Fréttablaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 24
14. maí 2011 LAUGARDAGUR24 H ilmar Oddsson, skóla- stjóri Kvikmynda- skóla Íslands, var í hópi kvikmyndagerð- armanna sem árið 1992 voru fengnir til að kenna á námskeiði í hinum nýstofn- aða Kvikmyndaskóla Íslands. Skólinn var stofnaður af Böðvari Bjarka Pét- urssyni sem allar götur síðan hefur verið einn helsti drifkraftur skól- ans að sögn Hilmars. „Það sem var fallegt við þetta fyrsta námskeið var að þarna á fremsta bekk í hópi nem- enda sat vinnuveitandi minn, Böðv- ar Bjarki, sem jafnframt var orðinn nemandi minn. Því hvað gerir maður á Íslandi sem á þess ekki kost að fara í kvikmyndanám erlendis, hann stofnar bara skóla,“ segir Hilmar og brosir að minningunni. „Þetta var mjög flott framtak, hann fékk einvalalið með sér til að kenna og sú hefur verið stefnan hér síðan, að fá fagmenn í fremstu röð til liðs við okkur,“ segir Hilmar og bætir við að skólinn hafi vissulega stækkað og eflst mikið síðan á þessum fyrstu dögum. „Saga skólans var slitrótt til að byrja með en hún hefur verið óslitin á þess- ari öld. Árið 2003 gerðist það svo að skólinn fékk viðurkenningu mennta- málaráðuneytisins sem skóli á fram- haldsskólastigi. Árið 2007 fengum við svo viðurkenningu á fjórum brautum skólans, áður fyrr var bara ein braut í skólanum,“ segir Hilmar og bætir við að stórhugur stofnandans hafi stundum fengið kvikmyndagerðarmenn lands- ins til að brosa í kampinn. „Við höfðum ekki svo mikla trú á því að hægt væri að reka svona umfangsmikinn skóla hér á Íslandi með þennan litla stuðning sem hann nýtur.“ Framleiða mikið Kvikmyndaskóli Íslands býður nú upp á nám á fjórum brautum, leikstjóra- og framleiðslubraut, skapandi tækni, leik- stjóra- og handritsbraut og loks leik- listarbraut. Sameiginlegur kjarni er með brautunum fjórum og sameigin- leg krafa á nemendum er að þeir geri myndir þar sem unnið er eftir þeirra hugmynd. Hilmar segir framleiðsluna í skólanum vera eitt hans helsta sér- kenni. „Menn eru hér að framleiða og leikstýra fleiri myndum en þeir gera í sambærilegum skólum erlendis eða einni til fjórum á námsferlinum. Við teljum að það sé hverjum kvikmynda- gerðarmanni nauðsynlegt að hafa gert sína mynd, sama hvernig ferill hans svo þróast að námi loknu,“ segir Hilmar. Um 150 nemendur leggja nú stund á nám í skólanum en tekið er inn í hann tvisvar á ári. „Við getum tekið við 12 nemendum á hverja braut við hverja inntöku. Meðalfjöldi nemenda hefur verið í kringum 160 undanfarin tvö ár. Það verður auðvitað eitthvert brottfall hér sem annars staðar og svo gerum við auðvitað okkar hæfnikröfur sem umsækjendur verða að standast.“ Nemendur víða að Hilmar segir nemendur skólans koma víða að, sumir komi beint úr fram- haldsskóla, aðrir hafi lokið háskóla- námi, enn aðrir iðnnámi. „Svo hafa sumir nemendur komið hingað eftir að hafa verið hornreka í menntakerf- inu og uppgötvað að þeir eru skapandi listamenn, þannig höfum við reynst margri óvissri sál óvænt heimili og athvarf.“ Hilmar segir útskrifaða nemendur skólans svo aldeilis hafa breytt landslagi í myndmiðlageiran- um á Íslandi. „Það er ekki framleidd íslensk bíómynd án þess að nemendur okkur eigi þar hlut að máli, við eigum nemendur á öllum sjónvarpsstöðvum og í öllum stærstu fyrirtækjum þar sem myndmiðlar koma við sögu. Þessi menntun og þekking sem hér hefur orðið til hefur þannig fært íslenska myndmiðla upp á hærra plan, það er alveg ljóst,“ segir Hilmar. Fyrsta alvörustarfið Eins og áður sagði kenndi Hilmar á fyrsta námskeiðinu sem haldið var á vegum Kvikmyndaskólans. Síðan þá hefur hann kennt stöku námskeið í skólanum en það varð breyting á hans högum á síðasta ári þegar honum var boðið starf skólastjóra skólans. „Ég grínast stundum með það að þetta sé fyrsta alvöru starf mitt í líf- inu, og það er reyndar ekkert grín að það varð til þess að ég handlék í fyrsta sinn skattkort. Ég hef þraukað allan minn starfsferil í lausamennsku og sem einyrki. Og það hefur yfir- leitt hafst, en maður hefur stundum þurft að minna sig á að það er gaman í vinnunni því ekki fékk maður borgað,“ segir Hilmar og hlær. Hann var ráðinn skólastjóri eftir að bent var á í úttekt sem Capacent gerði á skólanum að ekki væri hent- ugt að fulltrúi eigenda væri jafnframt skólastjóri, en forveri Hilmars í sæt- inu var áðurnefndur Böðvar Bjarki sem nú er starfandi stjórnarformað- ur. Hilmar býr að talsverðri kennslu- reynslu. „Ég sá í mörg ár um kennslu leiklistarnema í Leiklistarskólan- um sem þá var og síðar Listaháskóla Íslands í því að leika fyrir framan myndavél. Þetta var mjög skemmti- legt og gefandi starf,“ segir Hilmar sem þrátt fyrir að vera önnum kafinn við stjórnunarskyldur kennir útskrift- arnemum áfanga sem ber heitið Staða og framtíðarsýn. Reksturinn í járnum Nafnið gefur tilefni til að ræða stöðu og framtíðarsýn Kvikmyndaskól- ans. „Það er ekkert launungamál að við stefnum á að færa skólann upp á háskólastig. Hér viljum við geta útskrifað nemendur með BA-gráðu og helst meistarapróf er fram líða stund- ir. Við vitum jafnvel að hér verða ekki stofnaðir fleiri háskólar þannig að við þurfum að vera í samstarfi við þá skóla sem fyrir eru. Við leituðum eftir sam- starfi við Listaháskólann sem hafði ekki áhuga í stuttu máli sagt sem er miður því það hefði legið beinast við. En við hófum í framhaldinu viðræð- ur við Háskóla Íslands, hugvísinda- deildina, þar sem meðal annars er kennd kvikmyndafræði, og þar var okkur vel tekið og vonandi skila þær því að mögulegt verður að ljúka námi héðan með BA-próf innan ekki of langs tíma,“ segir Hilmar og bætir við að ýmis vandamál blasi þó við skólanum. Það er ekki framleidd íslensk bíómynd án þess að nemendur okkar eigi þar hlut að máli, við eigum nemendur á öllum sjónvarps- stöðvum og í öllum stærstu fyr- irtækjum þar sem myndmiðl- ar koma við sögu FYRSTA LAUNAVINNAN Eftir áratugi í lausamennnsku settist Hilmar Oddsson í stól rektors Kvikmyndaskóla Íslands fyrir tæpu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA V ið lok hverrar annar er efnt til sýninga á kvikmyndum sem nemendur hafa gert yfir önnina. Þessi önn er engin undantekning en nemendur Kvikmyndaskóla Íslands sýna lokaverkefni vorannar í næstu viku, nánar til- tekið dagana 17.-21. maí. Myndirnar verða sýndar í Bíói Paradís og er þarna kjörið tækifæri til að skoða „græðlingana í íslenskri kvikmyndagerð,“ eins og Hilmar orðar þar. Útskriftarhátíð með tilheyrandi viðurkenningum er laugardaginn 21. maí kl. 13. Sýningarnar eru ókeypis og öllum opnar. 17. maí 13.00 – Leikstjórn/Framleiðsla (1., 2. og 3. önn) 20.00 - Leikstjórn/Framleiðsla (4. önn – útskriftarmyndir) 18. maí 12.00 – Skapandi tækni (1., 2. og 3. önn) 20.00 - Skapandi tækni (4. önn – útskriftarmyndir) 19. maí 13.00 - Handrit/Leikstjórn (1., 2. og 3. önn) 20.00 – Handrit/Leikstjórn (4. önn – útskriftarmyndir) 20. maí 13.00 - Leiklist (1., 2. og 3. önn) 20.00 – Leiklist (4. önn – útskriftarmyndir) ■ GRÆÐLINGAR Í ÍSLENSKRI KVIKMYNDAGERÐ Efast ekki um velvilja ráðherra Hilmar Oddsson kvikmyndagerðarmaður hefur gegnt starfi rektors Kvikmyndaskóla Íslands í tæpt ár og segir reksturinn í járnum. Stefnan sé sú að skólinn færist á háskólastig og hann voni því að ráðamenn sjái hag sinn í að styðja við skólann sem hafi bætt myndmenningu Íslendinga. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við Hilmar í nýju húsnæði skólans við Ofanleiti. „Reksturinn er í járnum, það verður að segjast. Við erum einkaskóli og inn- heimtum skólagjöld upp á 600 þúsund, þau getum við ekki hækkað. Ríkið hefur svo lagt til rúm 200 þúsund á hvern nemanda á hverjum vetri. Þessi fjárhæð stendur ekki undir rekstrin- um enda kvikmyndanám almennt með því dýrara sem hægt er að kenna, ekki síst út af tækjabúnaði sem stöðugt þarf að uppfæra,“ segir Hilmar sem vonast til að stöðugar viðræður við mennta- málaráðuneytið skili árangri. „Ég efast reyndar ekki um áhuga og vel- vilja Katrínar Jakobsdóttur mennta- málaráðherra, en hún er ekki einráð en auðvitað vonum við hið besta.“ Hilmar bendir á að öllum starfsmönnum hafi verið sagt upp fyrir tveimur mánuð- um svo virkilega ríði á að ljúka þess- um málum með farsælum hætti, enda hljóti menn að vilja nýta alla þá þekk- ingu sem hafi safnast upp í skólanum á undanförnum árum. Húsnæðisdeila leyst Húsnæðismál skólans hafa verið til umfjöllunar fjölmiðla en skólinn flutt- ist úr Víkurhvarfi í núverandi hús- næði við Ofanleiti, þar sem Háskólinn í Reykjavík var áður, um síðustu ára- mót. Fyrrum leigusalar skólans sögðu Kvikmyndaskólann skulda þeim fé en skólinn leit svo á að þeir hefðu ekki staðið við sinn hlut af samkomulagi um húsnæðið. „Þessi mál leystust sem betur fer farsællega með samningum nú í vikunni og það er þungu fargi af mér létt,“ segir Hilmar sem er ánægð- ur á nýja staðnum í Ofanleiti. „Húsið hér er að mörgu leyti afar hentugt og í sumar munum við koma okkur betur fyrir. Svo má þess geta að í gamla húsnæði prentsmiðju Morgunblaðs- ins erum við að koma upp stúdíói sem verður eitt hið besta á landinu. Þann- ig að það er margt gott og jákvætt að gerast.“ Hilmar segir ennfremur ánægju- legt hve orðspor Kvikmyndaskólans hefur styrkst á undanförnum árum. „Hér kenna okkar fremstu kvikmynda- gerðarmenn og þeir þekkja því orðið vel okkar starf. Svo má þess geta að nú höfum við fengið reynsluaðild að CILECT, alþjóðasamtökum kvik- myndaskóla, sem er mikil viðurkenn- ing fyrir starf okkar og opnar gáttir að ýmis konar alþjóðlegu samstarfi,“ segir Hilmar að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.