Fréttablaðið - 09.04.2011, Side 96

Fréttablaðið - 09.04.2011, Side 96
9. apríl 2011 LAUGARDAGUR64 Sexmenningarnir í Vinum Sjonna ætla að blása til dansleiks á Spot í Kópavogi í kvöld. Þetta verða fyrstu og einu tónleikar Euro- vision-faranna fyrir Þýska- landsferðina. Eurovision-drengirnir Hreim- ur Örn, Pálmi Sigurhjartarson, Matthías Matthíasson, Benedikt Brynleifsson, Gunnar Ólason og Vignir Snær eru allir önnum kafnir menn og verða því að nýta hverja einustu stund til að æfa sig. Sjálf Icesave-helgin verður undirlögð af æfingum. „Við erum allir hver á sínu horni landsins og verðum því bara að æfa í törnum eins og um helgina. Síðan tökum við síðustu vikuna áður en við förum út og æfum eins og skepnur, því þó að þetta sé bara eitt lag er í mörg horn að líta,“ segir Hreimur Örn í samtali við Fréttablaðið. Drengirnir voru bókaðir á árshátíð á laugardaginn og ákváðu í kjölfarið að hita sig aðeins upp fyrir Düsseldorf þar sem Eurovision fer fram um miðj- an maí. „Jógvan og Róbert Þór, bassaleikari, verða með okkur þannig að þetta er næstum því hljómsveitin Rokk sem Sjonni stofnaði á sínum tíma. Við erum auðvitað með alvöru prógramm og gætum hæglega leikið í fjóra til fimm tíma.“ Undirbúningur fyrir ferðina til Düsseldorf er í fullum gangi en í vikunni fékk Hreimur einhverjar þær bestu fréttir sem hann hefur fengið lengi. „Jónatan [Garðars- son] er búinn að hræða okkur mikið undanfarna daga og hefur látið það koma algjörlega skýrt fram að við hefðum engan tíma til að spila átján holur af golfi. En svo, eftir samningaviðræður og nokkuð þóf, fannst loks tími. Við fáum fjóran og hálfan tíma til að leika golf þriðjudaginn 3. maí og það eru nokkrir vellir sem koma til greina,“ segir kampa- kátur Hreimur Örn Heimisson, liðsmaður Vina Sjonna, íslensku Eurovision-faranna. Hreimur og Matthías eru forfallnir golf- fíklar og höfðu gengið með þann draum í maganum að geta spil- að golf í Düsseldorf. Sá draum- ur virðist nú vera að rætast og segir Hreimur að þeir verði eins og barðir hundar að leik loknum. „Við munum gera allt sem okkur verður sagt að gera.“ freyrgigja@frettabladid.is Vinir Sjonna með dansleik í kvöld SUNGIÐ SAMAN Á SPOT Vinir Sjonna, Eurovision-farar Íslands, verða á Spot í Kópavogi í kvöld en þetta er fyrsti og eini dansleikurinn sem sveitin kemur fram á fyrir ferðina til Þýskalands. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Óskarsverðlaunahafinn Natalie Portman fer með hlutverk í gaman- myndinni Your Highness sem leikstýrt er af David Gordon Green, þeim sama og leikstýrði Pineapple Express. Í nýlegu viðtali viðurkennir Portman að hún hafi sérstakt dálæti á „stoner“ kvikmyndum, sem hægt væri að þýða sem hasshausa-myndir. „Ég reykti gras á háskólaárum mínum en ég hef ekki reykt í mörg ár núna. Ég er líklega orðin of gömul. Ég vildi óska að ég væri enn svöl en í raun er ég eins og gömul kona og er oftast komin í háttinn um klukk- an tíu öll kvöld,“ sagði leikkonan í viðtali við Entertainment Weekly. Reykti gras Kim Cattrall, sem er þekktust fyrir að leika Samönthu Jones í Sex and the City, viður- kennir að hlutverkið hafi virkað fráhrind- andi á karlpeninginn í raunveruleikanum. Samantha kallaði ekki allt ömmu sína í þátt- unum þegar kom að samskiptum kynjanna og daðraði jafnt við sér eldri og yngri menn. En í hversdagsleikanum er staðan allt önnur, karlmenn eru logandi hræddir við leikkonuna. Cattrall ræddi málið í spjallþætti Ellenar DeGeneres og sagði að hún hefði gert sér þetta mjög erfitt fyrir. „Og ekki skánaði ástandið þegar ég skrifaði bók um full- nægingu kvenna. Karlmenn eru nefnilega þannig gerðir að þeim þarf að líða eins og þeir séu alvitrir, sérstaklega á þessu sviði.“ Svo skemmtilega vill til að Kim er þar að vísa í bókina Satisfaction: The Art of Female Orgasm sem hún skrifaði með fyrrverandi eiginmanni sínum, Mark Levinson. Og stefnumótavandamálið gæti orðið enn erfiðara þegar karlarn- ir sjá hennar nýjustu mynd; Meet Monica Velour. Þar leikur Kim nefnilega roskna klámmyndastjörnu sem fer að fækka fötum á ný til að ná endum saman og verður að lokum ástfangin af sautján ára pilti. „Þetta er falleg saga um konu á fimmtugsaldri sem hittir ungan strák og þau þróa með sér samband.“ Karlar hræðast Kim Cattrall ERFITT Kim Cattrall segir að karlmenn séu hræddir við sig og kennir annars vegar Samönthu um málið og hins vegar bókinni um fullnægingu kvenna sem hún skrifaði. Allt sem þú þarft STÆRSTA PÁSKA- EGGJALEIT LANDSINS Það er aðeins ein sneið af frábærri dagskrá á 10 ára afmælishátíð Fréttablaðsins 16. apríl í Perlunni. Fylgstu með!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.