Fréttablaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 14. maí 2011 19 Almenn verðtrygging inn- og útlána og launa var lögbund- in árið 1979. Með lagasetningunni var ætlunin að ná betri tökum á efnahagsmálum og verðbólgu. Fátt hefur þó verið umdeildara í íslensku efnahagslífi en verð- tryggingin. Kostir og gallar verðtryggingar Talið er að verðtrygging skapi hvata til útlána, ekki síst þegar eftirspurn eftir lánsfjármagni er mikil, þar sem lánveitandinn er varinn fyrir verðbólguskoti. Eftir efnahagsáfall skapar verð- trygging misvægi launa og lána, því lán halda sjálfkrafa verðgildi sínu án tillits til þess hvort laun og eignaverð halda í við verðbólg- una. Í hinu íslenska verðtryggða kerfi er verðbótaþáttur lengst af tekinn að láni og bætist sífellt við höfuðstól. Þetta fyrirkomulag dregur úr áhrifum peningamála- stefnunnar hvað varðar aðgerð- ir Seðlabankans til að draga úr verðbólgu. Fyrirkomulag verðtryggðra jafngreiðslulána tryggir léttari greiðslubyrði í upphafi, miðað við óverðtryggð lán. Ástæðan er að verðbætur eru ekki stað- greiddar með vaxtagreiðslunni heldur bætast við höfuðstól láns- ins. Þær dreifast yfir allan láns- tímann og greiðslubyrði verður jafnari, en jafnframt hækkandi lengst af. Léttari greiðslubyrði verðtryggðra lána fyrstu árin hvetur því til skuldsetningar og dregur úr eignamyndun. Þrátt fyrir þessa „kosti“ eða eiginleika verðtryggðra lána er breytt fyrirkomulag verðtrygg- ingar nauðsynlegt til að koma á meiri stöðugleika. Koma verð- ur á umbótum sem tryggja að allir hafi sameiginlega ábyrgð og hagsmuni af lágri verðbólgu, auka skilvirkni efnahagsstjórnar, og auka fræðslu um neytendalán. Á sama tíma getum við ekki litið fram hjá því að fjöldi heimila er í greiðsluerfiðleikum og afnám verðtryggingar getur fyrst um sinn leitt til þyngri greiðslubyrði. Nýtt húsnæðislánakerfi Tillaga okkar er að innleitt verði óverðtryggt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd og ný verðtryggð lán verði ekki leng- ur í boði. Í nýju kerfi verði boðin óverðtryggð húsnæðislán með endurskoðunarákvæðum vaxta á ákveðnum tímabilum (0, 3, 5 eða 7 ára fresti), í stað verðtryggðra jafngreiðslulána. Íbúðalánasjóði verði strax veitt skýr lagaheim- ild til þess að bjóða lán á þessum kjörum. Lánastofnunum verði sett almenn skilyrði um láns- tíma og veð hverrar lánveiting- ar takmarkað við veðandlag. Vanda þarf útlán og greiðslu- mat. Ný íbúðabréf verði boðin út í samræmi við breytt fyrirkomu- lag útlána og jafnvægi tryggt á milli einstaks húsnæðisláns og íbúðabréfs. Ríkissjóður styðji við virkan markað fyrir óverð- tryggð skuldabréf til að skapa sem hagstæðastan vaxtagrunn fyrir lánveitendur, og þar með lántakendur. Flutningur í nýtt kerfi verði auðveldaður með því að fella niður gjaldtöku við skil- málabreytingu og endurfjár- mögnun. Jafnframt þarf að taka upp viðræður við lífeyrissjóði um endurfjármögnun útistand- andi skuldabréfa Íbúðalánasjóðs til að flýta kerfisbreytingu. Aðgerðir vegna eldri lána Fræðin segja að raunvextir verðtryggðra lána eigi almennt að vera lægri en vextir óverð- tryggðra lána, þar sem verð- trygging eyðir óvissu lánveitand- ans um verðbólgu á lánstímanum. Athyglisvert er að raunvaxta- stig hefur þó verið hærra hér en í löndum þar sem verðtrygging hefur litla sem enga útbreiðslu og sparnaður í formi sjóðsmynd- unarkerfis er mun minni að umfangi. Lækkun á raunvöxtum niður í til dæmis 3% væri á við 20% lækkun höfuðstóls lána sam- kvæmt útreikningum sérfræð- ingahóps um skuldavanda heim- ilanna. Því leggjum við til að allt verði gert til að ná fram raun- vaxtalækkun, þar með talið að setja þak á álag á útlán og end- urskoða ávöxtunarkröfu lífeyris- sjóðanna. Stór hluti verðbreytinga hefur orðið vegna gengisþróunar. Þrýstingur er á gengi krónunn- ar til lækkunar. Verðbólguskot myndi þýða að þúsundir heimila myndu lenda í vanskilum með lán sín. Því leggjum við til að sett verði þak á verðtryggingu núver- andi lána sem miðist á ársgrund- velli við 4% hámark, sbr. tillögu Framsóknarflokksins haustið 2009. Jafnframt verði samið við lánveitendur um að hækka ekki vegna þaksins annan lánakostn- að lántakenda á meðan unnið er að afnámi verðtryggingar. Við munum í annarri grein fjalla um tillögur okkar um almennar aðgerðir til að draga úr vægi verðtryggingar og tryggja fjármálalegan stöðugleika. Nýtt húsnæðislánakerfi – án verðtryggingar 118 ja.is Símaskráin Stórskemmtileg útgáfuhátíð! Útgáfuhátíð Símaskrárinnar er í dag í Smáralind kl. 14, fyrir framan Hagkaup. Gillz sýnir sig, Gerplustelpurnar verða að sjálfsögðu á svæðinu og árita fyrstu eintökin. Kíktu við og nældu þér í eintak af Símaskránni sem er hrikalega mössuð og stútfull af alls konar upplýsingum. -er svarið Verðtrygging Eygló Harðardóttir formaður verð- tryggingar nefndar Arinbjörn Sigurgeirsson fulltrúi þinghóps Hreyfingarinnar Hrólfur Ölvisson fulltrúi þingflokks Framsóknarflokks Lilja Mósesdóttir fulltrúi þingflokks VG FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI UMRÆÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.