Fréttablaðið - 30.04.2011, Page 40

Fréttablaðið - 30.04.2011, Page 40
Skólinn er að byrja. Hestanámskeið er að baki, hjólatúrar, leikjanámskeið og sumarbúðirnar. Nú eru það nýjar stílabækur, möppur, fallegir blýantar og penna- veski. Líka nýju skólafötin. Allt er slitið frá í fyrra eða orðið of lítið. Sumir fá að velja þetta úti í búð. Aðrir koma til Hjálparstarfs kirkjunnar. Notað og nýtt alltaf hagsýn Efnalitlir foreldrar skila til Hjálparstarfsins gögnum um tekjur sínar og gjöld. Ef afgangurinn er ekki meiri en viðmið umboðsmanns skuldara segir til um, þá hlaupum við undir bagga. Börn eiga ekki að gjalda þess að eiga efnalitla foreldra. Ekki varðandi skólagöngu og lágmarks, þroskandi tómstundir. Hjálparstarf kirkjunnar setur barnafólk í forgang og hefur opnað fjölda leiða til að styðja það. Útgjöld vegna skóla byrjunar, samkvæmt innkaupa- listum skólanna, greiðum við með inneignarkortum. Stundum eigum við gjafir frá fyrirtækjum svo sem stílabækur og skólatöskur og nýtum það. Stundum vantar börn gleraugu, lesgreiningu og fleira sem foreldrum getur reynst ógerningur að öngla saman fyrir. Það er skrítið til þess að hugsa að barn sem þarf gleraugu, fái þau ekki. Hjálparstarfið hjálpar við þessar aðstæður. Það sem við ekki eigum á fatalager okkar fyrir börn í skóla, hjálpum við foreldrum að kaupa með inneignarkorti frá okkur. Á lagernum eru notuð föt sem almenningur og stundum verslanir, hafa gefið. 13–20 manns koma í viku hverri að fá föt á sig og fjölskyldur sínar. Verndum börnin Til þess að börn finni sem minnst fyrir kreppunni fórum við út í að styrkja tómstundir þeirra yfir veturinn. Við höfðum þá í nokkur ár kostað börn á námskeið og í sumarbúðir eða keypt hjól, bretti og annað sem tengist sumrinu. Börnin fá að velja. Það er mikilvægt. Það eru ekki allir „í boltanum“. Það er ekki alveg ókeypis að vera í barnaskóla á Íslandi og það sem þarf að greiða er bara of mikið fyrir suma. Skólinn og tómstundirnar ekki gefins Hjálparstarf kirkjunnar styður skólagöngu barna efnalitilla foreldra. Vetur og sumur greiðir Hjálparstarfið fyrir tómstundir, sumargjafir og sumarnámskeið. (mynd: Þorkell Þorkelsson) 6 – Margt smátt ... Malaría, ormasýkingar, berklar, kvefpestir og jafnvel alnæmi. Nóg er af sjúkdómum í veröldinni en fáir vekja ugg í brjósti okkar Vesturlandabúa. Það eru til lyf við öllu – eða svo til. Ef ekki, þá dugar oft hvíld við gott atlæti í nokkra daga. Við erum löngu komin út úr raunveruleika fátækari þjóða sem þekkja það að komast ekki til læknis, eiga ekki fyrir lyfjum og geta ómögulega tekið sér hvíld frá verki, því þá verður enginn matur á borðum. EÐA HVAÐ? „Taktu eitthvað við því“ Já, eða hvað? Getum við verið óttalaus gagnvart sjúkdómum? Ekki allir. Unnvörpum leitar fólk aðstoðar Hjálparstarfsins til að kaupa lyf. Fólk sem fær ekki þá læknisþjónustu sem það þarf, fær ekki lyfin sem lækna og lina þjáningar, fær ekki þau lífsgæði sem það ætti að njóta af því það á ekki fyrir þeim. Þessa stöðu hafa félagsráðgjafar okkar sannreynt með því að fara yfir gögn um tekjur og útgjöld allra sem fá aðstoð hjá Hjálparstarfinu. Þau ólíkindi gerast að jafnvel er hringt til Hjálparstarfsins frá sjúkrahúsum og stofnunin beðin um að greiða lyf svo hægt sé að útskrifa sjúkling. Myndi „HALLÓ!!“ eiga við hér? Neyðaraðstoð með lyf Hjálparstarfið reynir að bæta úr mestu neyðinni. Á síðasta ári fengu 240 einstaklingar lyfjaaðstoð fyrir 830.000 kr. Fleiri hefðu þurft aðstoð en við verðum að takmarka útgjöldin. Við greiðum til dæmis ekki lyf sem hægt er að selja á götunni. Við getum ekki borgað lyf sem fólk notar að staðaldri, jafnvel hjartalyf eða önnur lífsnauðsynleg lyf. Hjálparstarf kirkjunnar getur, fjár - hagsins vegna, aðeins greitt lyf sem fólk þarf óvænt á að halda vegna skyndilegrar uppákomu. Annað verðum við að telja til fyrirsjáanlegra útgjalda og við veitum neyðaraðstoð. Hvað segja þessar nöturlegu reglur um kjör svo margra? Þær segja þann einfalda sannleika að á meðal okkar er fólk sem þarf verulega að óttast um heilsu sína af því það hefur ekki aðgang að læknisþjónustu. Gætir þú sagt nei? Þetta er harðneskjulegt, ekki síst þegar börn eiga í hlut. Stöku sinnum förum við út fyrir rammann. Stundum er bara ekki hægt að segja nei. En eiga hlutirnir að vera svona? Hvernig samfélag viljum við byggja? Þú getur hjálpað okkur, þar til kerfið breytist og samfélagið axlar þessa ábyrgð að fullu. Smelltu á valkröfuna frá okkur í heimabankanum þínum. Andvirðið rennur allt til innanlandsaðstoðar. Erum við ónæm? (mynd: Þorkell Þorkelsson)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.