Fréttablaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 32
14. maí 2011 LAUGARDAGUR32 Í mínu tilfelli hefur skákin alltaf snúist um að verða betri skákmaður, að þróa mína hugsun og hæfileika áfram. Ég hef lagt mun meiri áherslu á það og það hefur skipt mig meira máli en margt annað,“ segir Héðinn Steingrímsson stórmeistari, sem varð Íslandsmeistari í skák í annað sinn í lok síðasta mánaðar. Þetta er í annað sinn sem Héðinn stendur uppi sem sigur- vegari á Íslandsmótinu í skák. Fyrri titillinn kom fyrir heilu 21 ári, árið 1990, þegar Héð- inn var fimmtán ára undrabarn í íþróttinni og sá yngsti til að verða Íslandsmeistari. Það met stendur enn. Alls hefur hann einungis keppt þrisvar sinnum á Íslandsmeistaramótinu, tvi- sar unnið og einu sinni orðið í öðru sæti og árangurinn því eftirtektarverður. Teflir fyrir þýskt lið Héðinn hóf skákferil sinn ungur að árum í Ísaksskóla og keppti fyrst á Norðurlandamóti fyrir Íslands hönd sjö ára gamall. Í kjölfarið tefldi hann á hverju ári í sínum aldurflokki á Norðurlanda- mótum og sigraði undantekninga- laust. Þá er ótalinn fjöldi titla, sem Héðinn vann til heimafyrir. Héðinn varð síðan heimsmeistari í skák í flokki tólf ára og yngri í Puerto Rico árið 1987. Héðinn, sem tryggði sér stór- meistaratitil í skák árið 2007, er í dag stigahæsti virki skákmað- ur landsins og sá næststigahæsti ef allir eru taldir með, en hann vantar enn fjórtán ELO-stig til að skáka Jóhanni Hjartarsyni í þeim efnum. Sigur á Íslandsmótinu í lok apríl tryggði Héðni keppnisrétt á Evrópumóti einstaklinga, en einnig sæti í landsliði Íslands sem etur kappi við aðrar Evrópu- þjóðir í borginni Heraklion á eyj- unni Krít í Grikklandi í nóvem- ber. Þá teflir Héðinn fyrir þýska liðið Hansa Dortmund í þýsku Bundesligunni, sem er sterkasta deildakeppni heims ásamt þeirri rússnesku, en næsta verkefni liðsins er einmitt fjögurra liða úrslit þýsku deildakeppninnar í borginni Baden-Baden um næstu helgi. „Þessa dagana undirbý ég mig af kappi undir þessar viðureign- ir, enda geri ég ráð fyrir að tefla þar við menn sem eru meðal stigahæstu skákmanna heims,“ segir Héðinn, en meðal þeirra sem keppa í þýsku Bundeslig- unni, fyrir lið frá Baden-Baden, er Indverjinn Viswanathan Anand, en hann er heimsmeistari í skák og stigahæsti skákmaður heims. Spurður hvort ekki fylgi því mikil ferðalög að tefla fyrir lið í öðru landi segir Héðinn svo vissulega vera. „En svona er bara líf skákmannsins. Ég er alltaf á ferð og flugi.“ Tölvunarfræðin gagnast vel Héðinn er tölvunarfræðingur að mennt og starfaði í tölvugeiran- um við að þróa íslenska flugum- ferðarstjórnunarkerfið, áður en hann sneri sér alfarið að skák- inni. Í dag grípur hann í skák- kennslu hér á landi milli þess sem hann ferðast um heiminn og teflir. Mestur tími Héðins fer þó í undirbúning. Hann fylgist vel með nýjustu skákunum og les mikið af bókum um efnið, auk þess sem hann reynir að nýta sér tölvutækni til hins ítrasta. „Sú þekking sem ég hef viðað að mér í gegnum tölvunarfræð- ina gagnast mér vel í skákinni, því að skákin hefur með tíman- um færst mjög mikið í átt að tölv- unarfræðinni. Þegar ég byrjaði að tefla notaði ég tölvu ekki neitt. Í raun kunni ég ekkert á tölvur áður en ég menntaði mig á því sviði. Í dag vinna fremstu skák- mennirnir mjög mikið með tölvur og þurfa nánast að vera tölvunar- fræðingar. Íþróttin er líka mjög áhugaverð út frá sjónarhóli tölv- unarfræðinnar,“ segir Héðinn og bætir við að skákin hafi svokall- að veldisvísisflækjustig, sem sé í raun hæsta mögulega flækju- stigið. Skákhugbúnaður sé mjög áhugaverður og háþróaður frá sjónarhóli tölvunarfræðinnar og spennandi að kljást við nálgun á bestu lausn í óvissu umhverfi, rétt eins og í daglega lífinu. „Bæði eru til gagnagrunnsfor- rit yfir skákir sem tefldar hafa verið og viðlíka forrit sem tefla skák, en þau síðarnefndu nýtast til dæmis afar vel við að undir- búa skákbyrjanir. Ákveðnar leiðir í skákbyrjunum eru viður- kenndar sem þær bestu í fræð- unum og líklegt er að mótherji þinn velji einhverja af þessum viðurkenndu leiðum eða jafnvel einhverjar leiðir sem eru í tísku þá stundina. Í þeim tilfellum getur maður farið yfir þá mögu- leika sem í boði eru í svona for- ritum, bæði til að kanna hvaða leiðir ætti að velja og forðast, en líka til að fá upplýsingar um það hvernig skákirnar þróast ef þess- ar ákveðnu leiðir eru valdar,“ segir Héðinn. Vantar öflugri vélbúnað Hann segir slík forrit búa yfir allt annarri nálgun á skák en manns- hugurinn. Því gagnist honum vel að vera tölvunarfræðingur því hann þekki styrk- og veikleika for- ritanna og hvernig best sé að nýta þau til að ná fram sem vænlegastri niðurstöðu og túlka niðurstöðurn- ar á skynsamlegan hátt. Einnig sé kostur að hafa þekkingu á því hvernig mannshugurinn vinnur, en Héðinn hefur kynnt sér þau mál talsvert. „Það reynir á samvinnu mannshugans og tölvunnar og því komast tveir skákmenn, sem not- ast við nákvæmlega sama forrit- ið, yfirleitt að mjög ólíkri niður- stöðu. Skákforritin eru sum hver orðin svo flókin að það er varla á færi annarra en tölvunarfræðinga að vinna með þau. Skákforrit, sem notuð eru til kennslu og undir- búnings, henta mjög vel fyrir það sem í tölvunarfræðinni er kallað samhliða vinnsla, því hægt er að skoða áhrif mismunandi leikja samhliða.“ Í síðasta heimsmeistaraeinvígi í skák hafði annar keppendanna aðgang að BlueGene/P ofurtölvu frá IBM, einni stærstu og öflug- ustu tölvunni í heiminum í dag með 500 TFLOPS, en slík tölva kostar gríðarlegar fjárhæðir. Nýlega kom fram á sjónarsviðið önnur leið til að nýta sér slíka tækni, sem bygg- ist á dreifðri vinnslu. Þar heldur ein móðurtölva utan um gögnin og hægt er að tengja margar tölvur, sem eru vinnuhestar, við hana í gegnum internetið. Vinnuhestarn- ir geta verið hvaða nettengda tölva sem er. Allt sem þarf er að hafa lítið skákforrit hlaðið inn á vinnu- hestinn. Hægt er að koma þessu þannig fyrir að skákforritið keyri bara þegar ekki er verið að nota vinnuheststölvuna í annað. Einnig að bara móðurtölvan megi tengjast við port- og IP tölu vinnuhesttölv- unnar, og fyllsta öryggis sé þannig gætt. „Leiðin sem byggir á dreifðri vinnslu er sveigjanlegri og ódýr- ari en ofurtölva, þó að ofurtölva hafi líka ákveðna kosti,“ segir Héðinn. „Ég hef áhuga á að sam- eina skákina og tölvunarfræð- ina enn frekar með því að rann- saka, í samstarfi við hérlendan háskóla, tölvunarfræðilegu nálg- unina á skák, og áhrif mismunandi vélbúnaðarhögunar.“ Aðspurður segist Héðinn þessa dagana vera að vinna í því að tryggja sér aðgang að besta mögulega tæknibúnaði, enda mikil átök og erfiðir andstæðing- ar sem bíða á komandi stórmót- um. Það sé þó mjög fjárfrekur ferill og ástandið í þjóðfélaginu hjálpi ekki til í því sambandi. „Núna er ég að keyra þessi for- rit á ferðatölvunni minni og PC tölvu dag og nótt. Í tilfelli Blue- Gene/P ofurtölvunnar, þá var og er viðkomandi skákmaður styrkt- ur af sínu landi, en ástandið hér á Íslandi er auðvitað þannig að fáir eru aflögufærir. Ég er þó aðeins að leita fyrir mér í þessum málum,“ segir Héðinn og bætir við að þeir sem vilji fræðast nánar um þessi mál megi gjarn- an senda honum tölvupóst á net- fangið islandsmeistari@visir.is. Þroskandi íþrótt Héðinn segir vitað að skákiðkun hafi fjölmarga kosti fyrir unga sem aldna. Hún hjálpi börnum og unglingum að temja sér ein- beitingu og þolinmæði og ábyrgð- artilfinningu og stuðli að margs konar reikni- og rökfræðiþroska, svo fátt eitt sé nefnt. „Það er mjög mikilvægt að opna dyr að skákinni fyrir okkar yngri kynslóðum og því styð ég fyrirhuguð áform um að gera skák að skyldunámsgrein í grunnskólum af heilum hug,“ segir Héðinn. „Því er einnig spáð að Alzheimers-sjúkdómurinn verði eitt stærsta viðfangsefni heilbrigðiskerfisins í framtíðinni. Það er aldurstengdur sjúkdóm- ur og í vestrænum þjóðfélögum hækkar lífaldur fólks. Um dag- inn las ég að fólki sem fær Alz- heimer gæti fjölgað um helming hið minnsta á næstu áratugum. Það hefur verið sýnt fram á að besta leiðin til að fyrirbyggja og meðhöndla Alzheimer og viðlíka heilasjúkdóma er að vera and- lega virkur, að örva heilabúið, og þar getur skákin spilað stórt hlutverk.“ Bindur vonir við Hörpu Héðinn er sannfærður um að Harpa, nýja tónlistar- og ráð- stefnuhúsið, geti nýst fyrir stærri skákviðburði og orðið lyftistöng fyrir skáklistina eins og tónlist- ina. „Áhorfendur þurfa ekki bara að geta notið stemningarinnar og spennunnar í skáksal, heldur líka að njóta þess að hitta vini og kunningja. Horfa á skákirnar á sjónvarpsskjáum og skeggræða þær, sem og landsins gagn og nauðsynjar, gjarnan með léttar veitingar við hönd. Ég ber mikl- ar vonir til þess að við munum sjá stærstu skákmótin haldin í Hörpunni, að þar verði skemmti- leg og spennandi umgjörð sem við Íslendingar munum njóta,“ segir Héðinn. Það er mjög mikilvægt að opna dyr að skákinni fyrir okkar yngri kynslóðum og því styð ég fyrirhuguð áform um að gera skák að skyldunámsgrein í grunnskólum af heilum hug Bindur vonir við Hörpu Stórmeistarinn Héðinn Steingrímsson er nýkrýndur Íslandsmeistari í skák, en mótið vann hann síðast sem fimmtán ára gamalt undrabarn árið 1990. Hann sagði Kjartani Guðmundssyni frá lífi atvinnumanns í skák og kostum þess að vera menntaður tölvunarfræðingur í íþróttinni. ÍSLANDSMEISTARI Héðinn Steingrímsson er atvinnumaður í skák og teflir meðal annars fyrir liðið Hansa Dortmund í þýsku Bundesligunni, einni sterkustu deild heims. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.