Fréttablaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 100
14. maí 2011 LAUGARDAGUR56
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 14. maí 2010
➜ Fyrirlestrar
Í Þjóðminjasafni Íslands við Suður-
götu verða fluttir tveir fyrirlestrar um
samtímaljósmyndun. Ath. fyrirlestrarnir
fara fram á ensku.
12.15 Harri Pälviranta fjallar um
ljósmyndaröðina Barinn (Battered)
sem verður opnuð í Norræna Húsinu í
tengslum við dagskrá Listahátíðar 2010.
13.30 Inese Baranovska heldur kynn-
ingu á samtímaljósmyndun í Lettlandi.
➜ Tónleikar
14.00 Tríó Björns Thoroddsen og
Andrea Gylfadóttir flytja þekkt sönglög
og ljóð á tónleikum í Félagsmiðstöðinni
að Hæðargarði 31. Allir velkomnir.
20.00 Hörður Torfason heldur tón-
leika í Iðnó við Vonarstræti.
20.00 Kór Akraneskirkju heldur tón-
leika í Hveragerðiskirkju við Hverahlíð
ásamt Tómasi R. Einarssyni kontrabassa-
leikara og Gunnari Gunnarssyni organ-
ista. Á efnisskránni verða sálmar og lög
af veraldlegum toga.
22.00 Creedence Travellin’Band flytur
öll bestu lög Creedence Clearwater
Revival á Græna hattinum við Hafnar-
stræti á Akureyri. Húsið verður opnað
kl. 21.
➜ Fundir
10.00 Oddvitar framboðslistanna í
Hafnarfirði mæta á fund Þjóðmála-
hópsins í Deiglunni og ræða um at-
vinnumál og atvinnuleysi. Fundurinn fer
fram í Rauðakross-húsinu við Strand-
götu, (2. hæð), gengið inn Fjarðargötu
megin.
➜ Sýningar
Þorsteinn Helgason hefur opnað
sýningu í Reykjavík Art gallery við
Skúlagötu 30. Opið alla daga nema
mánudaga kl. 14-17.
Daði Guðbjörnsson hefur opnað
sýningu á vatnslitamyndum í Galleríi
Fold við Rauðarárstíg. Opið mán.-fös. kl.
10-18, lau. kl. 11-16. og sun. kl. 14-16.
➜ Fyrirlestrar
12.00 Ljósmyndarinn Gary Schneider
flytur erindi þar sem hann fer yfir feril
sinn í máli og myndum. Fyrirlesturinn
fer fram í Listasafni Reykjavíkur við
Tryggvagötu og er í tengslum við sýn-
ingu á verkum hans sem verður opnuð
á laugardag.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig er
hægt að skrá þá inni á visir.is.
Magnús Helgason myndlistar-
maður opnar sýningu sína Guð
birtist mér í Gallerí Ágúst í dag.
Magnús stundaði myndlistar-
nám í AKI í Hollandi frá 1997
til 2001 og hefur síðan sinnt
myndlist jafnt sem ljósmyndun
og kvikmyndagerð, til dæmis
sýnt kvikmyndir við tónlist tón-
listarmanna á borð við Jóhann
Jóhannsson, Kiru Kiru og Appa-
rat Organ Quartet. Síðasta sýn-
ing hans var í Hafnarhúsinu í
október síðastliðnum.
Í tilkynningu frá Gallerí
Ágúst segir að verk Magnúsar
einkennist af frjálsri tjáningu,
tvíræðni, absúrdisma og húmor.
Fyrir vikið geri verk hans þar
með ákveðnar kröfur til áhorf-
enda. Þá notar hann óhefðbund-
in efni í málverk sín, til dæmis
gler og tré, jafnvel plast, snæri
og pappír.
Gallerí Ágúst er við Baldurs-
götu 12. Sýningin verður opnuð
klukkan 16.
Guð birtist Magnúsi
MAGNÚS HELGASON
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Virðing
RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Rafræn atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna um nýgerðan
kjarasamning VR og SA er hafin og stendur til kl. 12:00, 25. maí.
Nánari upplýsingar um samninginn og atkvæðagreiðsluna er
að finna á heimasíðu VR, www.vr.is
Hvetjum alla félagsmenn til að nýta atkvæðisrétt sinn og kjósa.
Nei eða já?
Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969
www.ils.is
110% leiðin – átt þú rétt?
· Ef skuldir eru umfram 110% af verðmæti fasteignar er hægt að sækja
um að skuldirnar verði færðar niður að 110% af verðmæti eignarinnar.
· Á við um lán til kaupa á íbúð til eigin nota sem áttu sér stað fyrir árið 2009.
· Ef veðrými er á öðrum eignum umsækjanda lækkar niðurfærsla skulda sem því nemur.
Kannaðu málið fyrir 1. júlí nk., en þá rennur út frestur til að sækja um þessa niðurfærslu.
Sækja skal um rafrænt á www.ils.is.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MÁ BJÓÐA
YKKUR
MEIRI VÍSI?