Fréttablaðið - 14.05.2011, Side 40

Fréttablaðið - 14.05.2011, Side 40
2 matur 500 g hvítur þéttur fiskur, til dæmis lúða eða brakandi fersk ýsa safi úr 6 límónum ¼ bolli ólífuolía 1 skalotlaukur mjög fínt saxaður ½ rauð paprika söxuð í fína teninga 2 rauð chilli fræ- hreinsuð og söxuð mjög fínt 2 vel þroskaðir tómatar kjarn- hreinsaðir og sax- aðir fínt 1 lítil krukka smár kapers, hellið vökv- anum frá hrásykur salt og pipar ferskur koriander Skerið fiskinn í frekar smáa bita og kreistið safa úr 6 límónum yfir. Blandið restinni af hráefnunum, nema koriandernum, og veltið vel saman. Geymið í ísskáp í 2-3 tíma. Smakkið til með hrá- sykri, salti og pipar. Setjið í skál eða litlar skálar og dreifið ferskum koriander yfir. Frábært sem léttur forréttur eða sem réttur á hlaðborði. ÚR GRÆNMETI Í HRÁAN FISK Vera Einarsdóttir SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM: matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Gunnar V. Andrésson Pennar: Friðrika Benónýsdóttir, Júlía Margrét Alexandersdóttir, Marta María Friðriksdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is FISKBÚÐIN VEGAMÓT Ég tók upp á því að gerast grænmetisæta sem unglingur en hafði hvorki aldur né þroska til að útfæra það frekar. Ég borðaði hvorki kjöt né fisk í fjögur ár og hirti ekkert um að bæta mér það upp með baunum eða öðru próteinríku fæði. Fyrir vikið uppskar ég þennan líka myndarlega næringarskort sem háði mér um skeið. Þegar ég gekk með son minn, tvítug, fór ég þó samviskunnar vegna að kroppa í afurðir úr dýraríkinu þó mér byði við æðum og dýrablóði og lét nokkrum árum seinna alfarið af þessari vitleysu. Ég veit þó nákvæmlega upp á hár hvernig hún kom til: Ég var fimm ára og fylgdist með móður minni veiða fisk. Hún stóð sigrihrósandi á bakkanum með fenginn en tók svo upp á því að berja greyinu án afláts við stein. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Mamma sem var alltaf svo góð. Allt í einu stóð hún þarna með tryllings- legt augnaráð og blóðið spýttist í allar áttir. Eftir þetta borðaði ég aldrei „veiddan fisk“ og þurfti ávallt að sannfæra mig um að ýsan, sem í þá daga var á boðstólum að minnsta kosti þrisvar í viku, kæmi beint úr frystikistunni og hefði aldrei nokkurn tímann synt frjáls í söltum sjó. Upp frá þessu þróaði ég svo með mér skelfilega matvendni og þurfti oftar en ekki að draga mig undan borðum löngu eftir að annað heim- ilisfólk var búið að borða og mata mig á köldum afgöngum. Man ég sérstaklega eftir stöppuðu ýsunni og býður við tilhugsuninni … Í dag hefur minningin loksins dofnað og ég er orðin hin mesta fiskæta. Ég er fastagestur á snilldarstaðnum Fylgifiskum þar sem er hægt að kippa með sér dýrindis skötusel, löngu, kola og bleikju í alls kyns kryddlegi og henda inn í ofn. (Viðurkenni reyndar að húsmæðraleti spilar þarna ansi stóra rullu en afsaka mig með því að á mínu heimili sé að minnsta kosti boðið upp á meinholla skyndirétti. Ég nenni ekki einu sinni að sjóða hrísgrón heldur kaupi forsoðið bygg eða kartöflur á staðnum). Þótt mótsagnakennt megi vera, í ljósi þess að ég vil sem minnst af því vita að dýraafurðir séu raunveru- lega af dýrum, þá er ég allra hrifnust af hráum fiski og er sushi þar efst á blaði. Þá er sítruseldað fiskmeti að mínu mati lostæti. Fiskbúðin Vegamót að Nesvegi 100 á Sel- tjarnarnesi er í gamalgrónu verslunar- húsi. „Hér hefur verið rekin verslun frá upphafi en húsið var byggt um 1930,“ segir Birgir Ásgeirsson, eigandi Vega- móta, sem rekið hefur verslunina í tvö ár. Segja má að gamli og nýi tíminn mæt- ist í fiskborði Vegamóta. „Við erum með eitthvað fyrir alla. Bjóðum upp á kinnar, gellur og soðinn fisk fyrir eldri kynslóð- ina, glænýjan línufisk, ýsu, þorsk og lax fyrir alla og svo ýmsa rétti sem hægt er að smella beint inn í ofninn sem eru vin- sælir meðal unga fólksins,“ telur Birgir upp. Hann segir þó eldri kynslóðina vera að vakna til meðvitundar um ágæti tilbúinna rétta og sé hún farin að kaupa slíka rétti í meiri mæli. Birgir segir bæði fólk úr hverfinu koma að versla við sig en hins vegar komi einnig fólk lengra að. „Fólk sem búið hefur í hverfinu heldur oft tryggð við okkur,“ segir hann glaðlega. Nýi og gamli tíminn mætast Þennan rétt er frábært að borða á sumrin, bæði sem forrétt eða sem hluta af smáréttaborði. Ég bý hann gjarnan til þegar ég á von á vinkonum í heimsókn og býð þá upp á ískalt hvít- vín með,“ segir Oddný Magnadóttir, veiðimaður og matgæðingur og eigandi verslunarinnar Veiðiflugna. „Í þessa uppskrift má nota hvaða hvíta fisk sem er, bara að hann sé þéttur og góður, lúða á vel við og einnig rækjur og skelfiskur. Sjálf nota ég gjarnan glænýja ýsu.“ Cheviche í sumar Oddný Magnadóttir matgæðingur. SUMARLEGT CHEVICHE FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hráir fiskréttir eiga vel við á heitum sumardögum og eru fljótlegir í fram kvæmd. Oddný Magnadóttir gefur lesendum uppskrift að sumarlegu „cheviche“. Sniðugt er að bera litla skammta af cheviche fram í fallegum glösum sem forrétt. NORDICPHOTOS/GETTY Fiskur Grænmeti F Forréttur Hvunndags/til hátíðabrigða Til hátíða- brigðaA Aðalréttur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.