Fréttablaðið - 14.05.2011, Side 4

Fréttablaðið - 14.05.2011, Side 4
14. maí 2011 LAUGARDAGUR4 FYRIRTÆKI Íslenska gámafélagið og Vinnuföt eru fyrirtæki ársins, samkvæmt niðurstöðum könnun- ar VR. Þetta er annað árið í röð sem Íslenska gámafélagið ber af í hópi stærri fyrirtækja. Bæði fyrirtækin fengu hæstu einkunn í flokknum Ánægja og stolt. Niðurstöðurnar voru kynntar við hátíðlega athöfn í gær og tóku forsvarsmenn fyrirtækjanna við viðurkenningum í tilefni af þeim. Þetta er fimmtánda árið sem VR velur fyrirtæki ársins. Félags- menn VR, sem eru ríflega tutt- ugu þúsund talsins, velja þau auk tæplega þrjú þúsund annarra starfsmanna á almennum vinnu- markaði. Í flokki stærri fyrirtækja er Nýherji hástökkvari ársins. Fyrir- tækið er í 17. sæti í ár en var í því 91. í fyrra. Dynjandi er hástökkv- arinn í flokki minni fyrirtækja; það fer úr 192. sæti í fyrra í 56. Hæstu einkunn fengu bæði fyrir- tækin fyrir sveigjanleika í vinnu. Í nýútkomnu tölublaði VR-blaðs- ins kemur fram að einkunnir fyrir þá þætti sem spurt var um í könn- un VR hafi ýmist staðið í stað eða lækkað á milli ára. Mest var lækk- unin þar sem spurt var um launa- kjör. Þær einkunnir hafa ekki verið lægri síðan árið 2002. Ein- kunn fyrir trúverðugleika stjórn- enda lækkar sömuleiðis mikið, að því er segir í blaðinu. - jab Íslenska gámafélagið og Vinnuföt eru fyrirtæki ársins samkvæmt niðurstöðu árlegrar könnunar VR: Launakjör ekki verið verri frá 2002 Tíu efstu fyrirtækin í ár Stærri fyrirtæki Minni fyrirtæki 1. Íslenska gámafélagið 1. Vinnuföt 2. Johan Rönning 2. Podium Imports 3. Securitas 3. Sigurborg 4. Betware á Íslandi 4. Miracle 5. Logos 5. Gróco 6. Maritech 6. Spölur 7. Prentsmiðjan Oddi 7. Kjarnavörur 8. VÍS 8. Beiersdorf 9. 1912 samstæðan 9. Danica sjávarafurðir 10. Parlogis 10. Sæmark FRÁ Í FYRRA Margt skemmtilegt bar fyrir augu á fjölmenningardeginum í fyrra. MENNING Fjölmenningardagur- inn verður haldinn hátíðlegur í Reykjavík í dag. Er hugmyndin að fagna þeirri fjölbreyttu menn- ingu sem borgarsamfélagið býður upp á. Jón Gnarr borgarstjóri setur hátíðina við Hallgrímskirkju klukkan 13 og í kjölfarið fer fjöl- þjóðleg skrúðganga af stað í átt að Ráðhúsinu. Þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fram eftir degi. Má þar nefna dans- atriði frá Perú, Búlgaríu og Taílandi og barnakór frá Litháen. Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar hefur séð um skipulagningu hátíðarhaldanna í samstarfi við samtökin Sam- hljómur menningarheima. - mþl Fjölbreytt dagskrá í Reykjavík: Fjölmenningu fagnað í dag UTANRÍKISMÁL Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra hefur skorað á ísraelsk yfirvöld að leysa þegar í stað skattfé Palest- ínumanna til palestínskra stjórnvalda. Það kemur fram í frétt á vef ráðu- neytisins. Þar segir einn- ig að Ísraelar hafi fryst sem nemur tíu millj- örðum króna af sköttum og tollum sem þeir safna fyrir hönd Palestínumanna, í kjölfar sam- komulags um sameiginlega bráða- birgðastjórn Hamas og Fatah. Utanríkisráðherra segir við- brögð ísraelskra stjórnvalda „ein- hliða og ólögleg“ og auka þjáning- ar palestínsks almennings. -þj Erfitt ástand í Palestínu: Segir viðbrögð Ísraela ólögleg ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON TAÍLAND Skordýraeitur kann að hafa valdið dauða sjö manns á hóteli í Chiang Mai í Taílandi. Í febrúar síðastliðnum lést ferðamaður frá Nýja-Sjálandi á hótelinu en herbergisfélagar hans veiktust. Sérfræðingur Samein- uðu þjóðanna sagði í sjónvarpsvið- tali að sennilega hefði ferðamað- urinn látist eftir að hafa andað að sér eitri gegn veggjalús og kakka- lökkum sem úðað hefði verið í of stórum skammti. Blaðamenn, dulbúnir sem ferða- menn, fengu aðgang að herberg- inu þremur mánuðum eftir andlát ferðamannsins og tóku sýni sem reyndust vera leifar af skordýra- eitri. Alls hafa sjö látist á hótelinu. - ibs Ferðamenn deyja á hóteli: Skordýraeitur möguleg orsök Gjafmildi MND félagsins MND félagið hefur fært sjúkraþjálfun á Landspítalanum Fossvogi hljóð- bylgjutæki að gjöf. Guðjón Sigurðs- son, formaður félagsins, afhenti gjöfina í fyrradag. SAMFÉLAGSMÁL VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 23° 24° 22° 13° 22° 20° 15° 15° 21° 15° 26° 19° 33° 13° 16° 16° 14°Á MORGUN 4-7 m/s . MÁNUDAGUR 2-7 m/s. 5 7 7 5 8 10 9 7 9 7 2 2 2 2 5 4 3 6 8 3 6 8 6 7 8 78 1 5 7 6 7 EURO-SKÚRIR Skúrir verða víða um land í kvöld og nótt, þó einna mest á Vestur- landi. Vindur verður fremur hægur. Léttir til er líður á morgundaginn. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður SJÁVARÚTVEGUR Allt að helmingur aflaheimilda þorsks á hverju fisk- veiðiári, umfram 160.000 tonn, gæti runnið í svokallað pottakerfi sem ráðherra ráðstafar árlega ef nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða verður afgreitt óbreytt. Í frumvarp- inu, sem Frétta- blaðið hefur u nd i r hönd- um, er úthlut- uðum fiskafla skipt niður í tvo f lokka. Ann- ars vegar er um að ræða samn- ingsbundin nýtingarleyfi á afla- heimildum og hins vegar afla sem er úthlutað án samninga úr fimm pottum. Undir því er strandveiði- pottur, byggðapottur, leigupottur, línuívilnunarpottur og bótapottur. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að ef leyfilegur heildarafli þorsks fari yfir 160.000 tonn verði 55 prósent sett í fyrri flokkinn og úthlutað með nýtingarsamningum, en 45 prósent fara í pottakerfið. Hlutfallið breytist í 50 prósent á hvorn flokk ef leyfi- legur heildarafli fer yfir meðaltal fiskveiðiáranna 1990-91 til 2010-11, sem eru um 200.000 tonn. Þá verður lengd nýtingarsamn- inga að hámarki fimmtán ár en má framlengja um átta ár til viðbótar, og veiðigjald sem innheimt verður samkvæmt þeim samningum tvö- faldast. Fer úr 9,5 prósentum af aflaverðmæti upp í 19. Veðsetning aflaheimilda verður bönnuð og framsal verulega tak- Allt að helmingur af umframkvóta í potta Samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnar um stjórn fiskveiða verður drjúgum hluta af þorskaflaheimildum umfram 160.000 tonn úthlutað úr pottum af ráðherra. Í frumvarpinu er boðuð þjóðnýting og eignaupptaka, segir formaður LÍÚ. „Þetta er ekkert annað en þjóðnýting og eignaupptaka,“ segir Adolf Guð- mundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), eftir kynningu á frumvarpinu í gær. „Það er verið að taka alla uppbyggingu og eyðileggja alla framlegð í greininni.“ Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga segir að leita eigi leiða til að tryggja sjávarútveginum „góð rekstrarskilyrði“. Adolf segir ljóst að það sé ekki gert í þessu frumvarpi, þetta skilyrði kjarasamninga sé brostið. - bj Boða þjóðnýtingu og eignaupptöku BREYTINGAR FRAM UNDAN Nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða gerir meðal annars ráð fyrir að talsverðum hluta aflaheimilda í helstu tegundum verði úthlutað í gegnum pottakerfi. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR ADOLF GUÐMUNDSON markað, verði frumvarpið að veru- leika. Enn verður leyfilegt að færa heimildir milli skipa í eigu sama aðila, en milli tveggja ótengdra aðila er aðeins leyfilegt að skiptast á heimildum og sé þá um að ræða jöfn skipti ef talið er í þorskígildum. Þá kveður ein grein frumvarps- ins á um að ráðherra hafi 12.000 tonn af botnfiski til ráðstöfunar á hverju fiskveiðiári. Það sé bæði til að mæta áföllum ef verulegar breyt- ingar verða á aflamarki einstakra tegunda og hins vegar með tilliti til byggðasjónarmiða. thorgils@frettabladid.is GENGIÐ 13.05.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,9328 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,48 115,02 186,08 186,98 163,5 164,42 21,926 22,054 20,876 20,998 18,196 18,302 1,4188 1,4270 182,47 183,55 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Icecold silfurhringur kr. 16.800 LOKKANDI ÚTSKRIFTARGJAFIR HJÁ JÓNI OG ÓSKARI www.jonogoskar.is LAUGAVEGUR / SMÁRALIND / KRINGLAN Icecold silfurermahnappar kr. 12.500
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.