Fréttablaðið - 30.04.2011, Side 10

Fréttablaðið - 30.04.2011, Side 10
30. apríl 2011 LAUGARDAGUR10 PALESTÍNA, AP Leiðtogar tveggja helstu fylkinga Palestínumanna, Fatah og Hamas, stefna á að hittast í Kaíró á þriðjudaginn í næstu viku til að undirrita og staðfesta sögu- legan samning þeirra, sem kynntur var á miðvikudaginn. Samningurinn felur í sér sam- starf Hamas og Fatah um bráða- birgðastjórn á herteknu svæð- unum, bæði Vesturbakkanum og Gaza. Þá er stefnt að kosningum innan árs. Samkvæmt samkomulaginu verður Mahmoud Abbas, leiðtogi Fatah, áfram forseti Palestínu- stjórnar fram að kosningum. Palestínumenn virðast ekki gera sér neinar vonir um friðarsam- komulag við Ísrael á næstunni og stefna að því að óska næsta haust viðurkenningar öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna á sjálfstæðu Pal- estínuríki. Abbas sagðist þó í gær koma strax til að ræða við Ísraela, bjóði þeir honum til viðræðna, en þó með því skilyrði að framkvæmdir tengdar ísraelskum landtökumönn- um verði stöðvaðar. Ísraelskum stjórnvöldum líst hins vegar ekkert á blikuna og segja að Abbas hafi nú gengið til liðs við hryðjuverkamenn, vegna þess að Hamas hafi það enn á stefnuskrá sinni að eyða Ísraels- ríki. Sveinn Rúnar Hauksson, for- maður Félagsins Ísland-Palestína, segir að Hamas-samtökin hafi þó í reynd viðurkennt tilverurétt Ísra- elsríkis. „Palestínska þjóðin og öll stjórn- málaöfl hennar, þar með talin Hamas, hafa lýst yfir vilja til að stofna sjálfstætt ríki innan landa- mæranna frá 1967,“ segir Sveinn Rúnar. „Í því felst söguleg eftir- gjöf á 78 prósentum lands Palest- ínu undir Ísraelsríki.“ Sveinn Rúnar segir að í þessu felist að sjálfsögðu viðurkenning á Ísraelsríki, „þótt áróðursmeistar- ar þess virðist trúa á aðferðir Göb- bels, að fólk trúi því á endanum sem er endurtekið nógu oft“. - gb Hamas og Fatah undirrita samning í Kaíró eftir helgi: Bráðabirgðastjórn á herteknu svæðunum ISMAIL HANIYA Leiðtogi Hamas-samtakanna á Gasasvæðinu hélt blaðamannafund að loknum föstudagsbænum múslima í gær, tveimur dögum eftir að samkomulag tókst við Fatah. NORDICPHTOS/AFP ÖRN Í ÚTRÝMINGARHÆTTU Binay nefnist þessi örn á Filippseyjum. Hann er af filippseyskri arnartegund sem nú er í útrýmingarhættu. Einungis 500 pör eru úti í náttúrunni. NORDICPHOTOS/AFP Laugardagur til lista Í dag milli kl. 12.00 – 17.00 eru verk eftir Hörð Ágústsson, listmálara og fræðimann til sýnis í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19. Upptökur af fyrirlestrum Péturs Ármannssonar og Ólafs Gíslasonar um listamanninn verða sýndar í ráðstefnusal bankans. Verið velkomin. SKEMMDARVERK Óprúttnir skemmdarvargar rifu upp fjölda pakkninga með Fréttablöðum, ætl- uðum blaðberum, í Kópavogi í nótt. Blöðunum dreifðu þeir um götur bæjarins, síðu fyrir síðu, svo úr varð mikill óþrifnaður. Lögregla lét Pósthúsið, sem sér um dreif- inguna, vita um klukkan fimm í gær- morgun og sendi Pósthúsið rakleiðis menn og bíla á staðinn til að þrífa upp blöðin. Þrifin tóku á fjórðu klukkustund. Blöðin voru úr fimm hverfum, alls um fimm hundruð blöð. Pósthúsið og 365, útgáfufélag Fréttablaðsins, líta málið alvarlegum augum og verður málið væntanlega kært til lög- reglu. Fréttablaðið óskar eftir ábendingum frá hverj- um þeim sem kunna að hafa orðið varir við skemmdar- verkin í nótt. Eru þeir sem telja sig hugsan- lega geta varpað ein- hverju ljósi á málið beðnir að hafa sam- band við Pósthúsið, í síma 585 8300. - sh Pósthúsið og 365 óska eftir upplýsingum um skemmdarvarga í Kópavogi: Dreifðu Fréttablöðum um götur FRÉTTABLAÐIÐ Fimm hundruð eintök af blaðinu lágu á víð og dreif um götur Kópavogs. MENNING Forseti Íslands skip- aði í gær nýja dómnefnd fyrir Íslensku menntaverðlaunin. Í dómnefnd sem fjallar um kennara koma ný Guðrún Geirs- dóttir lektor, Gísli Jafetsson aðstoðarframkvæmdastjóri og Anita Sigurbergsdóttir leiðtoga- fræðingur. Í dómnefnd sem fjallar um skóla og námsefni koma ný Lilja Jónsdóttir lektor, dr. Guðfinna S. Bjarnadóttir framkvæmdastjóri og Kári Arn- órsson fv. skólastjóri Fossvogs- skóla. - óká Íslensku menntaverðlaunin: Forseti Íslands skipar í nefnd
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.