Fréttablaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 22
14. maí 2011 LAUGARDAGUR Tryggvi Þór Herbertsson, pró-fessor í hagfræði og alþing- ismaður, hefur ritað greinar að undanförnu í Fréttablaðið um fisk- veiðistjórnun. Málin eru viðvar- andi í fréttum. Hann ritar grein 10.5.: „Jú Jón, sjómenn njóta auð- lindaarðs“. Hann er að svara Jóni Steinssyni hagfræðingi og segir: „Eitt af því sem ég sakna mest úr háskólaumræðunni er að tak- ast málefnalega á við menn um grunnhugmyndir. Einn heldur einu fram og annar skorar þann á hólm í rökræðu o.s.frv“ – Þannig verður þekking til. Og ennfremur segir Tryggvi: „Við greinaflokki mínum um íslenska fiskveiðistjórnunar- kerfið hef ég ekki fengið mikla málefnalega gagnrýni enn sem komið er. En nú ber vel í veiði! Jón Steinsson, sem er Milton Fried- man fræðimaður við Chicago háskóla, hefur mótmælt harðlega staðhæfingu, sem ég setti fram í greinaflokknum.“ – Í staðhæfingu Tryggva er m.a.: – „Auðlind sem allir þjóðfélagsþegnar hafa jafn- an rétt til að nýta er dæmd til að vera ofnotuð ef afrakstur hennar er nægilega eftirsóknarverður – auðlindarentunni er sóað.“ Sóunin felst í að of margir sjómenn munu fjárfesta of mikið. Þetta hefur verið kallað sorgarsaga almenn- inganna. Þannig verður sjálf- stortíming. Hver útgerðarmaður hugsar aðeins um eigin hag. Tryggvi vitnaði í fræga ritgerð Hardins um „Tragedy of the Com- mons“. – Ef allir hafa rétt til að fiska í sama polli, þá endar það með skelfingu. Ekki er skynsam- legt að eyða of miklu bleki í þetta eins það sé eitthvað sérstakt. Ýmislegt í skrifum Tryggva gefur til kynna, að hann sé ekki mjög vel að sér um þessi mál og er margt yfirborðskennt. – Efni ritgerðar Hardins er flestum sjómönnum ljóst, en varla nokkur telur, að allir geti fengið að veiða. Til þess eru miðin ekki nægilega gjöful. En Tryggvi reiknar og reiknar. Honum virðist ókunnugt um, að ekki er sama hvernig fiskur er veiddur eða hvar og hvenær. Sjáv- arvísindamenn vita flestir hverjir, að veiðarfæri fara mismunandi vel með umhverfið. Botnvörpuveið- ar eru taldar skaðsamar af stöð- ugt fleiri vísindamönnum og þær hafa leikið náttúruna illa. Enginn vafi er á því, að þær eru búnar að eyðileggja flest mið í Evrópu. Lífmassi hefur minnkað stöðugt í áratugi á bestu veiðisvæðum Evr- ópu og Norður-Ameríku. Hver einasti smáblettur hefur feng- ið botnvörpuna yfir sig mörgum sinnum og botn er víða orðinn að sléttum sand- eða leirbotni. Það er ekki augljóst hvernig þetta veldur minnkuðum veiðum, en Banda- ríkjamenn hafa gert miklar rann- sóknir og sérstaklega vísindamenn við University of Oregon. Þeir hafa sýnt fram á, að botnvörpuveiðar valda minnkun fiskstofna úti fyrir Oregonríki. Þeir vita, að næringin verður til í efstu lögum sjávar, en hún hríslar niður til botns. Smá- seiði botnfiska lifa í vistkerfi við botn og eru háð æti og misfellum til að skýlast. – Meira en þúsund þekktir vísindamenn hafa lagt til, að botnvarpa verði bönnuð. Það er ekki mikið rætt um þetta hér, en rætt er víða um sjálfbærni og nátt- úruvernd. Botnvörpuveiðar eru ekki sjálfbærar og ekki á að leggja þær að jöfnu við aðrar veiðar. Þar með eru sum skrifin úrelt. Vís- indamenn benda ekki oft á þetta hér, en margir sjómenn telja, að botnvarpa sé skaðræðistól. Ísland stöðvaði tillögu hjá SÞ 2006 um bann við botnvörpuveið- um á úthöfunum og fékk háðulegt tiltal. Vísindamenn standa ekki í blaðadeilum við sjómenn. Þeir stunda sínar sjórannsóknir á skut- togurum og eiga í erfiðleikum með að viðhalda þorski, en hann er nú þriðjungur af því sem var. Elinor Ostrom er kona, sem fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði 2010 fyrir kenningar sínar og rannsóknir á fiskveiðimálum. Hún komst að þeirri niðurstöðu, að minni sveitarfélög hafi sýnt, að þau geta stundað betri veiði- skap en ríkisstjórnir, sem hafa misst fiskistofna niður í ördeyður. Margir Íslendingar hafa haldið svipuðu fram. Dreifa ætti veiðum sem mest um landið en ekki bara reikna með því, að kvótinn verði bara tekinn skv. vasatölvum og buddu stórkvótahafa. – Er Tryggva ókunnugt um Elinor Ostrom? Varðandi úthlutun á veiðirétt- indum er augljóst, að takmarka verður aðgang. Ég hef lagt til, að veiðum verði skipt upp eftir veiðarfærum og botnvörpuveiðar takmarkaðar við tiltekin svæði og skuttogurum fækkað. Veiði- gjald verði tekið, sem væri miklu hærra en nú er. Þá yrði eftirspurn eftir heimildum ekkert mikil og í jafnvægi. Mest af aflanum á að veiða með línu og krókum. Veiðunum yrði skipt upp eftir veiðisvæðum eða landsvæðum, sem yrðu ákveðin í samráði við vísindamenn. Veiði- gjald yrði frekar hátt svo eftir- spurn væri í jafnvægi, en grípa má til hækkunar á veiðigjaldi eða auka staðartakmarkanir. Hið sama gæti átt við um netaveiðar, sem þar að auki yrðu að lúta ákvæðum um möskva. Tryggvi ætti að reyna að taka tillit til umræddra sjónarmiða. Þetta eru grunnhugmyndir í samræmi við óskir hans. Ábendingar til Tryggva Þórs Veiðunum yrði skipt upp eftir veiðisvæðum eða land- svæðum, sem yrðu ákveðin í samráði við vísindamenn. Ógeðið heitir Nakba á arab-ísku og þýðir því sem næst katastrófan, stóra áfallið eða hörmungarnar. Árið var 1948 og það ár var Ísraelsríki stofn- að þann 14. maí. Vel vopnuðum hópum innfluttra gyðinga tókst með hryðjuverkum að hrekja stóran hluta palestínsku íbúanna burt frá sínu heimalandi, ekki færri en 700 þúsund manns. Nakba táknar líka hernámið sem staðið hefur í 63 ár, og það felur í sér margt ógeðið. Ekkert hernám einnar þjóðar á annarri í samtímasögunni hefur staðið eins lengi. Samt bendir ekkert til að leiðtogar Ísraels láti sér detta í hug af alvöru að skila herteknu landi, hvað þá hleypa fimm millj- ónum flóttamanna aftur heim. Síðastliðin 20 ár hefur viss friðarviðleitni verið í gangi, að minnsta kosti í orði, og er það Bandaríkjastjórn sem hefur haft frumkvæðið. Þessi viðleitni hefur þó ekki fært Ísrael og Palestínu nær réttlátri lausn. Þvert á móti hefur hernámið látlaust sótt á með aukinni landtöku frá Palest- ínumönnum, byggingu aðskiln- aðarmúrs, skipulagðra morða á forystumönnum og stórfelld- um stríðsaðgerðum gegn íbúum á Gaza. Ísrael hefur tekist með aðstoð Bandaríkjanna að snúa öðrum ríkjum gegn palestínsku þjóðinni og sjálfsákvörðunarrétti hennar. Þannig var þjóðinni sem heild og sérstaklega íbúum Gaza- svæðisins refsað fyrir að kjósa yfir sig Hamas-samtökin. Hjá leiðtogum Evrópuríkja jafnt og í Bandaríkjunum hefur ísraelski áróðurinn um Hamas enduróm- að. Þar er þráfaldlega staglast á því að Hamas vilji ekki viður- kenna Ísrael, enda þótt stefna Hamas allt frá árinu 2003 hafi verið friðsamleg sambúð við Ísrael innan landamæranna frá 1967. Ísland þarf af rífa sig út úr þessu samkvæmi og virða í verki sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar. Síðustu ár höfum við tekið mikilvæg skref í þá átt en betur má ef duga skal. Ísland getur enn orðið fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálf- stæða, frjálsa og fullvalda Pal- estínu. Utanríkisráðherra okkar á enn eftir að fara í mikilvæga ferð til Gaza og hitta stjórnvöld þar að máli, leiðtoga Hamas, Fatah og annarra stjórnmála- samtaka. Þetta er í samræmi við stefnu Alþingis og með slíkri ferð leggur utanríkisráðherrann af mörkum til þess lífsnauðsynlega sáttaferlis sem nýlega er hafið hjá Palestínumönnum. Án sátta og sameinaðrar forystu útávið geta Palestínumenn ekki mætt til raunverulegra friðarviðræðna. Allt frá fyrstu dögum Nakba hefur hernámið og landránið vaxið stöðugt og ekkert bent til að Ísraelsríki ætlaði að beygja af þeirri braut. Engu að síður hefur friðarviljinn lifað af meðal Palest- ínumanna og stjórnmálasamtaka þeirra. Öll eru þau reiðubúin til að sætta sig við þá sögulegu eftir- gjöf að Ísrael haldi nærri fjórum fimmtu af upphaflegri Palestínu og ríki þeirra verði á þeim 22% sem eru Gaza, Vesturbakkinn og Austur-Jerúsalem. Árið sem ógeðið byrjaði Allt frá fyrstu dögum Nakba hefur her- námið og landránið vaxið stöðugt og ekk- ert bent til að Ísraelsríki ætlaði að beygja af þeirri braut. Palestína Sveinn Rúnar Hauksson Anna Pála Sverrisdóttir höfundar eru stjórnarmenn í Félaginu Ísland-Palestína Sjávarútvegur Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI? Stærsti frétta- og afþreyingarvefur landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.