Fréttablaðið - 30.04.2011, Side 88

Fréttablaðið - 30.04.2011, Side 88
30. apríl 2011 LAUGARDAGUR64 folk@frettabladid.is Þegar maður túrar með svona strákum getur ekkert gengið fram af manni eftir það. STORME WHITBY-GRUBB SÝNINGARTÆKI, SKILAVARA OG ÚTLITSGÖ LLUÐ TÆKI Á MIKIÐ LÆKKUÐU VERÐI. KOMDU OG GERÐU GÓÐ KAUP LAGERHREINSUN Í SKEIFUNNI LAUGARDAG OG SUNNUDA G Storme Withy-Grubb frá Englandi tekur þátt í fræðslukvöldi Útóns á þriðjudaginn. Hún hefur skipulagt tónleikaferðir með frægum hljómsveit- um á borð við Bloc Party, Kaiser Chiefs, CSS og hina íslensku Mínus. Hin þrítuga Storme Whitby-Grubb frá Englandi tekur þátt í fræðslu- kvöldi Útóns, útflutningsskrif- stofu íslenskrar tónlistar, á þriðju- dagskvöld þar sem hún ræðir um reynslu sína af skipulagningu tón- leikaferðalaga með hljómsveitum á borð við Kaiser Chiefs, CSS, The Datsuns, We Are Scient- ists og Mínus. Auk þess var hún framkvæmda- stjóri Bloc Party á tón- leikaferð hennar um heiminn 2007. Storme hóf feril sinn árið 1999 hjá þáverandi útgáfufyrirtæki Sigur Rósar, hinu enska Fat Cat Records. Árið eftir flutti hún til Íslands og gerð- ist aðstoðarkona Sigur Rósar og starfaði hjá Smekkleysu. „Ég var nítján ára og vildi ekki lengur búa hjá mömmu. Ég bað um að fá að fara til Íslands og þeir samþykktu það,“ segir Storme um stjórn- endur Fat Cat Records. „Ég var í hlutastarfi hjá Smekkleysu í lítilli skrifstofu við Klapparstíg og þar var alveg frábært. Á meðan vinir mínir voru á fullu í háskólanámi bjó ég í Reykjavík, hékk á Kaffi- tári og drakk kaffi flesta daga,“ segir hún og hlær. Storme stjórnaði einnig kynn- ingarmálum fyrir Airwaves- hátíðina í tvö ár. Árið 2002 flutti hún aftur heim til London. Fyrsta tónleikaferðalag hennar var með múm þar sem hún seldi ýmsan varning fyrir hljómsveitina. Að því loknu fór hún á tónleikaferð- ir með Yeah Yeah Yeahs, Inter- pol og The Rapture og seldi fyrir þær varning. Árið 2002 skipulagði hún sína fyrstu tónleika- ferð, þar sem rokkar- arnir í Mínus voru skjól- stæðingar hennar, en hún hafði áður starfað fyrir þá hjá Smekkleysu. „Ég lifði það af og er því enn hér til að segja sögu mína,“ segir hún hlæjandi en Mínus-liðar skemmtu sér vel í ferð- inni. „Ég lærði mikið á þessari ferð. Þeir höfðu ekki farið í tónleikaferð um Bretland áður og ég hafði ekki stjórnað tónleikaferð áður. Ég var 21 árs og varð að standa á eigin fótum á hverjum einasta degi. Þegar maður túrar með svona strákum getur ekkert gengið fram af manni eftir það.“ Fyrir tveimur árum fékk Storme leið á tónleikaferðalögum eftir sjö ára keyrslu og vildi prófa eitt- hvað nýtt. „Ég vildi ekki vera sex- tug kona á túr með engin börn og engan mann. Það hljómar sem andfeminískt viðhorf en jafnvel stjórnsöm viðskiptakona eins og ég þarf stundum ást í líf sitt.“ Hún stofnaði fyrirtækið Little Touring, sem hefur vaxið hratt að undan- förnu. „Ég vildi stjórna tónleika- ferðum með smærri hljómsveit- um heiman frá mér og eitt fyrsta bandið var For a Minor Reflection. Kúnnunum fjölgaði mjög fljótt og fyrirtækið stækkaði. Núna vinna þar fjórir til fimm starfsmenn og 25 manna hópur er einnig á víð og dreif á tónleikaferðum.“ Á meðal hljómsveita sem eru á mála hjá Little Touring eru CSS, Noah and the Whale og The Horrors. Storme hlakkar til að koma til Íslands og taka þátt í Fræðslukvöldi Útóns í Norræna húsinu á þriðjudagskvöld. „Vonandi verða þarna kunnugleg andlit og ef einhver vill fá góð ráð eða einhverja hjálp verð ég til stað- ar.“ freyr@frettabladid.is Lifði af tímann með Mínus SKIPULEGGUR TÓNLEIKAFERÐIR Storme Whitby-Grubb hefur skipulagt tónleikaferðir fyrir margar frægar hljómsveitir. 24 STUNDA samfélagsþjónusta þykir næg refsing fyrir Gossip Girl stjörnuna Chase Crawford. Hann var handtekinn í júní í fyrra með marijúana og þykir sleppa vel. Meryl Streep losnar ekki svo auðveldlega við hlutverk sitt í söng-og dansmyndinni Mamma Mia sem varð algjört fyrirbæri í kvikmyndahúsum víða um heim. Þetta segir mótleikari hennar, Richard E. Grant, en þau leika saman í kvikmyndinni Iron Lady sem fjallar um breska forsætis- ráðherrann Margréti Thatcher. Grant segir í samtali við Daily Mail að þegar hann og Streep voru að leika í alvarlegum senum hafi Streep nýtt tækifærið þegar stundarfriður gafst og raul- að fyrir hann lög Abba-flokks- ins. „Það var eitthvað verulega skondið við að sjá hana í hlut- verki Thatcher að syngja Abba- lög,“ segir Grant í samtali við Daily Mail. Syngur Abba á tökustað SÖNGKONA Meryl Streep á það til að bresta í söng á tökustað og bregður þá yfirleitt fyrir sig Abba-lögum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.