foreldrar virði mörkin „Það sem ég tel að foreldrar þurfi einna helst að muna er að nota þær upplýsingar sem þeir fá í gegnum Facebook aldrei til þess að hanka ungmennið á einhverju,“ segir Helgi Sigurður Karlsson sálfræðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● My shops. Leikur þar sem þú býrð til þína eigin verslunar- götu, með verslunum eins og sælgætisbúð, fataverslun, gæludýraverslun og bakaríi. Hver og einn Facebook-notandi á sína verslunargötu en getur heimsótt vini sína og fjölskyldu í þeirra búðir (sem þurfa þá líka að skrá sig inn í leikinn á Facebook). ● Restaurant city. Leikur sem virkar nokkuð svipað og My shops nema að í þessum leik býrðu til þitt eigið veitingahús, hannar matseðil, innréttar staðinn, ræður þjóna, vini og fjölskyldu og ferð og snæðir svo á veitingastöðum vina þinna þess á milli. ● Pet society. Leikur sem hugnast einkum yngri kynslóðinni. Kisa er látin notendum í té og þeim ber að hugsa vel um hana; gefa henni að borða, bursta á henni feldinn, klæða hana í falleg föt og innrétta heimili hennar eftir smekk. ● Scrabble. Hinn vinsæli orðaleikur á ensku, sem ungir notendur sem farnir eru að læra ensku geta þá leikið með þeim eldri. Notendur skiptast á „að gera“ og langt má líða á milli; ekki er nauðsynlegt að dvelja langtímum við tölvuna til að spila. ● Monopoly millionaires. Hóið í vini og kunningja sem hafa gaman af Matador og fáið þá til að spila með ykkur leikinn á Facebook. Til að finna þessa leiki og fleiri til skrifið þið einfaldlega heiti þeirra í leitargluggann á Facebook. Til að mynda „My shops” og klikkið á „Go to app“. Facebook gefur byrjendaleiðbeiningar. Skemmtileg Facebook-afþreying Vorútsala 30% afsláttur af öllum vörum auk frábærra tilboða Skráðu þig inn – drífðu þig út Ferðafélag Íslands Leyndarmál jökla og fegurð landslags á myndakvöldi FÍ Næsta myndakvöld Ferðafélags Íslands er í dag miðvikudaginn 17. febrúar í sal Ferðafélagsins í Mörkinni 6 og hefst kl. 20.00 að vanda. Myndakvöldið er að þessu sinni í umsjá hjónanna Helga Björnssonar jöklafræðings sem sýnir ljósmyndir af íslenskum jöklum og fjallar um hið sýnilega og ósýnilega landslag sem jöklarnir búa yfir. Bók Helga, Jöklar á Íslandi sem kom út fyrir síðustu jól hefur hvarvetna vakið aðdáun enda um stórvirki að ræða. Jöklar á Íslandi fékk hin íslensku bókmenntaverðlaun í flokki fræðirita. F rð í Fjörður með Valgarði Egilssyni Ferðafélag Íslands og Fjörðungar í Grenivík hafa bætt við á sumar- dagskrána ferð í Fjörður, fjögurra daga gönguferð daga a 12. - 15. júlí. Undir stjórn hins margreynda fararstjóra Valgarðs Egilssonar læknis. Nánari upplýsingar á skrifstofu FÍ í síma 568-2533 fi@fi.is FRAMHALD AF FORSÍÐU SOHO/MARKET Á FACEBOOK Teygjutoppur með blúndu 1.990,- SM / ML 10 litir Fiðrildatoppur 5.990,- S – M – L Blúndutoppar 2.690,- S – M – L 10 litir Teygjubolur plain 1.990,- ein stærð 6 litir Grensásvegur 16 sími 553 7300 Opið mán-fös 14–19. Laugd. 12–17 FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN KOMDU Í ÖLL HELSTU PARTÝIN MEÐ OKKUR m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.