Fréttablaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 18
18 14. maí 2011 LAUGARDAGUR Þann 15. desember s.l. var undirritað samkomulag um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Aðilar að samkomulaginu eru öll helstu hagsmunasamtök atvinnulífsins auk fjármálafyrirtækja, efna- hags- og viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðuneytisins f.h. ríkis- sjóðs. Markmið samkomulags- ins, sem byggir á „Sameiginleg- um reglum fjármálafyrirtækja um fjárhagslega endurskipu- lagningu fyrirtækja“, er að hraða úrvinnslumálum yfirskuldsettra fyrirtækja sem talin eru lífvæn- leg og gengur það í daglegu tali undir heitinu „Beina brautin“. Í því felst að skuldir fyrirtækja verði lagaðar að greiðslugetu þeirra og eignum. Hvað tefur? Upp á síðkastið hafa ýmsir lýst yfir óánægju í fjölmiðlum með það hve fá fyrirtæki hafa farið í gegnum Beinu brautina. Ekki er hægt að blása á þær óánægju- raddir og óhætt er að segja að þeir sem að koma taki þær alvar- lega. Flest þessara mála eru þó þess eðlis að vanda þarf til verka og tekur hvert og eitt mál mun lengri tíma en flestir höfðu gert ráð fyrir. Mikilvægt er að hafa í huga að fyrirtæki kemur sínum málum ekki á hreint án aðkomu banka og banki kemur málum fyrirtækja ekki í gegn nema í samvinnu við forsvarsmenn fyrirtækja. Það má alveg gagn- rýna bankana fyrir að vinna of hægt og eflaust er oft hægt að vinna mál hraðar. Hins vegar má líka gagnrýna forsvarsmenn margra fyrirtækja fyrir að sækj- ast ekki eftir þeim úrræðum sem bjóðast því staðreyndin er sú að alltof margir þeirra eru enn að bíða eftir „einhverju betra“. Fyrirtæki með reynslu Hinn 22. mars s.l. var haldinn opinn fund- ur um Beinu braut- ina fyrir forsvars- menn fyrirtækja á vegum Viðskiptaráðs Íslands. Á fundinum ræddu m.a. forsvars- menn þriggja fyrir- tækja málin og sátu svo fyrir svörum. Allir áttu þeir það sameiginlegt að hafa farið í gegnum Beinu brautina, hver í sínum banka. Athyglisvert var að heyra hvað þeir höfðu að segja þegar þeir lýstu sinni reynslu. Það sem stendur upp úr að okkar mati er annars vegar það að þeim fannst öllum mjög mikilvægt að vera í reglulegum samskiptum við sinn banka. Hitt atriðið sem var mjög athyglisvert er það að allir hvöttu þeir for- svarsmenn fyrirtækja til að fara í sinn banka og ræða málin fyrir 1. júní n.k. meðal annars með þeim rökum að annars gætu þeir misst af úrlausn sem hugsanlega hent- ar best af öllum þeim úrlausnum sem í boði eru. Betri réttur er tryggður Með því að leita til síns aðal- viðskiptabanka fyrir 1. júní og athuga hvort möguleiki sé á að komast inn í Beinu brautina tryggir fyrirtæki sér mögulega auka valkost, þ.e. Beinu brautina og allt það sem henni fylgir. Aug- ljóslega þarf fyrirtæki að upp- fylla öll hefðbundin skilyrði til að komast þar inn. Verði niðurstaða dómstóla vegna erlendra lána hag- stæðari en Beina brautin þá gildir sú niðurstaða að sjálfsögðu einnig eftir 1. júní. Ef fyrirtæki lætur hins vegar hjá líða að leita til síns banka fyrir 1. júní missir það að öllum líkindum af Beinu brautinni og því sem henni fylgir því alls ekki er víst að hún verði í boði eftir þann tíma. Mikil- vægt er að hafa í huga að jafnvel þótt erlend lán fyrirtækja kunni að verða dæmd ólögleg geta einhver fyrirtæki átt von á óhagstæðari niður- stöðu sinna mála verði slík lán endurreiknuð m.v. íslenska vexti. Það er því mjög mikilvægt fyrir þau fyrirtæki sem uppfylla skilyrðin að tryggja sér þau úrræði sem fylgja Beinu brautinni því þar getur hagstæðasta lausnin legið. Að okkar mati er ekki eftir neinu að bíða hjá forsvarsmönn- um yfirskuldsettra fyrirtækja. Komið í bankann og ræðið málin. Það tapar enginn á því. Ekki missa af Beinu brautinni Úrvinnsla skuldamála Birgir Runólfsson deildarstjóri í lánaeftirliti Íslandsbanka Marteinn M. Guðgeirsson sérfræðingur á útibúasviði Íslandsbanka Upp á síð- kastið hafa ýmsir lýst yfir óánægju í fjölmiðlum með það hve fá fyrirtæki hafa farið í gegnum Beinu brautina. Samstarfsvettvang- ur um norðurslóðir Athygli íbúa og stjórnvalda á norðurskautssvæðinu beinist í síauknum mæli að þeim ógnum og tækifærum sem loftslags- breytingar, auðlindanýting og norðursiglingar munu bera með sér í okkar heimshluta. Það er líklega hvergi eins og augljóst og hjá grönnum okkar hér í vestri þar sem jöklar og hafís hopa hraðar enn áður þekkist. Sam- tímis eiga Grænlendingar sam- starf við erlend stórfyrirtæki að hefja olíuleit við strendur lands- ins í von um að renna tryggari stoðum undir sjálfstæði þjóðar- innar. Það var því vel við hæfi að Danir, Grænlendingar og Færey- ingar, sem hafa leitt formennsku Norðurskautsráðsins síðustu tvö árin, skyldu enda formennsku- tíð sína með því að boða til ráð- herrafundar í Nuuk á Grænlandi. Fundurinn og áhersla Íslands á starfsemi Norðurskautsráðs- ins gefur kærkomið tilefni til að stinga niður penna og greina frá helstu atriðum fundarins og minna á mikilvægi ráðsins fyrir framtíðarþróun svæðisins. Norðurskautsráðið Það er ekki fyrr en litið er í bak- sýnisspegil sögunnar að við gerum okkur fyllilega grein fyrir því hversu fjarri við erum tortryggni Kalda stríðsins sem hélt norðrinu í pólitískum klaka- böndum í áratugi. Þíðan sem leiddi af leiðtogafundinum í Reykjavík 1986 birtist meðal annars í svokallaðri Murmansk- ræðu Míkaíl Gorbatsjov þar sem hann hvatti ríki norðursins til að sameinast um verndun umhverf- is og samfélaga á norðurslóðum og bar að endingu ávöxt í stofn- un Norðurskautsráðsins áratug síðar, árið 1996. Ráðið er samstarfsvettangur norðurskautsríkja um mál- efni norðurslóða með sérstakri áherslu á umhverfivernd og sjálf- bæra þróun. Norðurskautsrík- in átta; Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Ísland, Kanada, Nor- egur, Rússland og Svíþjóð eiga ásamt fulltrúm sex helstu sam- taka þeirra frumbyggja sem búa á norðurheimskautssvæðinu sæti í ráðinu. Ríki utan norðurslóða eru ásamt ýmsum alþjóðstofnun- um og félagasamtökum áheyrn- araðilar að ráðinu og taka þátt í vísindastarfi á vegum ráðsins. Norðurskautsríkin skipta með sér formennsku ráðsins á tveggja ára fresti og fór Ísland með for- mennskuna frá 2002 til 2004. Sameiginleg formennska Dana, Grænlendinga og Færeyinga skilar nú formennskukeflinu til Svía. Veganestið frá Nuuk Á fundinum í Nuuk 12. maí var m.a. rætt um helstu niðurstöð- ur af vísindastarfi ráðsins á síð- ustu tveim árum. Nýleg vísinda- skýrsla Norðurskautsráðsins um breytingar á klakaböndum norð- ursins; ís, snjó, sífrera og jöklum gefur til kynna að þær séu hrað- ari en flestar spár gerðu ráð fyrir og að ísinn hopi hraðar á þessum áratug en áratugnum þar á undan. Stærsti áhrifavaldurinn er hækkandi hitastig en síðustu sex ár hafa verið þau heitustu á norðurslóðum frá því að mæl- ingar hófust. Breytingarnar setja mark sitt á náttúru norðursins eins og ný úttekt ráðsins undir- strikar. Samkvæmt henni eru loftslagsbreytingar að verða víð- tækustu og mikilvægustu álags- valdar á líffræðilega fjölbreytni norðurheimskautsins. Þá voru kynntar fjölmargar aðrar skýrslur t.d. um hegðun olíu og spilliefna í köldum sjó, áhrif sóts á bráðnun íss, súrnun hafsins, úttekt á kvikasilfurs- mengun á norðurslóðum og svo mætti lengi telja. Þrátt fyrir ólík viðfangsefni eru skilaboðin til stjórnvalda á norðurslóð- um ein og hin sömu, að norður- skautsríkin þurfi að efla sam- vinnu sín á milli til að sporna við og aðlagast yfirstandandi breytingum. Þetta virðist hafa komist til skila og ríkin hafa nú einhent sér í að efla samstarf á vett- vangi Norðurskautsráðsins. Nuuk fundurinn var vel sóttur en þetta mun vera í fyrsta skipti sem utanríkisráðherra Banda- ríkjanna sækir fund ráðsins og eru það skýr skilaboð um aukinn áhuga þeirra á málefnum norð- urslóða. Þá markar það önnur og ekki síður mikilvæg tímamót að í tveim ráðherrastólum sátu frum- byggjar, annars vegar Kuupik Kleist, formaður landsstjórnar Grænlands, og hinsvegar Leona Aglukkaq, heilbrigðisráðherra Kanada. Tímamótafundur Á ráðherrafundinum var undir- ritað fyrsta lagalega bindandi samkomulagið sem unnið hefur verið á vettvangi Norðurskauts- ráðsins. Með samningnum skuld- binda norðurskautsríkin sig til að vinna saman að leit og björgun á norðurheimskautssvæðinu. Þá var ákveðið að ráðast í gerð samskonar samkomulags um sameiginlegan viðbúnað og við- brögð við bráðri olíumengun á norðurslóðum. Samningagerð af þessu tagi er mikið hagsmuna- mál fyrir Ísland sem strandþjóð á norðurslóðum, sem stendur frammi fyrir stóraukinni ski- paumferð og hugsanlegri olíu- vinnslu í næsta nágrenni við strendur landsins. Við ræddum einnig um breyt- ingar á innri starfsemi ráðsins. Þar bar hæst umræðuna um nýja áheyrnarfulltrúa og stofnun fastaskrifstofu. Það er ánægju- legt að ríkin náðu samkomulagi um viðmiðunarreglur fyrir nýja áheyrnarfulltrúa en Kína, ESB, Japan, Suður Kórea og Ítalía hafa sótt um stöðu áheyrnarfulltrúa og standa vonir til þess að hægt verði að ná niðurstöðu um þær umsóknir fljótlega. Þá var ákveð- ið að styrkja starfsemi ráðsins með stofnun fastaskrifstofu sem sett verður á laggirnar í Tromsö. Fundurinn í Nuuk var tíma- mótafundur og eru öll ríkin ein- huga um að Norðurskautsráðið verði aðalvettvangur stefnumót- unar, samninga og beinharðra aðgerða í málefnum norður- heimskautssvæðisins. Því ber að fagna. Það er staðföst skoðun mín, sem endurspeglast í nýsam- þykktri norðurslóðastefnu, að Íslendingar eigi að efla þátttöku sína í starfsemi ráðsins með ráðum og dáð. Öryggi á norðurslóðum Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra Ráðið er samstarfsvettangur norður- skautsríkja um málefni norðurslóða með sérstakri áherslu á umhverfivernd og sjálfbæra þróun. 4. júní í 10 nætur og 14. júní í 11 nætur Costa del Sol Heimsferðir, í samstarfi við Valitor, bjóða VISA korthöfum frábært tilboð Costa del Sol. Um er að ræða ferðir til Costa del Sol 4. og 14. júní. Um mjög takmarkaðan fjölda flugsæta er að ræða í hvora ferð og gisting er einnig takmörkuð. Flogið er í beinu morgunflugi með Icelandair. Sértilboðið er til handhafa VISA korthafa og er bundið við að greitt sé með viðkomandi korti. Fjölbreytt dagskrá í boði fylgd reyndra fararstjóra. frá aðeins 99.840 kr. Netverð á mann, m.v. tvo fullorðna og tvö börn í 10 nætur í íbúð á Aguamarina ***. Netverð kr. 118.480 á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 10 nætur í studio íbúð á Aguamarina *** Sértilboð 4. júní. Takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði! Hér gildir að fyrstur kemur, fyrstur fær! Sértilboð til korthafa VISA! Sumarævintýri á Beint morgunflug með Icelandair Sérstakur 15.000 afsl. á mann!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.