Fréttablaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 84
14. maí 2011 LAUGARDAGUR40 Elston Gunn og Shadow Blasters 1 Hann var skírður Robert Allen Zimmer- man, en kallaði sig Elston Gunn um skamma hríð áður en hann tók upp lista- mannsnafnið Bob Dylan. 2 Dylan fæddist í borg-inni Duluth í Minnesota- fylki og ólst upp í bænum Hibbing. 3 Dylan er ekki eini íbúi Hibbing í Minnesota sem náð hefur frægð og frama. Körfuboltagoðsögn- in Kevin McHale er líka ættuð þaðan. 4 Dylan var skráður í Minnesota-háskóla í þrjár annir. Litlum sögum fer af námsárangri hans. 5 Í háskólanum var hann meðlimur í bræðrafélag- inu Sigma Alpha Mu. 7 Árið 1961 fór hann á puttanum til New York og hitti þar átrúnaðargoð sitt, þjóðlagasöngvarann Woody Guthrie, sem lá fár- veikur á spítala. Skákáhugamaðurinn Dylan 8 Dylan hefur alla tíð verið mikill áhuga- maður um bandarísku borgarastyrjöldina og allt sem henni tengist. 9 Dylan heillaðist af leikar- anum James Dean eftir að hafa séð kvikmyndina Rebel Without a Cause á unglingsárum. 10 Þegar Dylan bjó í Greenwich Village hverfinu í New York á sjö- unda áratugnum gerðist hann gríðarlegur skák- áhugamaður. 11 Dylan virðist vera áhugamaður um heimili rokkara. Árið 1987 skoðaði hann Graceland, árið 2008 bankaði hann upp á hjá íbúum æskuheimilis Neils Young í Winnipeg og ári síðar fór hann í skoð- unarferð um heimili Johns Lennon í Liverpool. 12 Eftirlætiskvikmynd Dylans er hin franska Tirez sur le pianiste eftir François Truffaut. Jóhannes skírari og Albert Einstein 13 Þegar Dylan skrif-aði undir sinn fyrsta plötusamning við Columbia laug hann því að framleið- andanum John Hammond að hann væri munaðarlaus. 14 Sjálfur hefur Dylan gefið út 43 hljóm- plötur. 15 Talið er að Dylan hafi alls selt yfir hundrað milljónir eintaka af plötum sínum. 16 Árið 1962 fór Dylan til London til að leika í sjónvarpsleikritinu Mad- house on Castle Street, þar sem hann lék m.a. Blowin‘ in the Wind, sem þá var enn ekki komið út. Eina eintakinu af myndinni var hent í vorhreingerningu BBC árið 1968. 17 Platan Another Side of Bob Dylan frá 1964 var öll tekin upp á einu kvöldi. 18 Nafntoguðu fólki hefur gjarnan brugð- ið fyrir í textum Dylans. Á plötunni Highway 61 Revisited frá 1965 koma t.d. Jóhannes skírari, Cecil B. DeMille, F. Scott Fitzger- ald, Albert Einstein, Ezra Pound, T.S. Eliot og Guð almáttugur allir við sögu. 19 Þótt þjóðlagaunnend-ur hafi sopið hveljur þegar Dylan fór að spila rokk árið 1965 gaf hann út fyrsta rokklagið sitt árið 1962, smáskífuna Mixed- Up Confusion. 20 Dylan samdi lagið Hurricane um boxar- ann Rubin Carter eftir að hafa heimsótt hann í fang- elsi, en þar sat Carter árum saman saklaus fyrir morð. 21 Lengsta Dylan-lagið sem komið hefur út á plötu er Highlands á Time Out of Mind. Það er heilar 16 mínútur og 32 sekúndur. 22 Like a Rolling Stone, lag Dylans, var valið besta lag allra tíma af Roll- ing Stone tímaritinu árið 2004. Besti afi í heimi 23 Afi og amma Dylans í móðurætt fluttust til Bandaríkjanna frá Úkraínu en móðurafi hans og amma frá Litháen. 24 Abram Zimmerman, faðir söngvarans, var mjög efnilegur hafna- boltaleikmaður áður en hann veiktist af mænusótt snemma á þrítugsaldri. 25 Fyrsta eiginkona Dylan, Sara Lownds, starfaði sem Playboy- kanína. 26 David Zimmerman, bróðir Dylans, starf- ar sem plötuframleiðandi. 27 Jakob, sonur Dylans, er tónlistarmaður. 28 Alls á Dylan sex börn og níu barnabörn. Á bílnum hans er stuðara- límmiði sem á stendur „Besti afi í heimi“. Maður með mönnum 29 Yfir 2.000 listamenn hafa hljóðritað lög Dylans. 30 Eftir að Elvis Presley lést yrti Dylan ekki á nokkurn mann í heila viku. 31 Dylan kynnti með-limi Bítlanna fyrir marijúana neyslu á Delmonico-hótelinu í New York árið 1964. 33 Í lagi sínu Thunder on the Mountain fer Dylan fögrum orðum um R’n’B-söng- konuna Aliciu Keys. 34 Um miðjan níunda áratuginn bankaði Dylan upp á hjá pípar- anum og Lundúnabú- anum Dave. Dave var ekki heima en konan hans sagði að hann væri væntanlegur. Það var ekki fyrr en Dylan var búinn að bíða dágóða stund inni í eldhúsi sem það kom upp úr dúrnum að Dylan hafði farið húsavillt og Dave pípari var ekki Dave Stew- art í Eurythmics. 35 Nokkur óvænt lög eftir aðra sem Dylan hefur tekið á tón- leikum: Dancing in the Dark (Bruce Springsteen), Brown Sugar (The Roll- ing Stones), London Call- ing (The Clash), Hallelujah (Leonard Cohen). 36 Dylan hefur samið tvö lög með Gene Simmons í Kiss. Þau komu út á sólóplötu þess síðar- nefnda frá árinu 2004, plöt- unni Asshole. 37 Dylan hefur líka samið lög með George Harrison, Bono, Willie Nelson og Michael Bolton. 38 Dylan kallaði tónlistar manninn Smokey Robinson eitt sinn „mesta ameríska skáldið“. Áhrifamikið afmælisbarn Einn merkasti tónlistarmaður sögunnar fagnar sjötugsafmæli sínu eftir tíu daga. Af því tilefni tóku Kjartan Guðmundsson og Ölvir Gíslason saman sjötíu atriði sem þú vissir kannski ekki um Bob Dylan, eitt fyrir hvert ár sem hann hefur lifað. 6 Fyrsta hljóm-sveitin sem Dylan stofnaði hét The Shadow Blasters. Hafnaði Woodstock 39 Dylan rauk út í fússi þegar ritskoðarar CBS meinuðu honum að spila lagið Talkin‘ John Birch Paranoid Blues í þætti Eds Sullivan árið 1963. 40 Dylan hefur spilað öll lögin af Blonde on Blonde (1966) á tónleikum, fyrir utan tvö: Temporary Like Achilles og Sad Eyed Lady of the Lowlands. 41 Árið 1964 fór Óttar Felix Hauksson 30 sinnum í Tónabíó til að sjá Bítlamyndina A Hard Day‘s Night. Áratug síðar gerði hann sér ferð til Bandaríkj- anna til að sjá Bob Dylan, sem þá var í fyrstu tón- leikaferð sinni í átta ár. 43 Dylan hafnaði því að troða upp á Wood- stock-tónleikahátíðinni 1969. 44 Dylan hefur tvisvar spilað á saxófón á sviði: Á tveimur tónleikum árið 1981 blés hann í sax- inn á meðan æskuvinur hans Larry Kegan (sem var bundinn við hjólastól) söng Chuck Berry-slagarann No Money Down. 45 Dylan spilaði tvisvar austan við Járntjaldið. Árið 1985 var hann gestur á ljóðahátíð í Moskvu og 1987 spilaði hann í Austur- Berlín. 46 Lengstu tónleikar sem Dylan hefur haldið voru í klúbbnum Toad‘s Place í New Haven, 12. janúar 1990. Hann spilaði 50 lög og spilaði í fjóra tíma (með tveimur hléum). 47 Bassaleikarinn Tony Garnier hefur spilað á fleiri tónleikum með Dylan en nokkur annar: á þriðja þúsund tónleika frá 1989. 48 Lagið sem Dylan hefur oftast flutt á tónleik- um, yfir 2.000 sinnum, er All Along the Watchtower. Hann hefur einnig sagt að útgáfa Jimi Hendrix af lag- inu sé sú besta. Á rölti um Miklatún 49 Dylan hefur spilað tvisvar hér á landi, árin 1990 og 2008. 50 Kannski var engin furða að Dylan virtist hálfhvekktur þegar hann lenti á Keflavíkurflug- velli 26. júní 1990. Hann þurfti að bíða í tólf tíma á JFK-flugvelli í New York á meðan gert var við vélar- bilun í Boeing-vél Flug- leiða. 51 Dylan gisti á Hótel Esju fyrir tónleika sína á Íslandi 1990. Fyrir tónleikana fékk hann lánað reiðhjól og hjólaði niður í Laugardalshöll. 52 Bubbi Morthens hit-aði upp fyrir Dylan í Höllinni. Í grein um tón- leikana sem birtist í breska Dylan-tímaritinu The Telegraph var Bubbi lof- aður í hástert. 53 Ekki var nóg með að Bubbi Morthens hitaði upp fyrir Dylan í Laugardals- höllinni 1990; sjálfur Egill Helgason kynnti hann á svið. 54 Fyrsta lagið á tón-leikum Dylans í Höllinni 1990 var Subterranean Homesick Blues. Á tónleikunum 2008 var fyrsta lagið Stuck Inside of Mobile with the Memphis Blues Again. 55 Á Reykjavíkurtón-leikunum 1990 nefndi Bob á milli laga að Íslands- för hans myndi kæta sveit- unga hans í Minnesota, þar sem víkingar hefðu fyrstir manna numið þar land. 32Bill Wyman, fyrrum bassa- leikari Rolling Stones, kallaði Blood on the Tracks frá 1974 „einu gallalausu plötu“ Dylan. 42 Einu tónleikar Dylans í fullri lengd á árunum 1966-1974 voru á Isle of Wight tónleikahátíðinni á Englandi sumarið 1969. John Lennon og Ringo Starr voru á meðal áhorfenda og spiluðu tennis við Bob fyrir tónleikana. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.