Fréttablaðið - 14.05.2011, Side 86

Fréttablaðið - 14.05.2011, Side 86
14. maí 2011 LAUGARDAGUR42 HORNSTEINN Langþráð skref var stigið í vikunni þegar hornsteinn var lagður að fyrstu rússnesku rétttrúnaðar- kirkjunni á Íslandi milli Nýlendu- og Mýrargötu og fyrsti steinninn blessaður. Biskup kirkjunnar og prestar önnuðust athöfnina að viðstöddum, meðal annarra, forseta Íslands, biskupi Íslands og biskupi kaþólskra. Sjónarhorn Ljósmynd: Valgarður Gíslason Fyrir réttum 46 árum, 14. maí árið 1955, var Varsjárbandalagið stofnað formlega. Þar var um að ræða varnarsamstarf Sovétríkjanna og sjö annarra Austur-Evrópuríkja, Búlgaríu, Ungverjalands, Austur-Þýskalands, Póllands, Albaníu, Tékkóslóvakíu og Rúmeníu. Ríkin höfðu í raun verið undir áhrifavaldi Sovétríkjanna allt frá stríðs- lokum, en þegar Vestur-Þýskaland gekk í Atlantshafsbandalagið, NATO, árið 1955, brugðist Sovétríkin við með þessum hætti. Samningurinn var undirritaður í Varsjá í Póllandi, eins og gefur að skilja, og bar yfirskriftina: „Samningur um vináttu, samvinnu og gagn- kvæma aðstoð.“ Höfuðstöðvar bandalagsins voru þó staðsettar í Moskvu. Í inngangi samningsins segir að aðild V-Þýskalands að NATO „auki hættu á nýju stríði og ógni þjóðaröryggi friðelskandi ríkja“. Ekki er hægt að segja að lognmolla hafi ríkt í þessum félagsskap, enda brugðust Sovétmenn harkalega við öllu andófi innan bandalagsins. Aðeins ári eftir stofnun þess sagði ríkisstjórn Imre Nagy í Ungverja- landi sig frá aðild sem leiddi til þess að sovéski herinn réðist inn í landið, setti stjórnina af og tók Nagy af lífi tveimur árum síðar. Árið 1962 var Albanía rekin úr bandalaginu eftir að hafa bundist Kína of nánum böndum. Þótti albönskum stjórnvöldum sem Nikita Krútsjoff, leiðtogi Sovétríkjanna, væri búinn að snúa baki við hreinræktaðri marx- ískri hugmyndafræði og voru þeir þess vegna settir út af sakramentinu. Sex árum síðar fór að örla á umbótavilja í lýðræðisátt í Tékkóslóvakíu. Við það tóku hin bandalagsríkin sig saman og börðu niður anstöðu með vopnavaldi. Eftir því sem leið á níunda áratuginn fór hins vegar að fjara undan Varsjárbandalaginu með breyttri stefnu stjórnvalda í Moskvu og frelsis- öldunni sem reið yfir Austur-Evrópu á árunum 1989 til 1991. Austur-Þýskaland gekk úr bandalaginu þegar það sameinaðist vestur- hlutanum árið 1990 og eftir það gekk hvert ríkið af öðru úr skaftinu. Í mars árið 1991 var hernaðararmur bandalagsins lagður niður og í júlí sama ár markaði síðasti fundurinn endalok bandalagsins og í raun Kalda stríðsins. - þj Heimildir: History.com og Wikipedia Í ÞÁ TÍÐ: Árið 1955 Átakalínurnar skýrðust með stofnun Varsjárbandalagsins Varsjárbandalagið var stofnað á þessum degi árið 1955 sem mótvægi við aukin áhrif Atlantshafsbandalagsins í Evrópu. Það leið undir lok árið 1991. NÍKÍTA KRÚTSJOFF Leiðtogi Sovétríkjanna þegar Varsjár- bandalagið var stofnað árið 1955.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.