Fréttablaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 36
14. maí 2011 LAUGARDAGUR36 voru 500 nothæf. Í 14 prósentum tilvika var fólk með geðraskanir gerendur og af þeim höfðu 10 pró- sent einkenni þunglyndis. Aðeins fleiri, 11 prósent, höfðu verið með einhverja geðröskun á ævinni. 86 prósent gerenda voru því ekki með neina geðröskun. Meiri líkur eru á að fólk sem misnotar áfengi og vímuefni beiti ofbeldi en fólk með geðraskanir en það fyrrnefnda á að minnsta kosti þátt í fjórðungi allra ofbeldis- verka. Það ber þó ekki að gera lítið úr þeim tengslum sem eru á milli geðraskana og ofbeldis en hlut- fallslega er hættan mjög lítil. Það er mjög erfitt að meta, út frá geð- röskuninni einni, hvort viðkomandi beiti ofbeldi. Það koma svo miklu fleiri félagslegir þættir inn í, sem og persónuleiki viðkomandi. Það er því frekar einstaklingsbundið, hvort fólk með geðröskun beitir ofbeldi. Þar koma einnig inn í þætt- ir eins og aðgengi að heilbrigðis- þjónustu, félagslegur bakgrunnur, atvinnuleysi og fleira. Hin litlu tengsl þykja fréttnæm Þeim hagmunasamtökum og hópum sem berjast gegn neikvæðum birt- ingarmyndum geðraskana og fólks með geðraskanir, hefur verið legið á hálsi fyrir að segja að það séu lítil sem engin tengsl á milli geð- raskana og ofbeldis þótt rannsókn- ir sýni annað. Þau svara þessu hins vegar með þeim rökum að umfjöllun fjölmiðla sé svo skökk að alhæfingar séu leyfilegar þar sem tengslin séu svo lítil. Það er ef til vill eðlilegt að fjöl- miðlum þyki þessi tengsl fréttnæm en það lýsir kannski fremur kunn- áttuleysi þeirra á málaflokknum en siðleysi að gera jafnmikið úr þeim og raun ber vitni. Það er auðveld- ara að halda á lofti gömlum, sögu- legum staðalímyndum en að taka afstöðu út frá fræðilegum gögn- um. Þetta er áskorun sem blaða- og fréttamenn um allan heim þurfa að takast á við. Í rannsókn sem gerð var á Nýja- Sjálandi um aldamótin síðustu var lagt mat á alla leiðara, fréttir, við- töl, aðsendar greinar og skrípa- myndir sem birtust á einum mán- uði í öllum dagblöðum þar í landi út frá geðheilbrigði. Alls voru þetta 600 fjölmiðlaeiningar sem vörðuðu geðmál, flest leiðarar og fréttir (94 prósent). Meira en helmingur þeirra dró upp þá mynd að fólk með geðraskanir væri hættulegt og að almenningi stafaði hætta af því (61 prósent). Fólk með geðröskun var í 47 prósent tilvika tengt glæpa- hneigð, talið óútreiknanlegt í 24 prósent tilvika og sjálfu sér hættu- legt í 20 prósent tilvika. Flestar fréttirnar innihéldu hugtök eins og „geðsjúklingur“ og „geðveikur.“ Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að umfjöllun prentmiðla væri neikvæð og ýkt og gæfi ekki rétta mynd af meiri- ➜ Áhrif umfjöllunar Bæði bresk og þýsk rannsókn leiddu í ljós að eftir mikla umfjöllun um fjöldamorðingja sem var með geðklofa taldi almenningur mikil tengsl á milli geðrask- ana og ofbeldis. Í bresku rannsókninni höfðu þessi tengsl minnkað í huga almennings með tímanum en þau hurfu aldrei alveg. Mikil umfjöllun í fjölmiðlum virðist því styrkja fólk í trúnni á að fólk með geðsjúkdóma sé hættulegt samfélaginu. F jölmiðlar móta að mörgu leyti heimsmynd okkar og trúverðugleiki þeirra meðal almenn- ings er almennt mik- ill. Bæði fréttamiðlar og afþreying hafa áhrif á þekkingu almennings, skoðanir og gildismat. Hvers konar áhrif og hversu mikil fer oft eftir lífsreynslu fólks, félags- mótun og bakgrunni. Þegar kemur að þekkingu á geðsjúkdómum hefur mikilvægi fjölmiðla verið staðfest. Þeir eru ein helsta uppspretta þekk- ingar fólks á geðröskunum, fyrir utan eigin upplifun á sjúkdómnum. Gallinn er sá að sú mynd sem fjöl- miðlar draga upp af fólki með geð- sjúkdóma er oft yfirborðskennd. Algengustu staðalímyndirnar sem fjölmiðlar draga upp af fólki með geðraskanir eru hinn hættulegi, snillingurinn, hetjan, fórnar lambið og byrðin. Fólk með geðraskanir mátti sæta fordómum og félags- legri skömm löngu fyrir tíma fjöl- miðla en nútímafjölmiðlar hafa hins vegar gert birtingarmyndir þeirra sýnilegri en nokkru sinni fyrr. Glæpir tengdir við sjúkdóma Meirihluti fjölmiðlaefnis, sem hefur verið rannsakað með tilliti til birtingarmynda geð raskana og fólks með geðraskanir, er enskur og bandarískur að uppruna. Við Íslendingar sjáum ekki mikið af erlendum dagblöðum en 60-70 pró- sent þeirra kvikmynda og þess sjónvarpsefnis sem við berjum augum er á ensku og þar birtast okkur ákveðnar staðalímyndir af geðröskunum og fólki með geð- raskanir. Rannsóknir hafa sýnt fram á að allar tegundir fjölmiðla sýna eða gefa í skyn að fólk með geðrask- anir sé ofbeldisfyllra en almennt gerist. Hér verður einungis rætt um kvikmyndir, sjónvarp og prent- miðla en netið er nýr vettvangur sem ekki er undanþeginn staðal- ímyndum. Margir fræðimenn segja að umfjöllun fjölmiðla sem hampa tengslum fólks með geðraskanir og ofbeldis sé ekki í takt við raunveru- leikann og þeir kalla á rétt látari umfjöllun. Erlendis hafa verið gerðar fjöl- margar rannsóknir á tengslum umfjöllunar um geðraskanir í fjölmiðlum og áhrifa á þeirra á almenning. Rannsóknir á dagblaða- greinum hafa leitt í ljós að í morð- málum sé oft og iðulega tekið fram ef meintur morðingi sé með geð- röskun eða hafi dvalið á geðdeild og þá oftast í fyrirsögn. Slíkar fyrir- sagnir ýti undir hugmyndir um að fólk með geðsjúkdóma fremji frek- ar morð en aðrir og oftar en fólk með aðra sjúkdóma eins og hjarta- sjúkdóma eða flogaveiki. Fjölmiðlar ýkja hættuna Því verður ekki neitað að fólk með geðraskanir beitir ofbeldi rétt eins og fólk sem er ekki haldið geð- röskunum. Rannsóknir höfðu lengi bent til þess að það væru engin tengsl á milli geðraskana og ofbeld- is en nýjustu rannsóknir sýna að um einhver tengsl er að ræða þó þau séu ekki mikil. Rannsóknir í nokkrum löndum á einstaklingum með geðklofa hafa sýnt að þeir eru örlítið líklegri til þess að beita ofbeldi en almenning- ur en hlutfallið hækkaði ef einstak- lingarnir áttu við áfengisvanda að etja. Tengsl annarra tegunda geð- raskana og ofbeldis hafa ekki verið jafnmikið rannsökuð og tengslin við geðklofa en komið hefur í ljós fólk með geðhvarfasýki og þung- lyndi beitir líka örlítið oftar ofbeldi en þeir sem ekki eru haldnir þess- um geðröskunum. Oftast beinist ofbeldið að fjölskyldumeðlimum og tengist sjaldan morðmálum. 86% gerenda ekki með geðröskun Það er athyglisvert, sé tekið tillit til þess að fólk með geðklofa virðist af tölum vera líklegast til að beita alvarlegu ofbeldi, að þá er frekar lítil hætta á að það fremji morð. Í Bretlandi var gerð rannsókn á því hversu algengt væri að fólk með geðraskanir fremdu morð. Skoð- uð voru 718 morðtilfelli sem náðu yfir 18 mánaða tímabil en af þeim Geðraskanir, glæpir og fjölmiðlar Ótrúlega oft tengja fjölmiðlar saman geðraskanir og glæpi eða ofbeldi. Þeir ýkja orsakatengslin, fara rangt með einkenni sjúkdóma og blanda saman og búa jafnvel til nýjar raskanir. Fjölmiðlar eiga þátt í því að ýta undir fordóma og félagslega skömm fólks með geðraskanir, sem aftur dregur úr lífsgæðum þeirra. Þetta er niðurstaða greinar Unnar H. Jóhannsdóttur. VILJA EKKI NÁGRANNA MEÐ GEÐSJÚKDÓMA 33% 50% 20% 10% landsmanna telur að fólk með þunglyndiseinkenni eigi ekki að gegna opinberum stöðum landsmanna telur að fólk með geðklofa eigi ekki að gegna opinberum stöðum landsmanna vilja helst ekki vera nágrannar fólks með geðklofa landsmanna vilja ekki eiga þunglynda nágranna hluta þeirra sem væru með geð- raskanir. Aðrar nýlegar rannsókn- ir víða um heim hafa sýnt svipaðar niður stöður. Forvarnir gegn fordómum Það er til mikils að vinna fyrir fólk með geðraskanir að fjöl- miðlar dragi upp raunsanna mynd af lífi þeirra og sýni nákvæmni og vönduð vinnubrögð líkt og lögð er áhersla á í þriðju grein siðareglna íslenskra blaðamanna. Þeir gætu verið í fremstu víglínu til þess að vinna gegn fordómum og félagslegri skömm í garð fólks með geð raskanir. Hér á landi eru miklir fordóm- ar gagnvart fólki með geðraskan- ir sem og félagsleg skömm. Fjöl- miðlar eiga sinn þátt í því, erlendir ekkert síður en íslenskir. Hver þarf að líta í eigin barm. Í niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar: Fordóm- ar í alþjóðlegu samhengi. Viðhorf Íslendinga til geðrænna vandamála, sem út kom árið 2009 kom í ljós að þriðjungur landsmanna telur að fólk með þunglyndis einkenni eigi ekki að gegna opinberum stöðum og tæplega helmingur telur það sama um fólk með geðklofa. Þá eru um 20 prósent landsmanna ófúsir að vera nágrannar fólks með geðklofa, 10 prósent þunglyndra en aðeins 3,7 prósent þeirra sem væru með astma. Þetta endur speglar það sem kemur fram í nýlegri skýrslu Öryrkjabandalagsins: Lífs- kjör og hagir öryrkja, af upplifun fólks með geðraskanir en 56 pró- sent þeirra fundu fyrir fordómum vegna geðröskunarinnar á meðan 29 prósent fundu fyrir fordómum vegna hjarta- eða lungnasjúkdóma. Á hverjum tíma er talið að 22-24 pró- sent íslensku þjóðarinnar glími við geðröskun. Fordómar og félagsleg skömm gera þeim erfiðara fyrir að takast á við sjúkdóminn. Það er því mikilvægt að fjölmiðlafólk fræðist um geðraskanir, sé gagnrýnið á staðalímyndir og síðast en ekki síst sanngjarnt í umfjöllun sinni um geð- raskanir og fólk með geð raskanir. Geðsjúkir morðingjar sem búa yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum Full lítil mynd. Getur mynd- vinnslan tékkað á henni og athugað hvort hún sleppur? FRAMHALD Á SÍÐU 36 ➜ Ranghugmyndir Líkt og prentmiðlar eru kvikmyndir og sjónvarpsefni líka uppfull af rang- hugmyndum um geðraskanir og fólk með geðraskanir. Rannsóknir sýna að um 6-20 sinnum fleiri persónur með geðröskun sýna ofbeldisfulla hegðun á besta tíma í sjónvarpi í Bandaríkjunum en fólk með geðraskanir gerir. ➜ Engilsaxnesk áhrif Milli sextíu og sjötíu prósent af því sjónvarps- og kvikmyndaefni sem við Íslend- ingar sjáum eru engilsaxneskt og við verðum fyrir áhrifum af því. ➜ Skipulagðir og greindir Hinir geðsjúku morðingjar sjón- varps- og kvikmyndaefnis eiga það flestir sameiginlegt að búa yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum, greind, skipulagi og hefndar- þorsta, svo eitthvað sé nefnt, auk þess að vera samviskulausir og gjörsamlega vonlausir þjóðfélags- þegnar. ➜ Ónákvæm lýsing Geðlæknirinn Otto F. Wahl hefur rannsakað birtingarmyndir í kvikmyndum og hefur þetta um þær að segja: „… birtingarmyndirnar eru mjög ónákvæmar og í kvikmyndum er dregin upp sú mynd að fólk með geðraskanir sé öðruvísi, hættulegt eða hlægilegt. Þeir misnota eða nota hugtök innan geðlæknisfræðinnar á yfirborðslegan hátt. … þetta hefur margvísleg áhrif á líf fólks með geðraskanir, meðal annars vegna þess hvernig aðrir koma fram við það.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.