Fréttablaðið - 30.04.2011, Page 94

Fréttablaðið - 30.04.2011, Page 94
30. apríl 2011 LAUGARDAGUR70 sport@frettabladid.is SIGURÐUR INGIMUNDARSON skrifaði í gær undir tveggja ára samning um að þjálfa karlalið Keflavíkur. Þetta verður í þriðja sinn sem Sigurður tekur við karlaliði Keflavíkur en þjálfaði liðið einnig frá 1997 til 2003 og frá 2004 til 2008. Sigurður hefur gert Keflvíkinga fimm sinnum að Íslandsmeisturum, síðast árið 2008, en liðið varð Íslandsmeistari á hans fyrsta tímabili með liðið bæði 1996-97 og 2004-2005. Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins Grand Hóteli 12. og 13. maí 2011 Vorráðstefna XXVI Fimmtudagur 12. maí Fundarstjóri: Ingólfur Einarsson, barnalæknir. 8:30-9:00 Skráning og afhending gagna. 9:00-9:10 Setning. 9:10-9:45 Meðferð persónuupplýsinga – hvað ber að varast? Vigdís Eva Líndal, lögfræðingur hjá Persónuvernd. 9:45-10:20 Trúnaður við skjólstæðinga og barnavernd - hvað ræður för? Hrefna Friðriksdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. 10:50-11:25 Mannauður í þjónustu við fatlað fólk – þekking, þjálfun, líðan. Sólveig Steinsson, þroskaþjálfi hjá fjölskyldusviði Garðabæjar og Kristrún Sigurjónsdóttir, þroskaþjálfi hjá Borgarbyggð. 11:25-12:00 Samskipti á vinnustað – hlutverk handleiðslu. Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur hjá Líf og sál. 13:00-15:00 Málstofur: Frá greiningu til íhlutunar. Málstofa A: Sjá nánar á www.greining.is Snemmtæk íhlutun – notkun færnimiðaðra matstækja Kynntar verða leiðir til að þróa einstaklingsmiðaðar námskrár út frá færnimiðuðum matstækjum fyrir börn á leikskólaaldri. Málstofa B: Sjá nánar á www.greining.is Að lesa úr niðurstöðum og nýta til gagns. Kynntar verða leiðir til að vinna með niðurstöður greininga til hagsbóta fyrir börn með þroskaraskanir á grunnskólaaldri. 15:20-16:00 Þroska- og hegðunarvandamál barna á skólaaldri – næstum því „normal“. Laufey Ýr Sigurðardóttir, barnalæknir hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð. Föstudagur 13. maí Fundarstjóri: Guðrún Þorsteinsdóttir, félagsráðgjafi. 9:00- 9:35 Fjölskyldur innflytjenda – samskipti í ljósi ólíkrar menningar. Hrefna Magnúsdóttir, þroskaþjálfi hjá Fjölmenningarsetri. 9:35-10:10 Hver er í fjölskyldunni – börnin mín, börnin þín og hvað með fyrrverandi? Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi hjá Stjúptengsl. 10:40-11:20 Flækjustig í þjónustu við fatlað fólk og leiðsögn um kerfið. Halldór Gunnarsson, félagsráðgjafi hjá Borgarbyggð. 11:20-12:00 Valdefling foreldra – að berjast fyrir barnið sitt. Ásta Kristrún Ólafsdóttir, sálfræðingur og foreldri. 13:00-15:00 Málstofur: Kynningar á rannsóknar- og þróunar- verkefnum ásamt nýjungum í starfi á sviði fatlana barna. Málstofa A: Sjá nánar á www.greining.is Málstofa B: Sjá nánar á www.greining.is Kynningar á veggspjöldum í anddyri. Höfundar verða á staðnum 15:30-15:45 Ráðstefnulok – horft til framtíðar. Stefán J. Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar– og ráðgjafarstöðvar. Siðfræði og samstarf 25ára Skráning á www.greining.is eða í síma 510 8400.Þátttökugjald: 15.000 kr. fyrir fagfólk og 9.000 kr. fyrir aðstandendur og háskólanema á þessu fræðasviði. Skráningu lýkur 5. maí. Stærsti faglegi vettvangur þeirra sem tengjast börnum með þroskafrávik H 2 h ö n n u n N1 deild karla FH - Akureyri 28 - 26 (15 - 14) Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 8/2 (10/2), Baldvin Þorsteinsson 6 (8), Ólafur A. Guðmundsson 6 (11), Ólafur Gústafsson 3 (5), Halldór Guðjónsson 2 (2), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Örn Ingi Bjarkason 1 (5), Ari M. Þorgeirsson (2). Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 21/1 (47/3, 45%). Hraðaupphlaup: 5 (Baldvin 5). Fiskuð víti: 2 (Örn Ingi 1, Ari M. 1). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 12/2 (14/2), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (9), Bjarni Fritzson 4 (10/1), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Daníel Einarsson 1 (2), Jón Heiðar Sigurðsson (1), Hörður Fannar Sigþ.(1). Varin skot: Sveinbjörn Péturss. 14 (42/2, 33%). Hraðaupphlaup: 8 (Bjarni 2, Oddur 2, Hreinn Þór 1, Guðmundur Hólmar 1, Guðlaugur 1, Heimir Örn 1). Fiskuð víti: 3 (Hörður Fannar 2, Heimir Örn 1). Utan vallar: 10 mínútur. Lengjubikar kvenna í fótb. Þór/KA-Stjarnan 1-3 (1-0) Arna Sif Ásgrímsdóttir kom Þór/KA í 1-0 í leiknum en Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir jafnaði metin. Ashley Bares og Inga Birna Friðjónsdóttir bættu síðan við mörkum og tryggðu Stjörnunni sæti í úrslitaleiknum í annað skiptið á þremur árum. Sænski kvennafótboltinn Djurgården-Dalsjöfors 4-1(1-0) Dóra María Lárusdóttir skoraði fyrsta markið og lagði upp það síðasta. Dóra María var tekin út af á 80. mínútu eða strax eftir fjórða markið. Guðbjörg Gunnarsdóttir og Katrín Jónsdóttir léku hins vegar báðar allan leikinn en þær hafa allar þrjár verið í byrjunarliði Djurgården í fyrstu fjórum umferðunum. Þýski handboltinn Ahlen-Hamm-TuS N-Lübbecke 27-28 (10-15) Þórir Ólafsson skoraði tíu mörk fyrir TuS N-Lübbecke. Þórir skoraði sex af tíu mörkum sínum á vítalínunni en þetta var mjög mikilvægur sigur í fallbaráttunni. Einar Hólmgeirsson skoraði ekki í leiknum. ÚRSLITIN Í GÆR HANDBOLTI FH hefur 2-0 forystu í úrslitaeinvíginu gegn Akureyri um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sigur í kaflaskiptum og dramatískum leik í Kaplakrika í gær, 28-26. Óhætt er að segja að leikurinn hafi verið sérkennilegur þar sem að liðin skiptust á að stjórna leiknum og raða inn mörkunum. Hvorugu liðinu tókst þó að stinga af og reyndust lokamínúturnar því æsispennandi. Akureyringurinn Heimir Örn Árnason fékk tækifæri til að jafna leikinn þegar 20 sekúndur voru eftir en hann brenndi af í dauðafæri á línunni. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, hafði átt frábæran leik sem hafði sjálfsagt sitt að segja. FH skoraði síðasta markið á lokasekúndunni og tryggði sér þar með tveggja marka sigur. Atli Hilmarsson var þjálfari KA þegar að liðið lenti 2-0 undir í úrslitaeinvíginu gegn Val árið 2002 en vann á endanum titilinn eftir fræga rimmu. Hann þarf nú að framreiða aðra eins töfra og Oddur Gretarsson, langbesti leikmaður Akureyrar í gær, hefur trú á að það sé hægt. „Af hverju ekki? Við ætlum að mæta á æfingu á morgun, enn með hugann við það að við getum orðið Íslandsmeistarar. Við ætlum að byrja á því að vinna á sunnudag- inn,“ sagði Oddur sem skoraði tólf mörk úr fjórtán skotum í gær. FH-ingar byrjuðu vel í gær og komust yfir en þá tóku Akureyr- ingar við sér og jöfnuðu metin. Þetta var í raun saga leiksins og þannig gekk þetta allt til leiksloka. Varnarleikurinn var ekki til fyrir- myndar en markvarslan var ágæt, sérstaklega hjá heimamönnum þar sem Daníel Freyr Andrésson fór á kostum. Þjálfari hans, Einar Andri Einarsson, hrósaði honum eftir leikinn. „Hann hefur komið mjög sterk- ur inn eftir áramót og hann á hrós skilið. Hann hefur lagt mikið á sig og er að uppskera eftir það. Ég er virkilega stoltur af honum,“ sagði Einar Andri. FH-ingar byrjuðu einnig betur í seinni hálfleik en Akureyring- ar geta þakkað Oddi Gretarssyni fyrir að hafa hangið inn í leiknum því hann skoraði fimm af fyrstu sjö mörkum Norðlendinga í síð- ari hálfleik. En einn maður getur ekki axlað alla ábyrgðina og FH- ingar færðu sér það í nyt. Svo virtist sem þeir væru end- anlega að klára leikinn er FH var fjórum mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir. En, enn og aftur, snerist leikurinn við og Akureyri jafnaði metin. Loka- mínúturnar voru því æsispenn- andi og á endanum var það ein- skær óheppni sem fór langt með að ráða úrslitunum. „Þetta var svo sem ekki falleg- ur handbolti enda lokaúrslit og mikil harka í báðum þessum leikj- um,“ sagði Ólafur Guðmundsson sem skoraði tvö mikilvæg mörk fyrir FH á lokakaflanum í gær. „Við spiluðum vel á breiddina og ég held að það hafi fleytt okkur langt í dag. Við fengum sterka leikmenn inn af bekknum og það var afar dýrmætt fyrir okkur.“ Hann viðurkennir að FH-ing- ar áttu svo sem ekki von á því að komast strax 2-0 yfir í rimmunni. „Við fórum samt í báða leikina til að vinna. Við þurfum að byggja ofan á þetta og nú þurfum við að byrja upp á nýtt í næsta leik. Sá leikur byrjar líka í stöðunni 0-0.“ Ólafur veit einnig á hverju hann á von á Akureyri á morgun. „Akureyringar eru þekktir fyrir að gefast aldrei upp og það munu þeir ekki gera. Við munum þurfa að hafa mikið fyrir sigrinum en við ætlum okkur að klára þetta og ná titlinum.“ eirikur@frettabladid.is Atli þarf aftur að vinna þrjá sigra FH er komið í 2-0 í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta gegn Akureyri. Deildarmeistar- arnir eru komnir út í horn og þurfa að vinna næstu þrjá leiki til að koma titlinum til Akureyrar. ÚTLITIÐ ER EKKI BJART Oddur Gretarsson skoraði tólf mörk fyrir Akureyrarliðið í gær en það dugði þó ekki til og Örn Ingi Bjarkason og félagar í FH eru komnir í 2-0 og vantar aðeins einn sigur til viðbótar til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.