Fréttablaðið - 03.09.2011, Síða 10
3. september 2011 LAUGARDAGUR10
Listasafn Reykjavíkur auglýsir eftir
verkum Karenar Agnete Þórarinsson
(1903–1992) listmálara vegna sýningar
á Kjarvalsstöðum í janúar 2012.
Listasafn Reykjavíkur
Reykjavík Art Museum
Leit að
listaverkum
Þeir sem kynnu að eiga verk eftir hana eru vinsamlega beðnir um
að hafa samband við Unni Mjöll Leifsdóttur hjá Listasafni Reykjavíkur
í síma 590-1200, eða í netfangið unnur.mjoll.leifsdottir@reykjavik.is.
NEYTENDAMÁL Sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra hefur frest-
að til áramóta gildistöku reglu-
gerðar um merkingu og rekjan-
leika erfðabreyttra matvæla, sem
átti að taka gildi síðastliðinn mið-
vikudag. Neytendasamtökin mót-
mæla frestuninni harðlega en lög-
fræðingur í ráðuneytinu segir
innflytjendur hafa beðið um frest-
inn. Sá hluti reglugerðarinnar sem
veit að merkingum dýrafóðurs úr
erfðabreyttum
hráefnum hefur
þega r tek ið
gildi.
Reglugerðin
felur í sér að
matvæli sem
innihalda erfða-
breyttar lífver-
ur, til dæmis
hveitikorn,
maís eða soja,
skul i merkt
greinilega á umbúðum eða í hillu.
Markmiðið með reglunum er
að upplýsa neytendur matvæla
og kaupendur fóðurs um innihald
vöru, það er hvort hún innihaldi
erfðabreytt hráefni. Deilur um
ágæti erfðabreyttra matvæla hafa
verið eitt stærsta neytendamál
síðari ára á heimsvísu. Skýrar
reglugerðir um merkingu erfða-
breyttra matvæla eru í öllum
öðrum ríkjum Evrópska efna-
hagssvæðisins (EES) en málin
horfa öðru vísi við í Bandaríkj-
unum og erfitt gæti reynst að fá
nauðsynlegar upplýsingar um
allar vörur.
Baldur Erlingsson, lögfræðing-
ur hjá ráðuneytinu, segir innflytj-
endur matvöru frá Bandaríkjun-
um hafa óskað eftir frestinum.
Bjarni Harðarson, upplýsinga-
fulltrúi ráðuneytisins, segir þó
að reglurnar muni koma til fram-
kvæmda.
„Það er engan bilbug á okkur
í ráðuneytinu að finna og þessi
reglugerð er á leiðinni,“ segir
Bjarni en bætir því við að það hafi
þótti sjálfsagt að verða við ósk um
frest því að aðlögunin gæti tekið
tíma og enn þurfi að fara í gegn-
um ýmis atriði. „Það er alveg eðli-
legt.“
Neytendasamtökin fögnuðu
nýju reglugerðinni er hún var
undirrituð í lok síðasta árs en
harma nú frestunina.
„Ég skil ekki þessa frestun og
vil fá rök ráðherra fyrir henni,“
segir Jóhannes Gunnarsson, for-
maður Neytendasamtakanna.
„Ég spyr því, hverra hagsmuna
er verið að gæta? Eru það hags-
munir innflytjenda?“
Jóhannes segir einnig umhugs-
unarvert hvort til standi að breyta
reglunum frekar áður en þær taki
gildi. Hann tekur þó fram að það
sé ekki hlutverk Neytendasamtak-
anna að segja fólki hvort það eigi að
kaupa erfðabreyttar vörur eða ekki.
„Hins vegar þurfa neytendur
slíkar upplýsingar til að geta valið
vörur á upplýstan hátt.“
Jóhannes segir innflytjendur
hafa fengið nægt svigrúm til að
laga sig að reglugerðinni. Þar að
auki hafi önnur EES-ríki búið við
slíkar reglur um árabil.
„En við sitjum enn og bíðum, og
það er óviðunandi fyrir íslenska
neytendur.“ thorgils@frettabladid.is
Ég spyr því, hverra
hagsmuna er verið
að gæta? Eru það hagsmunir
innflytjenda?
JÓHANNES GUNNARSSON
FORMAÐUR NEYTENDASAMTAKANNA
Reglum um erfða-
breyttan mat frestað
Gildistöku reglugerðar um merkingu matvöru sem inniheldur erfðabreytt hrá-
efni hefur verið frestað til áramóta. Neytendasamtökin harma frestunina. Ráðu-
neytið segir innflytjendur hafa beðið um frest en ekki sé verið að hætta við.
MATVÆLAREGLUGERÐ SKOTIÐ Á FREST Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur
frestað gildistöku reglugerðar um merkingu matvæla sem innihalda erfðabreytt
matvæli. Neytendasamtökin segja um mikið hagsmunamál fyrir neytendur að ræða.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
JÓHANNES
GUNNARSSON
SKATTAR Efnahags- og skattanefnd
afgreiddi í gær frumvarp um að
lækka virðisaukaskatt á rafbæk-
ur og tónlist á netinu. Þessir vöru-
flokkar eru nú í hærra skattþrepi
og bera 25,5 prósenta skatt, en
munu bera 7 prósenta skatt verði
breytingin að veruleika.
Allar líkur eru á því að svo
verði, þar sem frumvarpið var
afgreitt samhljóða úr nefndinni
af fulltrúum allra flokka.
Helgi Hjörvar, formaður nefnd-
arinnar, segir að nefndin vilji að
tónlist og rafbækur á netinu beri
sama skatt og
tónlist og bækur
í áþreifanlegu
formi.
„Fyrir utan
jafnræðissjón-
armiðin og það
að skapa skap-
a nd i g rei n -
um jákvæðara
umhverfi þá er
þetta líka hugsað sem liður í því að
hraða rafbókavæðingunni hérna,
ekki síst í kennslubókum,“ segir
Helgi.
Hann segir breytinguna líka
hugsaða til þess að mæta því að
mikið af tekjum á þessu sviði hafi
ekki skilað sér. Erlendir aðilar hafi
ekki staðið skil á skatti og tekjur
hafi tapast með því að hafa þetta í
hærra þrepi.
„Inni í þessu er ákvæði um að
erlendir aðilar sem selja hér skrái
sig hér á landi og skili virðisauka-
skatti af þeirri sölu sem er hér á
Íslandi. Þetta mun skila tekjum,
en ekki leiða til verðhækkunar
þar sem fyrirtækin skila nú þegar
vaski, en heima fyrir.“ - kóp
Samstaða á Alþingi um að lækka virðisaukaskatt á rafbækur og tónlist á netinu:
Rafbækur og nettónlist í lægra þrep
HELGI HJÖRVAR
BRETLAND, AP Lekasíðan Wikileaks
hefur nú birt öll bandarísku sendi-
ráðsskjölin, sem hún hóf birtingu
á í lok síðasta árs í samvinnu við
nokkra helstu fjölmiðla heims.
Samstarfsfjölmiðlar hennar,
virt dagblöð á borð við New York
Times, Guardian og Le Monde,
gagnrýna það að flest skjölin séu
nú birt án þess að þurrka út við-
kvæmar upplýsingar, sem geta
stefnt einstaklingum í hættu.
Meðal annars geta stjórnvöld
í löndum á borð við Kína, Búrma
og Rússland auðveldlega fundið í
skjölunum nöfn stjórnarandstæð-
inga og andófsmanna, með afleið-
ingum sem enginn veit hverjar
verða.
Birting skjalanna hafði gengið
hægt, enda var þess lengi vel gætt
að birta þau ekki fyrr en sam-
starfsfjölmiðlarnir hefðu farið í
gegnum þau og hreinsað út þessar
viðkvæmu upplýsingar.
Á Twitter-síðu Wikileaks segir
að ekki hafi verið um annað að
ræða en að birta öll skjölin, því
afrit þeirra væru þegar komin í
umferð manna á milli.
Breska blaðinu Guardian hefur
verið kennt um að birta lykilorð,
sem veitti hverjum sem er aðgang
að skjölunum. Fulltrúar Guardian
segja hins vegar að á Wikileaks
hefðu menn ekki átt að endurnýta
gamalt lykilorð fyrir þetta við-
kvæmar upplýsingar. - gb
Wikileaks hefur birt öll bandarísku sendiráðsskjölin, að miklu leyti óritskoðuð:
Stofna andófsfólki í hættu
LEKI Julian Assange hefur verið gagn-
rýndur fyrir að birta skjölin óritskoðuð.
NORDICPHOTOS/AFP
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRA SJÓNVARP
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða,
meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.