Fréttablaðið - 30.04.2011, Síða 12

Fréttablaðið - 30.04.2011, Síða 12
30. apríl 2011 LAUGARDAGUR12 ATVINNUMÁL Kristján Freyr Krist- jánsson var ráðinn nýr fram- kvæmdastjóri Innovit, nýsköp- unar- og frumkvöðlaset- urs. Ákvörð- unin var tekin á stjórnarfundi fyrirtækisins í vikunni. Krist- ján tekur við stöðu Andra Heiðars Krist- inssonar frá og með 1. júlí næstkomandi, en Andri hefur stýrt Innovit frá stofnun þess. Hann flyst nú til Bandaríkjanna í framhaldsnám. Á fundinum kynnti Kristján meðal annars tillögur sínar að enn frekari eflingu nýsköpunar- umhverfisins á Íslandi í sam- starfi við þær fjölmörgu stofnan- ir sem starfað hafa með Innovit. - sv Nýr framkvæmdastjóri: Kristján ráðinn til Innovit Fundað um uppbyggingu Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fundaði í gær með forstjóra álsviðs Rio Tinto og yfirmanni Evrópudeildar þess ásamt stjórnendum álversins í Straumsvík. Á vef embættisins kemur fram að rætt hafi verið um uppbygg- ingu og endurnýjun í Straumsvík, en verja á um 60 milljörðum króna til framkvæmdanna. FORSETI ÍSLANDS KRISTJÁN FREYR KRISTJÁNSSON MENNING Hugtakið um sæmdarrétt listamanna þarf að skýra í lögum og jafnvel endurhugsa frá grunni. Það er mat tveggja ungra fræðimanna, sem voru frum- mælendur á vel sóttu málþingi Reykjavíkurakademí- unnar í gær, sem bar yfirskriftina: „Er sæmdarréttur tímaskekkja“. Málefnið er ofarlega á baugi í menningarheiminum vegna deilu um notkun listamanna á bókinni Flora Islandica við gerð listaverksins „Fallegasta bók í heimi“, sem var hluti af sýningunni Koddu. Útgefandi bókarinnar var ósáttur við meðferð lista- mannanna á bókinni, sem var ötuð út í matarleifum, og töldu að brotið væri á sæmdarrétti höfunda hennar. Egill Viðarsson, meistaranemi í þjóðfræði, sagði í fyrirlestri sínum að sæmdarréttur listamanna væri ekki órjúfanlegur hluti af höfundarrétti. Málið sé að hluta til af siðferðislegum og tilfinningalegum toga. Hann bætti við í samtali við Fréttablaðið að í sæmd- arrétti væri líka falinn tvískinnungur. „Þetta á stund- um við og stundum ekki og er orðið eins konar valda- tæki til að skelfa listamenn og heftir tjáningarfrelsi.“ Egill sagðist álíta að nú til dags afsöluðu listamenn hluta af siðferðislegum rétti sínum strax við útgáfu og erfitt væri að framfylgja lögum um sæmdarrétt þegar stafræn tækni stendur öllum til boða. Teitur Skúlason sérhæfir sig í hugverkarétti og fjallaði um málið frá lagalegu sjónarmiði. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið að afar erfitt væri að skil- greina brot á sæmdarrétti. „Túlkun og beiting laganna um sæmdarrétt er óskýr og það þarf að bæta úr því. Skýring laganna og frekari lagasetning gæti hins vegar reynst erfið, vegna þess að fagurfræði og mat listamanna er afar óheppilegur grunnur að lagasetningu.“ Hannes Lárusson, einn sýningarstjóra Koddu, seg- ist þeirrar skoðunar að sæmdarrétturinn í íslensku listaumhverfi sé í raun merkingarlaust hugtak. „Menn vita ekki hvar mörkin liggja í þessu.“ thorgils@frettabladid.is Sæmdarrétt þarf að skýra í lögunum Fræðimenn telja sæmdarrétt listamanna óskýran í lögum. Sýningarstjóri um- deildrar listsýningar segir sæmdarrétt á Íslandi vera merkingarlaust hugtak. UMDEILD LISTSKÖPUN Verkið „Fallegasta bók í heimi“ hefur vakið upp líflega umræðu um rétt listamanna yfir verkum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN PI PA R\ TB W A • SÍ A • 1 11 08 8 Styrkir til rannsókna og verkefna í verkfræði, jarðefnafræði, byggingariðnaði, arkitektúr, tækni fræði og til skipasmíða Styrkir úr Menningar- og framfarasjóði Ludvigs Storr Stjórn Menningar- og framfarasjóðs Ludvigs Storr hefur ákveðið að veita styrki, samtals allt að 15 milljónum króna, í tilefni af 30 ára afmæli sjóðsins og 100 ára afmæli Háskóla Íslands. Tilgangur sjóðsins er samkvæmt skipulagsskrá að stuðla að framförum á sviði jarðefnafræða, byggingariðnaðar og skipasmíða með því að styrkja vísindamenn á sviði jarðefnafræða, verkfræðinga, arkitekta, tæknifræðinga og iðnaðarmenn til framhaldsnáms, svo og að veita styrki til rannsókna á hagnýtum úrlausnarefnum í þessum greinum. Umsóknarfrestur er til 1. júní 2011. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Háskóla Íslands, www.hi.is, heimasíðu sjóðsins á sjóðavef Háskóla Íslands, www.sjodir.hi.is og vefslóðinni www.ludvigstorr.is. Umsóknir skulu sendar í ábyrgðarpósti til Menningar- og framfarasjóðs Ludvigs Storr, Laugavegi 15, 101 Reykjavík. Fyrirhugað er að úthlutun styrkja fari fram á haustmánuðum 2011. Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður P. Gíslason í síma 861 3173, hagvis@centrum.is. Eurovisionleikur Íslandsbanka Vinir Sjonna taka lagið á Blómatorginu í Kringlunni í dag kl. 15.00. Á sama tíma verður þremur heppnum sigurvegurum í Eurovisionleik Íslandsbanka afhent risa gjafakort í verðlaun. islandsbanki@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 440 4000 DANMÖRK Réttarhöld yfir dönskum hjónum sem misþyrmdu og vanræktu níu börn sín standa nú yfir. Hjónin bjuggu síðast með börn sín í niður- níddu húsi í bænum Brønderslev á Norður- Jótlandi. Þau eru sökuð um að hafa misþyrmt börnum sínum kynferðislega, þá helst elstu dótturinni sem er 21 árs gömul, og látið börnin búa við algjörlega óviðunandi aðstæður. Elsta dóttirin tilkynnti málið til yfirvalda á síðasta ári. Hjónin neita bæði sök. Málið er talið hið alvarlegasta sinnar tegund- ar sem upp hefur komið í Danmörku, en mikið hefur verið fjallað um réttarhöldin í dönskum fjölmiðlum. Börnin níu höfðu verið látin ganga um ber- fætt og þeim misþyrmt gróflega með bareflum. Lögreglumenn sem komu á vettvang hafa lýst þeim hræðilegu aðstæðum sem börnin voru látin búa við og sögðu að heimilið hefði angað af saur og hlandi. Hvergi hefði verið pláss fyrir börnin til að leika sér og eldhúsið hefði verið uppfullt af rusli og óhreinindum. Heimilishund- ur hefði gert þarfir sínar innandyra og hvergi hefði verið að sjá fóður eða vatn handa honum. Fimm dauðir hestar fundust við húsið og höfðu hræin verið étin af rottum og músum. Tveir hestar til viðbótar fundust á lífi, en voru afar hætt komnir sökum vannæringar og van- rækslu. Lögreglan fékk fyrstu tilkynningarn- ar um fjölskylduna árið 2006. Hjónin höfðu þá flust á milli bæjarfélaga til að forðast inngrip frá yfirvöldum. Þau voru þó ekki handtekin fyrr en á síðasta ári. Búist er við því að aðal- meðferð gegn hjónunum standi fram í næstu viku. - sv Dönsk hjón handtekin fyrir hrottafengin níðingsverk og vanrækslu: Óhugnanlegt níð gegn níu börnum HROTTAFENGIÐ MÁL Danska lögreglan fékk fyrstu til- kynninguna um fjölskylduna árið 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI REYKINGABANN Í KÍNA Kínversk stjórnvöld hafa sett bann við reykingum á svæðum innandyra sem ætluð eru almenningi, en þessi maður er á ferli utandyra í Peking og því í fullum rétti. NORDICPHOTOS/AFP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.