Fréttablaðið - 14.05.2011, Síða 110
14. maí 2011 LAUGARDAGUR66
sport@frettabladid.is
GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON er orðaður við ensku úrvalsdeildarfélögin Everton og Fulham í þýskum fjölmiðlum.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gylfi er orðaður við ensk úrvalsdeildarlið síðan hann gekk í raðir Hoffenheim. Forráða-
menn Hoffenheim segja Gylfa þó ekki vera til sölu. Hann sé mikilvægur í framtíðarplönum félagsins.
FÓTBOLTI 35 ára bið Manchester
City eftir titli gæti lokið í dag
þegar liðið mætir Stoke City í
úrslitum ensku bikarkeppninnar
á Wembley.
Flestir spá Manchester-liðinu
sigri í leiknum enda er það með
talsvert sterkara lið á pappírn-
um fræga. Sá pappír telur aftur
á móti ekki neitt þegar út á völl-
inn er komið og það veit Roberto
Mancini, stjóri Manchester City.
„Þessi leikur verður erfiðari en
leikurinn gegn Manchester United.
Stoke er mjög sterkt lið sem erfitt
er að eiga við. Það væru mikil mis-
tök að búast við auðveldum leik. Ef
við ætlum að ná sigri verðum við
að spila vel. Við verðum að vera
einbeittir og megum alls ekki gefa
færi á okkur,“ sagði jarðbundinn
Mancini en hann er þegar búinn
að tryggja sínu liði þáttökurétt í
Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
„Við náðum einu markmiði með
því að komast í Meistaradeildina.
Næsta markmið er að vinna titil.
Það er mjög mikilvægt að ná því
markmiði sem fyrst og við fáum
frábært tækifæri til þess í þessum
leik.“
Enska bikarkeppnin nýtur tals-
vert meiri virðingar í Englandi en
ítalski bikarinn fær á Ítalíu. Manc-
ini vann ítalska bikarinn sex sinn-
um á sínum ferli – tvisvar sem
leikmaður og fjórum sinnum sem
þjálfari. - hbg
Manchester City og Stoke City mætast í úrslitum ensku bikarkeppninnar í dag:
Er 35 ára bið Man. City á enda?
CARLOS TEVEZ Argentínumaðurinn heldur enn í vonina um að geta spilað í dag.
NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Lokahóf HSÍ
Helstu verðlaun:
Bestu leikmenn: Ólafur Bjarki Ragnarsson
(HK) og Anna Úrsula Guðmundsdóttir
(Valur)
Efnilegustu leikmenn: Guðmundur
Hólmar Helgason (Akureyri) og Birna
Berg Haraldsdóttir (Fram).
Valdimarsbikarinn: Heimir Örn Árnason
(Akureyri)
Sigríðarbikarinn: Anna Úrsula
Guðmunds dóttir (Valur).
Bestu þjálfararnir: Atli Hilmarsson (Akur-
eyri) og Stefán Arnarson (Valur).
Bestu varnarmenn: Guðlaugur Arnarsson
(Akureyri) og Anna Úrsula Guðmunds-
dóttir (Valur).
Bestu sóknarmenn: Ólafur Bjarki Ragnars-
son (HK) og Karen Knútsdóttir (Fram).
Bestu markverðir: Sveinbjörn Pétursson
(Akureyri) og Íris Björk Símonardóttir
(Fram).
Markahæstu leikmenn: Ragnar Jóhanns-
son (Selfoss, 173 mörk) og Brynja
Magnúsdóttir (HK, 121 mark).
Háttvísisverðlaun HDSÍ: Ólafur Bjarki
Ragnarsson (HK) og Karen Knútsdóttir
(Fram).
Dómarar ársins: Anton Gylfi Pálsson og
Hlynur Leifsson.
Lið ársins í N1-deild karla:
Sveinbjörn Pétursson Akureyri
Atli Ævar Ingólfsson HK
Oddur Gretarsson Akureyri
Ólafur Bjarki Ragnarsson HK
Ásbjörn Friðriksson FH
Ólafur Guðmundsson FH
Einar Rafn Eiðsson Fram
Lið ársins í N1-deild kvenna:
Íris Björk Símonardóttir Fram
Anna Úrsula Guðmundsdóttir Valur
Rebekka Rut Skúladóttir Valur
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir Valur
Karen Knútsdóttir Fram
Jóna Margrét Ragnarsdóttir Stjarnan
Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir Fram
HANDBOLTI Ólafur Bjarki Ragnars-
son úr HK og Valsstúlkan Anna
Úrsúla Guðmundsdóttir voru
valin bestu leikmenn N1-deild-
anna á lokahófi HSÍ sem fram fór
í Gullhömrum í gær.
Akureyringurinn Guðmundur
Hólmar Helgason og Framstúlk-
an Birna Berg Haraldsdóttir voru
valin efnilegustu leikmennirnir.
- hbg
Lokahóf HSÍ:
Ólafur og Anna
valin best
ÓLAFUR BJARKI Fór mikinn með liði HK í
vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI Eyjólfur Sverrisson,
þjálfari U-21 landsliðs Íslands,
hefur valið þá fjörutíu leikmenn
sem eiga möguleika á að spila með
liðinu á EM í Danmörku í sumar.
23 leikmenn fara með liði
Íslands á EM og verða þeir að
koma úr þessum hópi. Fjórir
nýliðar eru í hópnum – þeir Arnar
Sveinn Geirsson (Val), Einar
Orri Einarsson (Keflavík), Hall-
dór Kristinn Haldórsson (Val)
og Haukur Baldvinsson (Breiða-
bliki). Alls eru sjö leikmenn úr
Breiðabliki í þessum hópi. - esá
U-21 árs landsliðið:
Búið að velja 40
leikmenn
EYJÓLFUR SVERRISSON Á ekki auðvelt
verkefni fyrir höndum er kemur að því
að velja lokahópinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
U-21 árs hópurinn
Markverðir:
Arnar Darri Pétursson, SönderjyskE
Haraldur Björnsson, Val
Ingvar Jónsson, Stjörnunni
Óskar Pétursson, Grindavík
Ögmundur Kristinsson, Fram
Aðrir leikmenn:
Alfreð Finnbogason, Lokeren
Almarr Ormarsson, Fram
Andrés Már Jóhannesson, Fylki
Arnar Már Björgvinsson, Breiðabliki
Arnar Sveinn Geirsson, Val
Arnór Smárason, Esbjerg
Aron Einar Gunnarsson, Coventry
Aron Jóhannsson, AGF
Birkir Bjarnason, Viking
Bjarni Þór Viðarsson, Mechelen
Björn Bergmann Sigurðarson, Viking
Björn Daníel Sverrisson, FH
Eggert Gunnþór Jónsson, Hearts
Eiður Aron Sigurbjörnsson, ÍBV
Einar Orri Einarsson, Keflavík
Elfar Freyr Helgason, Breiðabliki
Finnur Orri Margeirsson, Breiðabliki
Guðlaugur Victor Pálsson, Hibernian
Guðmundur Kristjánsson, Breiðabliki
Guðmundur Reynir Gunnarsson, KR
Gylfi Þór Sigurðsson, Hoffenheim
Halldór Kristinn Halldórsson, Val
Haukur Baldvinsson, Breiðabliki
Hjörtur Logi Valgarðsson, IFK Gautaborg
Hólmar Örn Eyjólfsson, West Ham
Jóhann Berg Guðmundsson, AZ Alkmaar
Jóhann Laxdal, Stjörnunni
Jón Guðni Fjóluson, Fram
Jósef Kristinn Jósefsson, Chernomorets
Kolbeinn Sigþórsson, AZ Alkmaar
Kristinn Jónsson, Breiðabliki
Kristinn Steindórsson, Breiðabliki
Rúrik Gíslason, OB
Skúli Jón Friðgeirsson, KR
Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV
HANDBOLTI Dagur Sigurðsson, þjálf-
ari Füchse Berlin í þýsku úrvals-
deildinni, átti nýverið í viðræðum
við þýska handknattleikssamband-
ið um að taka við starfi landsliðs-
þjálfara þar í landi. Dagur segir í
samtali við Fréttablaðið að hann
hafi ekki heyrt meira af málinu
síðan þá.
„Ég var einn af nokkrum sem
komu til greina en annars er ekk-
ert nýtt í stöðunni. Ég hef ekki
fengið tilboð eða neitt slíkt,“ segir
Dagur. „Þar að auki er þetta ekki í
mínum höndum. Ég er með samni-
ing við Füchse Berlin og félagið
þyrfti að leggja blessun sína yfir
þetta.“
Þýskir fjölmiðlar orðuðu Dag
fyrst við þjálfarastarfið í síðasta
mánuði en í fyrradag staðfesti
Bob Hanning, framkvæmdastjóri
Füchse Berlin, í þýskum fjölmiðl-
um að viðræðurnar hefðu átt sér
stað.
Heiner Brand er núverandi
landsliðsþjálfari og er með samn-
ing til 2013. Hann hefur verið
landsliðsþjálfari síðan 1997 og
gert Þjóðverja bæði að heims- og
Evrópumeisturum.
Undanfarin ár hefur hins vegar
hallað undan fæti og liðið lent í 10.
og 11. sæti á síðustu tveimur stór-
mótum. Gagnrýnin á liðið hefur
verið mikil í Þýskalandi og afar
líklegt er að Brand muni stíga til
hliðar eftir undankeppni EM 2012
sem lýkur í júní.
Dagur hefur náð frábærum
árangri á sínum þjálfaraferli.
Hann gerði A1 Bregenz að marg-
földum meisturum sem spilandi
þjálfari í Austurríki. Hann tók
svo við landsliði Austurríkis en
undir hans stjórn náði liðið sínum
langbesta árangri í áraraðir.
Hann hefur svo stýrt Füchse
Berlin undanfarin tvö ár en liðið
tryggði sér á dögunum sæti í
Meistaradeild Evrópu fyrir næstu
leiktíð. Á því áttu fáir von fyrir
fram.
„Þetta kitlar, það er ekki spurn-
ing,“ segir Dagur um landsliðs-
þjálfarastarfið. Þýskaland er
mesta handboltaþjóð heims og því
er starfið eitt það allra stærsta
sinnar tegundar í heimi.
„Þetta er vissulega stór staða en
á móti kemur að árangurinn á síð-
ustu stórmótum hefur aðeins dreg-
ið loftið úr þeim,“ segir Dagur.
„Þeir eru búnir að missa sjálfs-
traustið og þetta myndi því snúast
um nákvæmlega það sem ég hef
verið að gera – að gera liðið örlítið
sterkara og koma löppunum undir
það.“
Hann vill þó ekki gera of mikið
úr sínum árangri til þessa. „Ég vil
ekki byggja neinar skýjaborgir.
Þetta snýst um að finna þann þjálf-
ara sem passar best við liðið sem
hann tekur við.“
Árangurinn hjá Füchse Berlin
talar þó sínu máli. „Við erum búnir
að ná okkar markmiðum og hvað
okkur varðar er tímabilið eigin-
lega búið. Við ætluðum að komast
í Evrópukeppni og erum komnir
í Meistaradeildina,“ segir Dagur,
sem sendi liðið í frí til Mallorca en
er sjálfur staddur á Íslandi.
Füchse Berlin er búið að tryggja
sér fjórða sæti þýsku úrvalsdeild-
arinnar sem þarf til að tryggja
sér Meistaradeildarsætið. Fram
undan eru því spennandi tímar
hjá félaginu og gæti reynst erf-
itt fyrir Dag að velja á milli ef
kæmi til þess. Hann hefur þó ekki
áhyggjur af því.
„Ég mun fyrst leyfa þeim
aðstæðum að koma upp áður en
ég velti því fyrir mér. Ég hef ekki
fengið tilboð enn. Annaðhvort eru
þeir að liggja undir feldi eða eru
að semja við annan,“ segir Dagur.
„Það eina sem ég veit er að það
voru nokkuð mörg ósvöruð símtöl
í símanum mínum eftir yfirlýsingu
Bobs í gær.“
eirikur@frettabladid.is
Landsliðsþjálfarinn kitlar
Dagur Sigurðsson kemur til greina sem næsti þjálfari þýska landsliðsins í hand-
bolta – sem er ein allra stærsta þjálfarastaða heimsins. Dagur átti nýverið í við-
ræðum við þýska handknattleikssambandið en hefur ekkert tilboð fengið.
DAGUR Þykir einn færasti handknattleiksþjálfari heims þessa dagana eftir frábæran
árangur hjá Füchse Berlin og landsliði Austurríkis. NORDICPHOTOS/BONGARTS
MEISTARANÁM
Í ÍÞRÓTTAFRÆÐI
MSc í íþróttavísindum og þjálfun
Ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í þjálfun
keppnis- og afreksíþróttafólks og rannsóknum
á sviði íþróttafræði.
MEd í heilsuþjálfun og kennslu
Ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í íþróttakennslu
og lífsstílsfræðum á sviði heilsuræktar.
Gráðan veitir kennsluréttindi.
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ