Fréttablaðið - 30.04.2011, Page 90

Fréttablaðið - 30.04.2011, Page 90
30. apríl 2011 LAUGARDAGUR66 Leikkonan January Jones, sem sló í gegn í sjónvarpsþáttunum Mad Men, á von á sínu fyrsta barni. Leikkonan vill þó ekki gefa upp faðerni barnsins. „January á von á sínu fyrsta barni nú í haust. Hún hlakkar mikið til þessa nýja kafla í lífi sínu og að takast á við móðurhlut- verkið,“ stóð í tilkynningu frá talsmanni hennar. Jones átti í stuttu sambandi við giftan kokk um mitt síðasta ár auk þess að hafa átt í sam- bandi við gamanleikarann Jason Sudeikis, sem er hvað þekkt- astur fyrir leik sinn í þáttunum Saturday Night Live. Sambandi Jones og Sudeikis lauk í desemb- er í fyrra. Ólétt stjarna ÓLÉTT January Jones á von á sínu fyrsta barni í haust. NORDICPHOTOS/GETTY Isaac Brock og félagar í hljóm- sveitinni Modest Mouse vinna nú að fimmtu breiðskífu sinni. Á meðal þeirra sem hafa unnið með hljóm- sveitinni í hljóðverinu er rapparinn Big Boi úr OutKast-dúettinum, en ekki liggur fyrir hvað hann hefur fram að færa. Big Boi greindi frá þessu á Twitter- síðu sinni og bætti við að meðlimir Modest Mouse væru svölustu kettir allra tíma (e. coolest cats ever). Útkoman verður eflaust forvitni- leg, en Modest Mouse gaf síðast út plötu árið 2007, en það var hin ágæta We Were Dead Before the Ship Even Sank. Óvíst er hvenær nýja platan kemur út. Big Boi með Modest Mouse ÓLÍKIR LISTAMENN Big Boi og drengirnir í Modest Mouse eiga fátt sameiginlegt. Breski leikarinn Ray Winstone segist ekki sjá eftir því að hafa hafnað hlutverki í bandarísku sjónvarpsþáttaröðinni The Wire. Því hefur verið haldið fram að þættirnir séu meðal þeirra bestu sem framleiddir hafa verið í bandarísku sjónvarpi og jafn- vel borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, setti það sem skilyrði fyrir meirihlutaviðræðum að við- komandi oddviti hefði horft á allar þáttaraðirnar. Winstone, sem yfirleitt leikur mikla harðhausa, sagðist ekki geta hugsað sér að vera fjar- verandi frá fjölskyldu sinni í svona langan tíma. „Ef ég hefði verið ungur hefði ég velt þessu fyrir mér, að flytja til Ameríku. Mér bauðst hlutverk í The Wire og það var sennilega best fyrir alla að ég hafnaði því. Stelpurn- ar mínar voru bara á viðkvæm- um aldri og ég hefði aldrei getað hugsað mér að vera frá þeim í sjö mánuði eins og tökuplanið gerði ráð fyrir.“ Sér ekki eftir The Wire FJÖLSKYLDU- MAÐUR Ray Winstone hafnaði hlutverki í The Wire til að geta verið með fjölskyldu sinni. Glamúrfyrirsætan Katie Price er stödd í Argentínu þar sem hún nýtur lífsins með nýjum kærasta. Price er þó dugleg að fylgjast með gangi mála heima á Englandi og gagnrýndi fyrrverandi eigin- mann sinn, Peter Andre, fyrir að leyfa börnum þeirra að koma fram í sjónvarpsþætti hans. Price tjáði óánægju sína á Twitter-síðu sinni. „Ég heyrði að einhver væri aftur að nota börnin mín í sjónvarps- þættinum sínum. Ætli þessi þátt- ur væri jafn vinsæll ef ekki væri fyrir börnin? Ég velti því einn- ig fyrir mér hvort þau fái borgað fyrir þátttöku sína í sjónvarpsþætt- inum?“ skrifaði Price á síðu sína. Reið út í Andre ÓSÁTT Katie Price er enn og aftur ósátt við fyrrverandi eiginmann sinn, Peter Andre. NORDICPHOTOS/GETTY
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.