Fréttablaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 88
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Salaskóli í Kópavogi hélt upp á tíu ára afmæli sitt í gær. Nemendur og starfsfólk tóku á móti gestum og sýndu afrakstur vinnu sinnar í vetur. „Fólki var boðið í veislu milli tólf og hálf tvö og skólinn var skreyttur hátt og lágt eins og í góðum afmælisveislum,“ segir Hafsteinn Karls- son, skólastjóri Salaskóla. „Skólakórinn tók á móti gestum. Það voru sýningar um allan skólann sem voru bæði eitt- hvað fyrir eyra og auga,“ segir Hafsteinn en einnig var skólasagan í myndum til sýnis. „Ég var fyrsti starfsmaður skólans,“ segir Hafsteinn og bætir við að sex starfsmenn hafi fylgt skólanum frá upp- hafi. Að sögn Hafsteins voru 76 nemendur í skólanum fyrsta árið í 1. til 4. bekk og starfsmenn skólans voru tólf. Skólinn hefur stækkað jafnt og þétt síðan og nú eru nemendur um 470 í 1. til 10. bekk og starfsmenn um sjötíu. Fyrstu nem- endurnir útskrifuðust 2006. Hafsteinn segir að margt hafi breyst á þeim tíu árum sem liðin eru frá stofnun skólans. „Hugmyndir í samfélaginu um hvernig skólar eigi að vera hafa breyst. Til dæmis hug- myndin um einstaklingsmiðað nám var að fara á flot um þetta leyti. Það var eitt af því sem við tókum upp strax. Við vildum vera skóli sem kæmi til móts við hvern og einn nemanda og þann þroska sem hann hefur.“ Hvernig finnst ykkur hafa tekist að koma á einstaklings- miðuðu námi? „Við erum nokkuð sátt,“ segir Hafsteinn og heldur áfram: „Við höfum alltaf litið svo á að námsfram- boð og nálgun ætti að vera fjölbreytt þannig að nemendur þyrftu ekki allir að gera það sama á sama tíma. Það væri hægt að nálgast þau markmið sem koma fram í aðalnám- skrá á mismunandi hátt, miða við áhuga, getu og þarfir hvers og eins.“ Hafsteinn segir að alltaf megi gera betur. „Við erum að nota tíu ára afmælið til að taka okkur í gegn í ýmsum málum, sérstaklega þó hvað varðar einstaklingsmiðaða námið,“ segir Hafsteinn og tekur fram að þegar skólar fara af stað sé mikill kraftur, áhugi og samstaða til staðar. „Þegar líður á festast menn í hefðum og venjum og staðna kannski. Í vetur höfum við verið að skoða okkur og athuga hvernig við viljum hafa skólann, hvað við viljum skerpa og hverju henda út.“ martaf@frettabladid.is SALASKÓLI Í KÓPAVOGI: TÍU ÁRA Skólinn skreytt- ur hátt og lágt FYRSTI STARFSMAÐUR SALASKÓLA Að sögn Hafsteins hafa hugmyndir um hvernig skólar eigi að vera breyst mikið á tíu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Júlíusar Reynis Ívarssonar frá Móbergi á Rauðasandi, til heimilis að Fálkagötu 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Maríuhúsi, Landspítala og endurhæfingardeildar að Landakoti fyrir góða umönnun. Jóhanna Gunnlaugsdóttir Haukur Júlíusson Ingibjörg Jónasdóttir Gunnlaugur A. Júlíusson Sigrún Sveinsdóttir Ingibjörg Júlíusdóttir Bragi Guðjónsson Anna G. Júlíusdóttir Hjálmar Axelsson afabörn og langafabörn Föðursystir mín, Guðrún Árnadóttir áður Miðtúni 70, Reykjavík, lést á heimili sínu Sóltúni 2 þann 25. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Starfsfólki Sóltúns eru færðar alúðarþakkir fyrir einstaka umönnun og hlýju í hennar garð. Elfar Eiðsson Móðir okkar, Gunnfríður Ása Ólafsdóttir (Lóló) Hrafnistu Reykjavík, áður Lindarbraut 2, Seltjarnarnesi, er látin. Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 19. maí kl. 3. Ólafía Ingibjörg Gísladóttir Auðun Pétur Gíslason Viggó Kristinn Gíslason og aðrir vandamenn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jens Jóhannes Jónsson Dalseli 33, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 7. maí, verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík mánudaginn 16. maí kl. 15.00. Sólveig Ásbjarnardóttir Anna Jensdóttir Sigurður V. Viggósson Ásbjörn Jensson Vilborg Tryggvadóttir Tausen Jón Haukur Jensson Berglind Björk Jónasdóttir Ástríður Jóhanna Jensdóttir Ragnar Kjærnested Erla Sesselja Jensdóttir Gunnar Friðrik Birgisson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Árni Guðjón Jónasson Heiðmörk 13, Hveragerði, lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi þriðjudaginn 10. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurður Árnason Guðlaug Ragnarsdóttir Bjarni Árnason Gubjörg Jóhannsdóttir Kristján Þór Hansen Sigurbjörg Egilsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Bergþóra Kristjánsdóttir Húnabraut 7, Blönduósi, andaðist á Heilbrigðisstofnun Blönduóss mánudaginn 9. maí. Útför verður gerð frá Blönduósskirkju laugardaginn 21. maí klukkan 11.00. Þórunn Pétursdóttir Kristján Pétursson Pétur Arnar Pétursson Helga Lóa Pétursdóttir Guðrún Soffía Pétursdóttir Guðjón Guðjónsson ömmubörn, langömmubörn og aðrir aðstandendur. Bróðir okkar og mágur, Kristján Ólafsson áður til heimilis að Hörgslandi, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð 6. maí. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 17. maí kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Loftur Ólafsson Valgerður Gísladóttir Guðmundur Ólafsson Sigríður Ólafsdóttir Ingvar Guðmundsson Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Eyglóar Þórðardóttur frá Laugarvatni, sem lést miðvikudaginn 13. apríl. Einnig færum við þeim sérstakar þakkir sem studdu hana í veikindum hennar. Jón G. Óskarsson Kolbrún Leifsdóttir Þórður Óskarsson Ingunn Gylfadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, Þóreyjar Einarsdóttir kennara, Mávahlíð 23, Reykjavík. Smári Þórarinsson Örvar Þóreyjarson Smárason Birgitta Birgisdóttir Vala Smáradóttir Illugi Torfason Adda Smáradóttir Alda Örvarsdóttir & Þórey Illugadóttir aðrir ástvinir og aðstandendur. Gjótuhrauni 8, 220 Hafnarfirði Sími: 571 0400, legsteinar@gmail.com GRANÍT OG LEGSTEINAR Fallegir legsteinar á einstöku verði Frí áletr un Gjótuhrauni 8, 220 H fnarfirði Sími 571 400 ranit@granit.is Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Hjörleifur Jónsson fyrrverandi forstjóri, lést laugardagsmorguninn 7. maí. Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 16. maí kl. 13.00. Ingibjörg Snæbjörnsdóttir Elín Birna Hjörleifsdóttir Jón Hjörleifsson Sigríður Hjördís Hjörleifsdóttir og aðrir aðstandendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.