Fréttablaðið - 30.04.2011, Page 36

Fréttablaðið - 30.04.2011, Page 36
Framkvæmdastjóri: Jónas Þ. Þórisson Margt smátt, 1. tbl. 23. árg. 2011 Ábyrgðarmaður: Bjarni Gíslason Prentvinnsla: Umbrot: Pipar/TBWA Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Í nýrri skýrslu Alþjóðabankans er fullyrt að hátt matvælaverð ógni hag fátækra um allan heim. Matvælaverð hefur hækkað um 36% frá því fyrir ári og fólki fyrir neðan fátæktarmörk fjölgað um 44 milljónir. Nú er talið að um einn milljarður jarðarbúa þjáist af vannæringu. Það er ekki hægt að líkja ástandinu á Íslandi við stöðu þeirra allra verst settu í heiminum. Hins vegar hefur síhækkandi matvælaverð, lágar bætur og atvinnuleysi í kjölfar efnahagshrunsins gert það að verkum að þúsundir fjölskyldna á Íslandi berjast nú í bökkum. Áhyggjur af framfærslu og velferð barnanna er mörgum þung byrði. Að leita til hjálparstofnana eftir brýnustu nauðsynjum eru þung spor fyrir flesta en hvað leggur fólk ekki á sig fyrir börnin sín. Hlustum á fólk Til að geta metið og mætt þörf hvers og eins sem til Hjálparstarfsins leitar, þurfum við að hlusta á fólk og bregðast við. Þess vegna er innanlandshjálp Hjálparstarfs kirkjunnar undir faglegri stjórn félags- ráðgjafa. Allir sem til okkar leita byrja á að fara í viðtal til þeirra. Auk mataraðstoðar hefur margvísleg aðstoð verið veitt, eftir aðstæðum hvers og eins. Má nefna stuðning vegna skólagöngu og tómstunda barna, vegna náms framhaldsskólanema, vegna óvænts lyfja- og lækniskostnaðar, vegna starfsþjálfunar og menntunar ungra mæðra. Einnig er fötum úthlutað einu sinni í viku. Þannig hefur aðstoðin verið einstaklingsmiðuð og veitt til að auka möguleika fólks á að hjálpa sér sjálft. Bregðumst við; inneignarkort og meiri ráðgjöf Síðasta haust varð nokkur umræða um tilhögun matarúthlutunar og biðraðir í því samhengi. Þær skoðanir urðu háværar að rétt væri að þeir sem þyrftu á mataraðstoð að halda ættu sjálfir að geta valið sinn mat. Þær falla að faglegum sjónarmiðum Hjálparstarfsins en bremsan hefur verið hversu miklu meiri kostnaður fylgdi þeim. Eftir nákvæmt mat á stöðunni, ákvað Hjálparstarf kirkjunnar að gera róttækar breytingar á starfsaðferðum sínum. Frá 1. maí verða tekin upp inneignarkort í stað matargjafa í poka. Hópurinn sem fær kortin verður þó takmarkaður við barnafjölskyldur enda sýna rannsóknir að fátækt kemur verst niður á þeim. Með þessari takmörkun reisum við okkur ekki heldur hurðarás um öxl áður en við sjáum hversu mikið nýja kerfið mun kosta og hvernig það samræmist tekjum stofnunarinnar. En enginn mun fara bónleiður til búðar. Þeim sem ekki hafa börn á framfæri verður um mataraðstoð vísað á önnur samtök sem úthluta mat. Þar sem engin slík eru mun Hjálparstarfið einnig veita barnlausu fólki mataraðstoð. Og ekki má gleyma að öll önnur aðstoð verður veitt sem hingað til. Auk þess munum við bjóða upp á þá nýjung að veita fjárhagsráðgjöf og viðtöl við fjölskylduráðgjafa. Það mun svara brýnni þörf sem við höfum ekki getað sinnt sjálf. Fjármálaráðgjafi og fjölskylduráðgjafi munu hafa aðsetur í húsnæði okkar. Viltu styðja innanlandssöfnunina okkar? Sérstakri innanlandssöfnun hefur verið hleypt af stokkunum til að mæta auknum útgjöldum sem þessar breytingar kalla á. Geta landsmenn lagt henni lið með því að greiða valgreiðsluna frá okkur í heimbanka sínum. Það er von okkar að bæði fólk og fyrirtæki bregðist vel við. Með þinni hjálp munum við geta létt undir með mörgum. Fyrir hönd Hjálparstarfs kirkjunnar vil ég svo þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem hafa lagt matarbúri okkar lið í gegnum tíðina. Viljum ekki staðna (mynd: Þorkell Þorkelsson) Jónas Þ. Þórisson, framkvæmdastjóri 2 – Margt smátt ...
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.