Fréttablaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 112

Fréttablaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 112
14. maí 2011 LAUGARDAGUR68 FÓTBOLTI Knattspyrnuspekingum hefur verið tíðrætt um það í vor hversu slæm byrjun KR-ingar hafi spillt fyrir þeim síðustu sumur og þeir hafi því ekki náð í Íslands- meistaratitilinn þrátt fyrir sann- kallaða meistaraspilamensku á lokasprettinum. Það að KR-ingar skuli vera á toppnum eftir þrjár umferðir í Pepsi-deildinni í ár ætti að auka meistaravonir fjölmargra stuðn- ingsmanna félagsins. Það hefur nefnilega ekki gerst í átta ár, eða síðan KR-ingar urðu síðast Íslands- meistarar sumarið 2003. KR-ingar voru sem dæmi í 9. sæti eftir þrjár umferðir í fyrra og fyrir fjórum árum voru þeir á botninum eftir þrjá leiki. Þeir hafa í raun aðeins verið tvisvar sinnum á topp þrjú eftir þrjár umferðir frá því að þeir unnu síðasta titilinn fyrir átta árum. KR-ingar eru samt með jafn- mörg stig og fyrir tveimur árum en þeir græða á því að aðalkeppinaut- ar þeirra, FH, Valur og Breiðablik, hafa öll tapað fleiri stigum í fyrstu þremur umferðunum. Þess vegna er toppsætið Vesturbæinga þrátt fyrir naumt jafntefli við Keflavík í eina heimaleik liðsins til þessa. Fram undan eru reyndar vara- samar umferðir fyrir KR-liðið því liðið hefur tapað samtals sext- án stigum (af 30 mögulegum) í fjórða til áttunda leik undanfar- in tvö tímabil og sá kafli á ekki síður þátt í því að góður enda- sprettur hefur ekki dugað til að koma með Íslandsbikarinn aftur í Vesturbæinn. - óój Núverandi staða lofar góðu fyrir KR-inga: KR hefur ekki verið í þessari stöðu í átta ár VIKTOR BJARKI ARNARSSON Hefur átt þátt í marki í öllum þremur leikjum KR til þessa. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KR eftir þrjár umferðir 2011: 1. sæti - 7 stig 2010: 9. sæti - 2 stig 2009: 2. sæti - 7 stig 2008: 7. sæti - 3 stig 2007: 10. sæti - 1 stig 2006: 4. sæti - 6 stig 2005: 3. sæti - 6 stig 2004: 8. sæti - 3 stig 2003: 1. sæti - 7 stig FÓTBOLTI Valskonur hafa unnið Íslandsmeistarabikarinn fimm ár í röð og tvöfalt undanfarin tvö tíma- bil. Stóra spurningin fyrir tímabil- ið í Pepsi-deild kvenna er því eins og áður hvort einhverju liði takist að velta Valsstúlkum af toppnum. Sigurður Ragnar Eyjólfsson lands- liðsþjálfari hefur fylgst vel með undirbúningstímabilinu og hann hefur mikla trú á því að Stjörnu- stúlkur geti gert titilbaráttuna virkilega spennandi í sumar. „Það hefur verið sagt á hverju ári að núna verði deildin jafnari, en núna er í fyrsta skiptið hægt að tala um það í alvöru að hún verði jafnari. Ég á reyndar von á því að þetta verði svolítið einvígi á milli Vals og Stjörnunnar. Mér sýnist þau lið vera pínulítið sterkari en Þór/KA og Breiðablik. ÍBV-liðið er síðan algjört spurningarmerki. Við höfum líka séð lið eins og Fylki og KR gera liðum skráveifu á undir- búningstímabilinu og það getur því allt gerst þar,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Hann segir að efnilegustu leik- menn okkar ættu að fá nóg af tækifærum í sumar. „Þetta verður sumar ungu stelpnanna. Okkar bestu leik- menn hafa farið margar hverjar í atvinnumennsku, þessar ungu fá því núna tækifæri snemma á sínum ferli og við sjáum það á 17 ára landsliðinu okkar að það er geysilega mikið af mjög efnilegum leikmönnum. Þær verða margar í lykilhlutverkum með sínum liðum í sumar,“ segir Sigurður Ragnar. Stjörnukonur unnu Lengjubikarinn á dögunum og Sigurður Ragnar hefur trú á því að Garðabæjar- stelpur séu nógu góðar til þess að geta unnið titilinn í haust. „Láki (Þorlákur Árnason) er að gera góða hluti með þær. Þær hafa unnið Val tvisvar með stuttu millibili á undirbúningstímabilinu og hafa svolítinn meðbyr með sér þar,“ segir Sigurður Ragnar, sem tekur þó fram að þetta gæti breyst eitthvað, styrki lið sig með góðum erlendum leikmönnum eins og hann hefur heyrt einhvern óm af. „Valur hefur aðeins hikstað í sóknarleiknum, rétt eins og Stjarn- an sem vantar afgerandi fram- herja, og þjálfarinn er að reyna að finna taktinn og þróa nýjar leið- ir í sókninni. Leikmenn þurfa að venjast því að Dóra María, sem var arkitektinn í liðinu, og Katr- ín Jónsdóttir, sem var hjartað í liðinu, eru farnar og það eru stór skörð,“ segir Sigurður Ragnar, sem vill hrósa liði Breiðabliks fyrir að spila mjög skemmtilegan fótbolta. „Breiðablik er nánast eingöngu með uppalda leikmenn og félagið hefur tekið þá stefnu að byggja á þeim. Þær hafa komið mér á óvart á undirbúningstímabilinu með því að spila mun betur en ég átti von á. Það er gaman að horfa á þær spila,“ segir Sigurður Ragnar en hann segir það slæmar fréttir fyrir Þór/KA að Mateja Zver sé meidd. „Ég held að það veiki Þór/KA mikið að Mateja er meidd fyrstu vikurnar. Þær gætu tapað dýr- mætum stigum þar. Ég held að á góðum degi geti ÍBV-liðið unnið toppliðin og Þór/KA getur klárlega unnið hvaða lið sem er á góðum degi.“ ooj@frettabladid.is Sumar ungu stelpnanna Pepsi-deild kvenna hefst með heilli umferð í dag. Fréttablaðið fékk Sigurð Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfara til að fara aðeins yfir það hvernig hann sér fyrir sér að Íslandsmótið spilist í sumar og hvort eitthvert lið eigi séns í Val. BARÁTTA VALS OG STJÖRNUNNAR? Dagný Brynjarsdóttir, Val, og Kristrún Kristjáns- dóttir, Stjörnunni, eigast við í bikarúrslitaleiknum í fyrrahaust. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Pepsi-deild kvenna 1. umferð - leikir hefjast kl. 16.00: Stjarnan - Fylkir Valur - Grindavík Breiðablik - Þróttur R. Afturelding - KR Þór/KA - ÍBV FÓTBOLTI Manchester United getur tryggt sér enska meistara- titilinn í dag með því að fá stig gegn Blackburn. Sir Alex Fergu- son, stjóri Man. Utd, ætlar að tefla fram öflugu liði sem á að sjá til þess að United verði orðið meistari fyrir lokaumferðina. Allir lykilmenn United koma til greina í liðsvali dagsins nema Edwin van der Sar, sem fær að hvíla sig. „Þetta er risastór leikur og við verðum að nálgast hann á réttan hátt. Þess vegna mun ég tefla fram mínu sterkasta liði,“ sagði Ferguson, en með stiginu vinnur United sinn 19. titil og fer þar með fram úr Liverpool í titlasöfnun. - hbg Man. Utd mætir Blackburn: Verður United meistari í dag? SÁ EFTIRSÓTTI Ferguson vill tryggja sér þennan bikar í dag. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Björn Jónsson samdi í gær við KR til loka tímabilsins. Hann er 21 árs gamall leikmaður sem var á mála hjá Heerenveen í Hollandi í á sjötta ár, þar til hann fékk sig lausan þaðan í janúar síðastliðnum. „Það komu í raun bara tvö lið til greina hjá mér – FH og KR. Ég æfði með FH um daginn en ákvað að semja við KR. Þar eru góðir þjálfarar, flottir leikmenn og gott lið. Ég sé fyrir mér að þarna fái ég tækifæri til að vinna mig upp úr mínum meiðslum og bæta mig sem knattspyrnumann,“ sagði Björn við Fréttablaðið í gær. Hann fór í aðgerð vegna kvið- slits í síðasta mánuði og er að komast aftur af stað núna. Ein- hver bið verður þó eftir því að hann geti spilað sinn fyrsta leik með KR. „Ég ætla að taka mér góðan tíma og passa mig á því að fara ekki of snemma af stað,“ sagði Björn, sem hlakkar til að fá að spreyta sig hér á Íslandi. „Ég lærði margt í Hollandi en er sáttur við að koma heim nú.“ - esá Björn Jónsson samdi við KR til loka tímabilsins: Leist best á KR-inga www.skra.is ÞÍ 2 01 10 50 9 RR S Nú geturðu tilkynnt flutning á netinu v. 30,5m (neðri hæð) 37,5m (efri hæð) Lindarvað 5 og 9 110 Rvk Glæsilegar sérhæðir Eftirsóttur staður Tvíbýlishús Nánari upplýsingar veitir: Davíð Jónsson og Már Alfreðsson í síma 697 3080 og 615 8200 14:00 - 15:00 laugardagur 14.maí OPIÐ HÚS Í DAG - með þér alla leið - www.miklaborg.is Síðumúla 13 108 Reykjavík Sími: 569 7000 Óskar R. Harðarson og Jason Guðmundsson, löggiltir fasteignasalar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.