Fréttablaðið - 30.04.2011, Side 10
30. apríl 2011 LAUGARDAGUR10
PALESTÍNA, AP Leiðtogar tveggja
helstu fylkinga Palestínumanna,
Fatah og Hamas, stefna á að hittast
í Kaíró á þriðjudaginn í næstu viku
til að undirrita og staðfesta sögu-
legan samning þeirra, sem kynntur
var á miðvikudaginn.
Samningurinn felur í sér sam-
starf Hamas og Fatah um bráða-
birgðastjórn á herteknu svæð-
unum, bæði Vesturbakkanum og
Gaza. Þá er stefnt að kosningum
innan árs.
Samkvæmt samkomulaginu
verður Mahmoud Abbas, leiðtogi
Fatah, áfram forseti Palestínu-
stjórnar fram að kosningum.
Palestínumenn virðast ekki gera
sér neinar vonir um friðarsam-
komulag við Ísrael á næstunni og
stefna að því að óska næsta haust
viðurkenningar öryggisráðs Sam-
einuðu þjóðanna á sjálfstæðu Pal-
estínuríki.
Abbas sagðist þó í gær koma
strax til að ræða við Ísraela, bjóði
þeir honum til viðræðna, en þó
með því skilyrði að framkvæmdir
tengdar ísraelskum landtökumönn-
um verði stöðvaðar.
Ísraelskum stjórnvöldum líst
hins vegar ekkert á blikuna og
segja að Abbas hafi nú gengið til
liðs við hryðjuverkamenn, vegna
þess að Hamas hafi það enn á
stefnuskrá sinni að eyða Ísraels-
ríki.
Sveinn Rúnar Hauksson, for-
maður Félagsins Ísland-Palestína,
segir að Hamas-samtökin hafi þó í
reynd viðurkennt tilverurétt Ísra-
elsríkis.
„Palestínska þjóðin og öll stjórn-
málaöfl hennar, þar með talin
Hamas, hafa lýst yfir vilja til að
stofna sjálfstætt ríki innan landa-
mæranna frá 1967,“ segir Sveinn
Rúnar. „Í því felst söguleg eftir-
gjöf á 78 prósentum lands Palest-
ínu undir Ísraelsríki.“
Sveinn Rúnar segir að í þessu
felist að sjálfsögðu viðurkenning á
Ísraelsríki, „þótt áróðursmeistar-
ar þess virðist trúa á aðferðir Göb-
bels, að fólk trúi því á endanum
sem er endurtekið nógu oft“. - gb
Hamas og Fatah undirrita samning í Kaíró eftir helgi:
Bráðabirgðastjórn á
herteknu svæðunum
ISMAIL HANIYA Leiðtogi Hamas-samtakanna á Gasasvæðinu hélt blaðamannafund
að loknum föstudagsbænum múslima í gær, tveimur dögum eftir að samkomulag
tókst við Fatah. NORDICPHTOS/AFP
ÖRN Í ÚTRÝMINGARHÆTTU Binay
nefnist þessi örn á Filippseyjum. Hann
er af filippseyskri arnartegund sem nú
er í útrýmingarhættu. Einungis 500
pör eru úti í náttúrunni. NORDICPHOTOS/AFP
Laugardagur til lista
Í dag milli kl. 12.00 – 17.00 eru verk eftir Hörð Ágústsson,
listmálara og fræðimann til sýnis í höfuðstöðvum Arion
banka, Borgartúni 19. Upptökur af fyrirlestrum Péturs
Ármannssonar og Ólafs Gíslasonar um listamanninn
verða sýndar í ráðstefnusal bankans.
Verið velkomin.
SKEMMDARVERK Óprúttnir skemmdarvargar rifu
upp fjölda pakkninga með Fréttablöðum, ætl-
uðum blaðberum, í Kópavogi í nótt. Blöðunum
dreifðu þeir um götur bæjarins, síðu fyrir síðu,
svo úr varð mikill óþrifnaður.
Lögregla lét Pósthúsið, sem sér um dreif-
inguna, vita um klukkan fimm í gær-
morgun og sendi Pósthúsið rakleiðis
menn og bíla á staðinn til að þrífa
upp blöðin. Þrifin tóku á fjórðu
klukkustund.
Blöðin voru úr fimm hverfum, alls
um fimm hundruð blöð.
Pósthúsið og 365, útgáfufélag
Fréttablaðsins, líta málið alvarlegum
augum og verður málið væntanlega kært til lög-
reglu.
Fréttablaðið óskar eftir ábendingum frá hverj-
um þeim sem kunna að hafa
orðið varir við skemmdar-
verkin í nótt. Eru þeir
sem telja sig hugsan-
lega geta varpað ein-
hverju ljósi á málið
beðnir að hafa sam-
band við Pósthúsið, í síma
585 8300. - sh
Pósthúsið og 365 óska eftir upplýsingum um skemmdarvarga í Kópavogi:
Dreifðu Fréttablöðum um götur
FRÉTTABLAÐIÐ Fimm hundruð eintök af blaðinu
lágu á víð og dreif um götur Kópavogs.
MENNING Forseti Íslands skip-
aði í gær nýja dómnefnd fyrir
Íslensku menntaverðlaunin.
Í dómnefnd sem fjallar um
kennara koma ný Guðrún Geirs-
dóttir lektor, Gísli Jafetsson
aðstoðarframkvæmdastjóri og
Anita Sigurbergsdóttir leiðtoga-
fræðingur. Í dómnefnd sem
fjallar um skóla og námsefni
koma ný Lilja Jónsdóttir lektor,
dr. Guðfinna S. Bjarnadóttir
framkvæmdastjóri og Kári Arn-
órsson fv. skólastjóri Fossvogs-
skóla. - óká
Íslensku menntaverðlaunin:
Forseti Íslands
skipar í nefnd