Fréttablaðið - 14.05.2011, Síða 16

Fréttablaðið - 14.05.2011, Síða 16
16 14. maí 2011 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Lúðvík Jósepsson var ein-hver vinsælasti sjávar-útvegsráðherra sem um getur. Útgerðarmenn töldu sig eiga hauk í horni þar sem hann var. Fólk í sjávarbyggðum leit á hann sem sinn mann. Aðgangsorð- in að þessari pólitísku velgengni voru tvö: Ofveiði og verðbólga. Í beinu samhengi við útfærslu landhelginnar í byrjun áttunda áratugarins var Lúðvík Jósepsson forvígismaður þess að Íslending- ar sjálfir héldu áfram þeirri rán- yrkju sem Bretar höfðu stundað á Íslandsmiðum. Samhliða hratt hann af stað einhverri mestu póli- tísku offjárfestingu í sjávarútvegi sem um getur. Almenningur, eig- andi auðlindarinnar, borgaði fyrir eft ir leiðum gengisfellinga og verðbólgu. Lengst af var þó almenn sátt um sjávarút- vegsstefnuna. Undirstöðuat- vinnugreinin va r í sér - stöku hólfi og verðbólgan í öðru. Pólitíski vandinn var sá að menn afneituðu efnahagslegum tengslum milli hólfanna. Jóhann- es Nordal hlaut ámæli fyrir geng- isfellingar og verðbólgu en Lúðvík Jósepsson lof fyrir togaravæðingu. Þessu efnahagsskipulagi var kollvarpað fyrir tuttugu árum með markaðskerfi í sjávarútvegi. Það var óvinsælt. Hólfin voru áfram tvö. Þegar hagræðingin kom fram var fiskveiðikerfið svarti Pétur. Stöðugra gengi og bætt lífskjör almennings voru hins vegar Seðla- bankanum að þakka. Nú hefur ríkisstjórnin ákveð- ið að kollvarpa markaðskerfinu í sjávarútvegi. Tekið verður upp pólitískt miðstýringar- og milli- færslukerfi. Fjölga á fiskiskipum og störfum. Allar byggðir eiga að njóta velsældar með nýjum skip- um og nýjum fiskvinnslustöðvum. Þetta mun styrkja ríkisstjórnina. Lögmálið er hins vegar óbreytt. Aðgangsorðin að vinsældum í sjávarútvegi eru sem fyrr: Ofveiði og verðbólga. Aðgangsorð pólitískra vinsælda ÞORSTEINN PÁLSSON Útvegsmenn hafa áhyggj-ur. Þeir ættu þó að hafa í huga að fjármálaráð-herra sagði í viðtali á dögunum að engum dytti í hug að veikja rekstrarskilyrði sjávarút- vegsins. Enginn þarf því að óttast að útgerðir lendi í rekstrarerfið- leikum þó að eigið fé þeirra brenni upp. Fjármálaráðherrann hefur oft á tíðum lýst því að krónan sé nauðsynlegt tæki fyrir stjórnvöld til sveigjanlegra ákvarðana við hagstjórnina og hlotið lof margra fyrir. Fyrirtæki sem missa veiðiheim- ildir standa uppi með óbreytta fjár- festingu og minni tekjur. Sá mikli fjöldi nýliða sem bætist við þarf að fjárfesta í skipum og fiskvinnslu- húsum án þess að fá nægjanlegar tekjur. Bæði ný og gömul fyrirtæki þurfa síðan að standa undir hærra auðlindagjaldi. Þetta þýðir að smám saman verður vikið frá ábyrgri stefnu um sjálfbærar veiðar. Síðan verð- ur fiskverð að hækka til að mæta auknum kostnaði við veiðarnar. Verkurinn er hins vegar sá að inn- lendar verðhækkanir er ekki unnt að flytja út. Þá er aðeins eitt ráð eftir: Almenningur borgar brúsann með gengisfellingu á sveigjanleg- um krónum fjármálaráðherrans. Útgerðarmenn geta einnig reitt sig á að fjármálaráðherrann láti neytendur borga auðlindagjald- ið í raun eftir sömu leiðum. Hann hefur lofað að tryggja afkomu útgerðanna með verðbólgu. Því loforði má treysta. Það er almenn- ingur sem fyrst og fremst þarf að hafa áhyggjur. Honum hefur fjármálaráðherrann engu lofað. Þá mun sjávarútvegurinn þurfa á pólitískri fjármögnun að halda eins og aðrar atvinnugreinar sem lúta pólitískri stýringu. Óhjá- kvæmilegt er því að endurvekja gamla sjóðakerfið. Þeir peningar skattborgaranna sem notaðir verða í þeim tilgangi fara ekki í sjúkra- hús og skóla. Þessu loforði má treysta Ríkisstjórnin telur nýja sjávarútvegskerfið vera mesta réttlæti allra tíma. Það má vel vera. En það réttlæti kaupir almenningur fullu verði. Efnahagsáhrifin munu koma fram á löngum tíma og ekki að marki fyrr en á nýju kjörtíma- bili. Það breytir ekki hinu að þetta er stærsta skref sem stigið hefur verið aftur á bak í hagstjórn. Með samstarfsáætluninni við AGS og umsókninni um aðild að ESB var stefnan sett á markaðsbú- skap og stöðugleika í ríkisfjármál- um og peningamálum. Markaðs- kerfi í sjávarútvegi er forsenda fyrir stöðugum gjaldmiðli. Nú er stefnt í gagnstæða átt. Forystumenn Samfylkingar- innar halda greinilega að sjávar- útvegurinn sé eitt einangrað hólf og aðild að ESB annað. Ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar er að færa Ísland efnahagslega fjær því að geta tekið þátt í Evr- ópusamstarfinu. Það ber vott um pólitískan tvískinnung. Andstaða útgerðarmanna við Evrópusamvinnuna hefur jafnvel verið ríkari en varðstaða þeirra um markaðskerfið. Þegar mark- aðskerfið fýkur minnka líkurnar á að Ísland komist í ESB. Að því leyti gæti þetta verið sigur í ósigri fyrir LÍÚ. Sigur í ósigri fyrir LÍÚ Þ að sem byrjaði nógu illa – sem mengunarhneyksli á Ísa- firði þar sem bæjaryfirvöld, umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun héldu niðurstöðum mælinga á mengun frá sorpbrennslustöðinni Funa leyndum fyrir íbúum – hefur heldur betur undið upp á sig. Ný úttekt Ríkisendur- skoðunar, sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra fór fram á, er samfelldur áfellisdómur yfir stjórnsýslu umhverfismála á Íslandi að því er varðar mengun frá sorpbrennslum. Segja má að í þessu máli komi fram ýmis séreinkenni íslenzkrar stjórnsýslu, sem meðal annars voru gagnrýnd í skýrslu rannsóknar nefndar Alþingis. Þar á meðal vanhæfni, skamm- tímahugsunarháttur, heimóttar- leg sérhagsmunagæzla og sá grímulausi tvískinnungur sem oft kemur fram í samskiptum Íslands við önnur ríki, þar sem við teljum okkur sjálf alls ekki eiga að standa undir sömu kröfum og við gerum til umheimsins vegna „sérstöðu“ okkar. Ísland barðist um árabil fyrir því að settar yrðu alþjóðlegar regl- ur sem hömluðu gegn því að þrávirk efni bærust í hafið frá land- stöðvum – þar á meðal díoxín og þungmálmar frá sorpbrennslum. Hugsunin að baki málflutningnum var sú að mengun hafanna gæti spillt stórlega hagsmunum íslenzks sjávarútvegs, þar sem neyt- endur vildu ekki mengaðan fisk. Það kann líka að hafa hvarflað að einhverjum að díoxín væri heldur ekki gott fyrir fólk og fénað í nágrenni stöðvanna en minna bar á þeirri röksemd. Það var mikill sigur fyrir málstað Íslands þegar Evrópusam- bandið stórherti reglur um sorpbrennslur. Þegar svo kom að því að Ísland átti sjálft að uppfylla þær vegna aðildar sinnar að Evrópska efnahagssvæðinu hófu sveitarstjórnarmenn upp mikinn grátkór og sögðust ekki hafa efni á að reka sorpbrennslur, sem uppfylltu skil- yrði Evróputilskipunarinnar. Sumar þessara sorpbrennslna voru þó reknar í sveitarfélögum, sem eiga allt sitt undir sjávarútvegi. Skýrsla Ríkisendurskoðunar sýnir að ekkert raunverulegt kostn- aðarmat lá til grundvallar kröfu Íslands um undanþágu. Engar mælingar voru heldur til á mengun frá sorpbrennslustöðvunum og því gat enginn vitað hvort fullyrðingar um að hún væri lítil og meinlaus væru réttar eða ekki. ESB féllst með semingi á undanþágu Íslands, en með ströngum skilyrðum um m.a. mengunarmælingar og endurskoðun undan- þágunnar þegar betri mengunarvarnatækni væri komin til sögu. Ríkisendurskoðun telur umhverfisráðuneytið hafa vanrækt algjör- lega að fylgja þessum skilyrðum eftir. Þá hafi Umhverfisstofnun látið það líðast árum saman að sorpbrennslurnar væru reknar í andstöðu við ákvæði í starfsleyfum þeirra, lögum og reglum. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að Hollustuvernd, sem síðar rann inn í Umhverfisstofnun, lagði árið 1997 til rannsókn á díox- ínmengun frá íslenzkum fyrirtækjum, sem hefði kostað um 15 milljónir. Umhverfisráðuneytið svæfði málið og beindi þess í stað kröftunum að því að fá undanþágu frá hinum alþjóðlegu reglum. Bæjarstjórn Ísafjarðar hefur beðizt afsökunar á sínum þætti í díoxínhneykslinu. Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun hafa lýst því yfir að starfsháttum verði breytt og lofað bót og betrun, en væri ekki full ástæða til að yfirmenn þessara stofnana bæðust líka afsökunar á þessu yfirgengilega klúðri? Díoxínhneykslið vindur upp á sig: Íslenzka kerfið Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.