Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2011, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 14.05.2011, Qupperneq 34
14. maí 2011 LAUGARDAGUR34 Þ egar ég var ungling- ur þá þjáðist ég mjög af ofnæmi og astma, exemi og heymæði. Hún varð til þess að ég varð að hætta hestamennsku. Í kjölfarið fitnaði ég mikið, reyndar um tuttugu kíló,“ segir Lene Hansson sem er dansk- ur heilsuráðgjafi en nýverið kom út fyrsta bók hennar á íslensku, Létt- ara og betra líf. Átta vikna heilsu- áætlun Lene Hansson. „Ég fékk mikið af lyfjum til að stemma stigu við asmanum og ofnæminu en það hjálpaði mér ekki við að sigrast á kvillunum sem hrjáðu mig. Vegna aukakíló- anna var ég alltaf að leita að megr- unarkúr sem virkaði, en það gekk aldrei. Ég missti nokkur kíló en svo gafst ég alltaf upp á kúrun- um. Þangað til bókina Fit for life rak á fjörur mínar. Það er banda- rísk bók sem fjallar meðal annars um samsetningu á mat og gefur fólki þau ráð að borða bara ávexti fyrstu fjóra tíma dagsins. Það er skemmst frá því að segja að á þremur og hálfum mánuði missti ég 20 kíló og ofnæmið og exemið hvarf sömuleiðis,“ segir Lene sem í kjölfar þessarar reynslu ákvað að helga líf sitt heilsuráðgjöf en hún er meðal annars menntuð sem næringarráðgjafi. Hún starfaði lengi á vikuritinu Ude og hjemme og hefur skrifað fjölda bóka um mataræði og heilsu og gert sjón- varpsþætti í Danmörku. Bókin nýútkomna er hins vegar sú fyrsta sem kemur út í þýðingu og Lene ætlar sér enn stærri hluti á Íslandi. „Ég stefni á að opna heilsumiðstöð hér á landi í haust,“ segir Lene sem hefur reyndar margoft komið til Íslands, en stjúpa hennar Jóhanna Pálsdóttir er íslensk. Lene sem einnig rekur heilsu- miðstöð í Kaupmannahöfn hefur óbilandi trú á lækningarmætti matar og því að líkaminn geti læknað sig sjálfur hugi fólk að mataræðinu. „Mér tókst sjálfri að koma lagi á líkama minn með því að breyta um mataræði. Ég hef margoft hjálpað fólki til dæmis að lækka blóðþrýsting og losna við ofnæmi.“ Lene segir helsta vandamál í mataræði Vesturlandabúa vera að þeir bæði borði of mikið og svo borði þeir of mikið af rauðu kjöti, hvítu hveiti og sykri. Hún segir mennina geta lært ýmislegt af villtum dýrum. „Þau borða ekki of mikið og þau borða eina fæðuteg- und í einu. Við viljum alltaf blanda öllu saman, höldum alltaf að við fáum ekki nóg en endum með því að borða of mikið. Svo drekkum við mjólk ein spendýra eftir að móður- mjólkina þrýtur. Boðskapur mjólk- urframleiðenda byggist að miklu leyti á aldargömlum upplýsingum og óttanum á kalkskorti ef við fáum ekki mjólkurafurðir, í dag þekkj- um við fleiri leiðir til að ná í kalk,“ segir Lene sem segir sláandi hversu margir ofnæmissjúklingar sem hún hefur meðhöndlað lagist um leið og mjólkurvörur eru teknar út. Lene ráðleggur fólki að borða ávexti á morgnana, nema þeim sem eru sykursjúkir, og blanda ekki saman kolvetnaríkum mat eins og pasta og próteinríkum mat eins og fiski og kjöti og segir það auðvelda meltingu og bæta líðan. „Ávextir á morgnana slá á löng- unina í eitthvað óhollt er líður á daginn,“ segir Lene sem mælir með fjölbreyttri fæðu í hádegi og á kvöldin og ávöxtum og grænmeti á milli mála. „Það er óþarfi að vera öfgafullur en við verðum þó að taka ábyrgð á heilsu okkar,“ segir Lene sem segir eðlilegt að fólk leyfi sér meira um helgar en á virkum dögum. „Ég hef stundum sagt að það sem gerist um helgar ráði ekki úrslitum um heilsu okkar og líðan, heldur það hvernig mat við borðum hina fimm daga vikunnar.“ Mataræðið bætti heilsuna Lene Hansson þjáðist af ofnæmi, exemi og astma þegar hún var unglingur. Þegar hún breytti mataræði sínu þá hurfu allir kvillar og öll aukakíló fuku í leiðinni. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við danska heilsuráðgjafann sem stefnir á að opna heilsumiðstöð á Íslandi í haust. LENE HANSSON Er í íslenskri útrás, nýverið kom út bók eftir hana á íslensku og í haust stefnir hún á að opna heilsumiðstöð á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Svaraðu eftirfarandi spurningum með jái eða nei: ➜ Reykir þú? ➜ Drekkurðu innan við tvo lítra af vatni á dag? ➜ Borðarðu kjöt í kvöldmatinn oftar en þrisvar í viku? ➜ Ertu meira en 15% yfir kjör- þyngd þinni? ➜ Stundarðu hreyfingu í innan við 30 mínútur á dag eða sjaldnar en þrisvar til fjórum sinnun í viku? ➜ Borðar þú færri en sex skammta af grænmeti og ávöxtum á dag? ➜ Lene Hansson segir í bók sinni að ef svarið er já oftar en einu sinni þá sé hætta á að nær- ingarþörfum líkamans sé ekki fullnægt. Nánari upplýsingar um Lene og starf hennar er að finna á heimasíð- unum www.lenehansson.dk og www. lenehansson.com HEILSUPRÓF 1 2 3 4 1. Kalkúnabollur 300 g kalkúnakjöt (eða kjúklingur), 2 msk. söxuð kóríanderlauf, 3 msk. kóríanderfræ grófmöluð, 1 skalott- laukur saxaður smátt, 1/2 hvítlauks- geiri saxaður smátt, 1 msk. dijon-sinn- ep, 1 tsk. rifin engiferrót, kryddsalt og pipar, ólífuolía til steikingar. Skerðu kalkún eða kjúkling smátt og hakkaðu í hakkavél eða matvinnsluvél. Blandaðu öllu saman við. Bollur mót- aðar úr farsinu og steiktar á pönnu í ólífuolíu þar til þær eru orðnar gullin- brúnar, eða í 7-10 mínútur samtals. Uppskriftir fyrir heilbrigðara líf* 2. Kræklingapottur 30 kræklingar (um 500 g), 2 hvítlauksgeirar, 4 skalottlaukar, 2 blaðlaukar, 3 gulrætur, lófafylli af skellujurt, ólífuolía, 1 tsk. nýrifin engiferrót, 1 msk. dijon-sinnep, 2 msk. sítrónusafi, 1/2 l vatn. Hreinsaðu og burstaðu kræklinginn. Skerðu grænmetið smátt. Settu hvítlauk og lak í stóran pott ásamt olíunni, láttu krauma í 1 mínútu og bættu öllu hinu í pottinn. Láttu allt sjóða við háan hita í nokkrar mínútur þar til skeljarnar hafa opnað sig. Hentu þeim sem ekki opnast. Stráðu ef vill söxuðum graslauk yfir kræklinginn áður en hann er borinn fram. 3. Rótargrænmetissalat með bökuðum kartöflum 200 g rauðrófur, 150 g sellerírót, safi úr 1/2 sítrónu, 1 msk. ólífuolía, 1 tsk. kryddsalt, nýmalaður pipar á hnífsoddi, 1 msk. dijon-sinnep, 2 hvítlauksgeirar, lófafylli af ítalskri steinselju, 2 bökunarkartöflur, 1 msk. ólífuolía, 1. tsk. kryddsalt. Sjóddu rauðrófurnar, kældu þær og skerðu í ræmur. Skerðu líka hráa sellerírót í ræmur og blandaðu saman við rauðrófuræmurnar í skál, ásamt sítrónusafa, ólífuolíu, kryddsalti, pipar, sinnepi, söxuðum hvítlauk og saxaðri steinselju. Penslaðu kartöflunrnar með ólífuolíu og stráðu kryddsalti á þær. Skerðu svo kross ofan í þær og bakaðu við 180 gráður í 35-40 mínútur. 4. Orkuríkt ávaxtasalat 2 kíví, 10 jarðarber, 1/2 papaja, 1 rautt epli, 1 msk. sesamfræ, 2 msk. brasilíuhnetur, 2 msk. kasjúhnetur Flysjaðu kívíin og skerðu í þunna báta. Skerðu jarðarberin í fjórðunga. Flysjaðu papajað, skafðu fræin úr því og skerðu það í teninga. Skerðu eplið í fjórðunga, kjarnhreinsaðu það og skerðu svo í litla bita. Blandaðu öllum ávöxtum saman í skál og stráðu léttristuðum sesam- fræjum og grófsöxuðum hnetum yfir. *úr bókinni Léttara og betra líf eftir Lene Hansson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.