Fréttablaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 10
14. maí 2011 LAUGARDAGUR10 UMHVERFISMÁL Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra kynnti á ríkis- stjórnarfundi á dögunum tillögur að auknu samstarfi stofnana og ráðu- neyta vegna vaxandi siglinga á Norð- urslóðum. Þörf er talin á auknu eftir- liti með skipaumferð og viðbúnaði við hugsanlegri mengun vegna aukinna umsvifa og siglinga. Meðal aðgerða sem umhverfisráðu- neytið leggur til eru að gerður verði samstarfssamningur um aðkomu Umhverfisstofnunar, Siglingastofnunar og Landhelgisgæslunnar að óhöppum á sjó. Eins að reglugerð um viðbrögð við bráðamengun verði endurskoðuð og reglulegir samráðsfundir helstu ráðu- neyta og stofnana um málefnið verði haldnir. Þá vill ráðuneytið að gerð verði viðbragðsáætlun vegna óhappa skipa sem flytja kjarnorkuúrgang; að gert verði átak til að staðfesta veiga- mikla alþjóðlega samninga á þessu sviði og að kannaður verði fýsileiki þess að skilgreina fleiri siglingaleiðir hér við land til að beina umferð skipa með hættulegan farm fjær landi. Þá hyggst ráðuneytið efla starf sitt innan Norðurskautsráðsins, sérstak- lega hvað varðar vernd hafsins sem og innan Alþjóðasiglingastofnunarinnar (IMO). - shá Umhverfisráðherra vill aukið samstarf vegna mengunarhættu af siglingum: Ráðherra vill gjörgæslu á skipaumferð URAL STAR Þetta risaolíuskip var aðeins tuttugu mílur frá landi með yfir 100 þúsund tonn af olíu í lok árs 2009. Þetta skip er þó mun minna en þau stærstu. MYND/LHG VIÐSKIPTI Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja er enn langt frá því marki sem lögbundið verður í árs- byrjun 2013. Þá má hlutfall hvors kyns ekki fara undir 40 prósent. Á alþjóðaráðstefnu Félags kvenna í atvinnurekstri sem haldin var í gærmorgun í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Sam- tök atvinnulífs- ins kom fram að í 300 stærstu fyrirtækjum landsins væri hlutfall kvenna meðal stjórnar- manna einungis 19 prósent. Í nýjum tölum Creditinfo sem kynntar voru á ráðstefnunni kemur einnig fram að hér á landi séu 60 prósent stjórna með bæði kyn í stjórn, ef varamenn eru taldir með, en aðeins 14,5 prósent ef þeir eru ekki taldir með. Hlutfallið er svipað og verið hefur síðustu ár, 70 prósent aðalstjórna eru eingöngu skipaðar körlum. Þá kemur fram í nýrri könnun sem Capacent gerði meðal stjórn- enda rúmlega þúsund fyrirtækja að 47 prósent þeirra séu andvígir sérstökum lögum um kynjakvóta. 32 prósent eru hlynntir lögunum og 22 prósent eru hvorki með né á móti. Mest er andstaðan meðal karla, en 54 prósent eru á móti lögunum, en einungis 28 prósent kvenna. Fram kom í máli Mari Teigen, yfirmanns rannsóknarseturs Mið- stöðvar rannsókna í félagsvísind- um í Ósló, að þar hafi einnig verið andstaða við lögin. Kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja þar hafi hins vegar ekki orðið jafnari fyrr en með lögbindingu. Um aldamótin hafi hlutur kvenna ekki verið nema um fimm prósent. Þá hafi fyrstu lögin verið sett, en í þeim var kveðið á um að hlutfallið yrði lögbundið næðist ekki markverður árangur í að auka hlut kvenna. Hlutur þeirra hafði aukist í 17 prósent árið 2005 og voru þá sett kynjakvótalög, en brot gegn þeim varða sektum og upplausn fyrirtækja. Ekki hefur þó komið til þess að refsingum hafi verið beitt. Núna er hlutfall kvenna í stjórnum í Noregi nálægt 40 pró- sentum, en hefur ekki farið yfir það, að því er fram kom hjá Mari. Þá segir hún ekki sigur unninn þótt kvóta sé náð. Staðan sé enn þannig að karlar séu fleiri í stóli stjórnarformanns, eða 95 á móti fimm prósentum. Konur í stjórnum séu aftur á móti alla jafna yngri og betur menntaðar en karlarnir. Sömuleiðis sé ekki að sjá að fjölgun kvenna hafi áhrif annars staðar, því konum hafi ekki fjölgað sjáanlega í stjórnunarstöðum. olikr@frettabladid.is MARI TEIGEN Stór hluti stjórnenda er á móti kynjakvóta 70 prósent stjórna fyrirtækja landsins eru bara skipaðar körlum. Lög um kynja- kvóta taka gildi 2013. Norðmenn voru fyrstir til að lögbinda kynjahlutfallið. Reynslan mælist þar vel fyrir, en hefur ekki leitt til jafns hlutfalls stjórnenda. RÁÐSTEFNA UM KONUR OG KARLA Húsfyllir var í stóra ráðstefnusalnum á Hilton Reykjavík Nordica í gærmorgun á alþjóðlegri ráðstefnu sem þar var haldin undir yfir- skriftinni „Virkjum karla og konur til athafna“. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Íslenskt atvinnulíf þarf á kröftum okkar allra að halda á erfiðum tímum sem þessum,“ sagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskipta- ráðherra í opnunarræðu sinni á ráðstefnu FKA í gær um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja. Í ræðu sinni rifjaði Árni Páll upp að lögin um jafnt kynjahlutfall í stjórnum hafi verið sam- þykkt í hans tíð sem félagsmálaráðherra. „Þetta ástand er ekki ásættanlegt, að helmingur þjóðarinnar skuli settur á varamannabekk,“ sagði hann og kvað einkenna fyrirtæki þar sem konur hafi komist til áhrifa að þau störfuðu oftar en ekki á sviðum þar sem samkeppni væri mikil og í nýsköpun. Hvort tveggja væri mikilvægt til að forða því að hér yrði horfið aftur til fákeppni líkt og í fyrri tíð gjaldeyrishafta fyrir um tveimur áratugum. Þá sagði Árni Páll stöðuna enn varasamari vegna mikillar skuldsetningar fyrirtækja, hætt væri við að bankar stuðluðu að því að þau fengju velt kostnaði yfir á almenning. „Við þurfum nýja sýn, ekki rörsýn fortíðar,“ sagði hann, en raunværuleg hætta væri á að hér yrði afturför í viðskiptaháttum kæmi til þess að gjaldeyrishöft yrðu viðvarandi í lengri tíma. Hluti af því að varða leiðina út úr höftum væri ný sýn með aukinni aðkomu kvenna í stjórnum og framkvæmdastjórnum fyrirtækja. ÁRNI PÁLL ÁRNASON Ástand sem ekki er ásættanlegt að mati ráðherra ATKVÆÐAGREIÐSLA Atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning Landssambands íslenzkra verzlunarmanna og Samtaka atvinnulífsins er hafin hjá aðildarfélögum LÍV. Kjörgögn hafa verið send til félagsmanna. Nánari upplýsingar um framkvæmd kosninga eru á heimasíðum félaganna og heimasíðu LÍV, www.landssamband.is Starfsemi LsRb 2010 Allar fjárhæðir í milljónum króna Breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris 31.12 2010 2009 Samtals Samtals Iðgjöld 1.619 1.605 Lífeyrir -2.377 -2.288 Fjárfestingartekjur 2.731 5.961 Fjárfestingargjöld -40 -32 Rekstrarkostnaður -51 -53 Hækkun á hreinni eign á árinu 1.882 5.193 Hrein eign frá fyrra ári 52.494 47.301 Hrein eign til greiðslu lífeyris 54.376 52.494 Efnahagsreikningur 2010 2009 Verðbréf með breytilegum tekjum 1.444 1.625 Verðbréf með föstum tekjum 51.501 49.361 Veðlán 1.207 1.268 Aðrar eignir 178 258 Kröfur 83 36 Skuldir -37 -55 Hrein eign til greiðslu lífeyris 54.376 52.494 Kennitölur 2010 2009 Nafn ávöxtun 5,1% 12,5% Hrein raunávöxtun 2,4% 3,6% Hrein raunávöxtun – 5ára meðaltal 4,1% 4,3% Fjöldi sjóðfélaga 792 845 Fjöldi lífeyrisþega 2.719 2.613 Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,1% 0,1% Eignir í íslenskum krónum í % 99,8% 100% Eignir í erlendum gjaldmiðlum í % 0,2% 0% Eign umfram heildarskuldbindingar í % -20,3% -22,7% Eign umfram áfallnar skuldbindingar í % -15,3% -17,3% Ársfundur 2011 Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar 2011, verður haldinn þriðjud- aginn 31. maí kl. 16.00 í húsakynnum BSRB að Grettisgötu 89, Reykjavík. Stjórn og framkvæmdastjóri Í stjórn sjóðsins eru Björk Vilhelmsdóttir stjórnarformaður, Ása Clausen, Jón Fjörnir Thoroddsen, Júlíus Vífill Ingvarsson og Þorgrímur Hallgrímsson. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Jón G. Kristjánsson Aðsetur sjóðsins er hjá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga, Sigtúni 42, 105 Rey- kjavík, Sími 5 700 400 www.lss.is Birt með fyrirvara um prentvillur Ársreikning LsRb 2010 má sjá í heild sinni á heimasíðu LSS: www.lss.is Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar Ársfundur 2011 Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar 2011, verður haldinn þriðjudaginn 31. maí kl. 16.00 í húsakynnum BSRB að Grettisgötu 89, Reykjavík. Dagskrá 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins 2. Breyting á samþykktum 3. Önnur mál löglega upp borin Allir sjóðfélagar sem og launagreiðendur og viðkomandi stéttarfélög eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta. Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins. Reykjavík, 3. maí 2011 Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA SJÓNVARP Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. BABELSTURN ÚR BÓKUM Í Búenos Aíres í Argentínu er þessi mikli Babelsturn risinn úr þúsundum bóka, sem listamaðurinn Marta Minujin hefur stillt upp. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.