Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.09.2011, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 03.09.2011, Qupperneq 34
3. september 2011 LAUGARDAGUR34 S ambíóin sýna þessa dag- ana á kvikmyndadögum í Kringlunni mynd leik- stjórans Dougs Liman, Fair Game, með þeim Naomi Watts og Sean Penn í aðalhlutverkum. Myndin segir sögu Valerie Plame, fyrr- verandi njósnara í leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, og eigin- manns hennar Josephs (Joe) Wil- son, sem gegndi meðal annars stöðu sendiherra í bandarísku utanríkisþjónustunni. Í starfi sínu hjá CIA í upphafi síðasta áratugar vann Plame meðal annars að því að afla upp- lýsinga um hvort Saddam Huss- ein, einræðisherra í Írak, ætti gereyðingarvopn eða stefndi að því að smíða þau. Þegar CIA vildi í febrúar 2002 sannreyna upplýs- ingar sem borizt höfðu frá brezku leyniþjónustunni um að Saddam hefði reynt að kaupa úran frá Afr- íkuríkinu Níger, kom sú hugmynd upp (að sögn Plame hjá kollega hennar) að fá Joe Wilson til að fara til Níger og kanna málið, en hann hafði starfað í sendiráði Banda- ríkjanna í landinu og þekkti vel til, auk þess sem hann hafði áður verið CIA innan handar. Wilson lét til leiðast og komst í stuttu máli að þeirri niðurstöðu að ekkert væri hæft í frásögninni; Írakar hefðu ekki fengið neitt úran frá Níger. Í stefnuræðu sinni á Bandaríkja- þingi í janúar 2003 vitnaði George W. Bush, sem rökstuddi þar af hverju setja yrði Saddam úrslita- kosti, engu að síður til upplýsing- anna frá Bretum. Nokkrum vikum síðar réðust Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra inn í Írak. Leki í hefndarskyni Joe Wilson gagnrýndi innrásina harðlega. Í grein, sem hann skrif- aði í New York Times í júlí undir fyrirsögninni „Það sem ég fann ekki í Níger“ átaldi Wilson Bush fyrir að afvegaleiða þingið og almenning með því að ýkja hætt- una sem stafaði af Saddam. Nokkrum dögum síðar var lífi Valerie Plame snúið á hvolf. Í Washington Post, sem kom inn um lúguna að morgni dags, var grein eftir dálkahöfundinn Robert Novak um ferð Wilsons til Níger. Þar var haft eftir tveimur „hátt settum embættismönnum“ að Wil- son hefði verið sendur til Níger vegna þess að eiginkona hans, sem starfaði hjá CIA, hefði stungið upp á honum. Í greininni og fleiri frétt- um sem fylgdu í kjölfarið var látið líta út fyrir að Plame hefði notað aðstöðu sína til að útvega manni sínum verkefni. Staðreyndin var þó sú að Wilson fékk ekki greitt fyrir ferðina, heldur eingöngu end- urgreiðslu á útlögðum kostnaði. Staðhæfingin var augljóslega sett fram til að beina athyglinni frá gagnrýni Wilsons á Bush og draga úr trú- verðugleika hans. Öllu verra var að í grein- inni nafngreindi Novak Valerie Plame. Þar með var hulunni svipt af raunverulegu starfi hennar, sem engir vinir eða ættingjar vissu um nema eiginmaðurinn og foreldrar hennar. „Ég var í svefnher- berginu mínu snemma morguns að lesa blað- ið og í einu vetfangi áttaði ég mig á því að starfsferillinn var ónýtur, fjölskylda mín ekki örugg og tengilið- ir mínir í hættu,“ sagði Plame í viðtali við brezka blaðið The Daily Telegraph nýlega. „Mér fannst eins og ég hefði verið lamin í magann.“ Böndin bárust fljótlega að hátt settum mönnum í Hvíta húsinu, þeim Karl Rove, einum af ráð- gjöfum Bush forseta, og I. Lewis „Scooter“ Libby, starfsmanna- stjóra Dicks Cheney varaforseta. Joe Wil- son sakaði stjórn Bush um að hafa vísvitandi brotið lög með því að leka nafni CIA-njósn- ara, í því skyni að koma höggi á sig sem gagn- rýnanda stjórnvalda. Ekki litu þó allir þannig á málið. Banda- rískt samfélag var klofið vegna deilna um Íraksstríðið og hjónin fengu líflátshótanir, skemmdarverk voru unnin á heimili þeirra og fjölskyldan varð jafnvel fyrir aðkasti á almannafæri. Joe Wil- son svaraði fyrir sig fullum hálsi hvar sem hann mögulega gat. Það varð ekki til að draga úr andúð stuðn- ingsmanna stríðsins á honum. Valerie var hins vegar vön að láta lítið á sér bera og var til að byrja með alger- lega á móti því að taka slaginn. Þetta olli spennu á milli hjónanna, sem á endanum var næstum búin að eyðileggja hjónabandið. Persónulegi þátturinn Í Fair Game eru þessum pers- ónulega þætti gerð rækileg skil, fremur en að rekja rannsóknirn- ar, málaferlin og þingyfirheyrsl- urnar sem fylgdu í kjölfar þess að hulunni var svipt af starfi Plame. Aðalleikararnir, Naomi Watts og Sean Penn, lögðu mikið á sig til að setja sig inn í aðstæður og tilfinn- ingalíf hjónanna. Plame og Watts hittust í mörg skipti og Penn dvaldi í nokkra daga hjá þeim hjónum og setti nákvæmlega á sig hvern- ig Joe klæddi sig, talaði, gekk og hreyfði sig, jafnvel hvernig gler- augu og rakspíra hann notaði. Myndin er ágætur vitnisburður um þá réttlátu reiði, sem brunn- ið hefur innra með þeim hjónum í garð stjórnvalda sem stefndu öryggi eigin njósnara í hættu í pólitískum tilgangi. Söguþráður- inn, að minnsta kosti fyrripart- inn, er hins vegar að talsverðu leyti byggður á ágizkunum, enda er Plame enn bundin þeim þagn- areiði sem hún sór þegar hún réði sig til starfa hjá CIA. Opinber rannsókn á lekanum leiddi um síðir í ljós að upphaf- legur heimildarmaður Novaks var Richard Armitage, þáver- andi aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Karl Rove staðfesti heimildirnar. Auk þeirra höfðu Lewis Libby og Ari Fleisch- er, þáverandi upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, komið því á fram- færi við fréttamenn að kona Joes Wilson ynni fyrir CIA. Libby við- urkenndi að hafa sínar upplýsingar frá varaforsetanum, Dick Cheney, sem bar hins vegar við minnisleysi í 72 skipti við yfirheyrslur. Á endanum var höfðað opinbert mál gegn Libby einum og ekki vegna lekans sem slíks, heldur fyrir að ljúga að rannsakendum FBI og hindra framgang réttvís- innar. Libby fékk 30 mánaða fang- elsisdóm, 250 þúsund dala sekt og var gert að sæta eftirliti í tvö ár eftir að afplánun lyki. Hann sat aldrei inni; Bush forseti nýtti heimild sína til að aflétta fangels- isvistinni, án þess þó að náða hann. Einkamáli Wilson-hjónanna gegn þeim Libby, Rove, Cheney og Armitage var síðar vísað frá dómi. Þau halda þó áfram baráttu fyrir því að opinberir embættismenn verði látnir standa ábyrgir gjörða sinna. Ég var í svefnher- berginu mínu að lesa blaðið ... mér fannst eins og ég hefði verið lamin í magann. Njósnarinn sem var ýtt út í kuldann Valerie Plame varð á einni nóttu nafntogaðasti njósnari CIA, þvert gegn vilja sínum. Hátt settir menn í stjórn George W. Bush láku nafni hennar í fjölmiðla til að grafa undan trúverðugleika eiginmanns hennar sem hafði sakað Bush um ósannindi. Ólafur Þ. Stephensen segir frá kvikmyndinni Fair Game, sem hefur verið gerð um sögu hjónanna, og kynnum sínum af aðalpersónunni. SENDIHERRANN Sean Penn lagði sig fram um að líkja eftir framkomu og tals- máta Joes Wilson. NÁNAR Valerie Plame og Naomi Watts á tökustað Fair Game. Þær hittust oft þannig að Watts gæti kynnzt persónu sinni betur. ■ STJÓRNMÁLAFRÆÐINGURINN SEM REYNDIST VERA NJÓSNARI Höfundur þessarar greinar er ekki alveg hlutlaus í afstöðu sinni til umfjöllunarefnisins. Við Valerie Plame þekkjumst persónu- lega, frá því að við vorum saman í námi í alþjóðastjórnmálum við London School of Economics veturinn 1993-1994. Þá hafði hún þegar verið í þjónustu CIA í nokkur ár, meðal annars í sendiráði Bandaríkj anna í Aþenu. En njósnarar þurfa auðvitað að mennta sig eins og aðrir. Okkur skólafélögum hennar flaug að sjálfsögðu ekki í hug að þessi stúlka með hófstilltu framkomuna, klassíska fatasmekkinn og alveg hreint prýðilega þekkingu á alþjóðamálum gæti háls- brotið mann með einu handtaki og væri gríðarlega hittin með AK 47-riffli, eins og hún hefur síðar upplýst. Við héldum góðu sambandi eftir að náminu lauk. Eftir Lundúnadvölina flutti Valerie til Belgíu og stundaði fyrst nám við Evrópuháskólann í Brugge þar sem hún tók aðra meistaragráðu en fékk svo vinnu á Brussel-skrifstofu bandarísks olíumiðlunar- fyrirtækis – eða það gaf nafnspjaldið sem hún lét mig einu sinni hafa í Brussel til kynna. Valerie flutti aftur heim til Bandaríkjanna og kynntist Joe Wilson. Í nokkur ár skiptumst við á jólakortum og myndum af stækkandi fjölskyldu; þau eignuðust tvíbura og fyrir átti Joe annað sett. Þegar við hittumst í Washington 2001 var hún nýlega farin að vinna aftur eftir að hafa verið heima hjá tvíbur- unum í rúmlega ár og umræðuefnin snerust um foreldrahlut- verkið og hvað það gæti verið snúið að eiga lítil börn og vera um leið í krefjandi starfi sem útheimti mikil ferðalög. Þá vann hún hjá litlu fjárfestingarfyrirtæki í Georgetown – hélt ég – og gerði pólitískar áhættugreiningar á fjár- festingarkostum. Sem er reyndar ekki svo slæmt yfirvarp fyrir njósnara sem aflar upplýsinga um útbreiðslu gereyðingar- vopna. Ég varð jafn gapandi hissa og aðrir vinir hennar og kunningjar sumarið 2003 þegar ég las fréttina um að hulunni hefði verið svipt af CIA-njósnaranum Valerie Plame og Washington væri á öðrum endanum vegna málsins. Nokkru síðar reyndi ég að senda henni tölvupóst en netfangið var ekki lengur til. Svo reyndi ég að hringja en númerið var ekki lengur í notkun. Enda kemur fram í Fair Game að hún hafi skipt fimm sinnum um símanúmer, meðal annars vegna líflátshótananna sem dundu á henni og eiginmanninum um tíma. Þau komust að lokum að þeirri niðurstöðu að þeim væri ekki vært í Washington og fluttu til Santa Fe í Nýju Mexíkó. Rúmu ári eftir afhjúpunina átti ég erindi til Washington og hafði uppi á Valerie í gegnum sameiginlegan kunningja. Við hittumst í Georgetown og hún rakti „Plamegate“-málið fyrir mér eins og það blasti þá við henni. Samtalið var ekki til frásagnar, enda hafði hún þá ekki farið í nein viðtöl vegna málsins, en í fullu samræmi við söguþráðinn sem rakinn er í Fair Game. Ég sleppti spurningunni sem hafði óneitanlega hvarflað að mér – þessari um bardagaþjálfunina og AK 47-riffilinn – en var skemmt þegar vinkona hennar er látin segja í bíómyndinni þegar hún veit hvað Valerie starfar raunverulega: „Áttu byssu? Hefurðu drepið mann?“ Ég man hins vegar að hún hnyklaði brýrnar og virtist ekki mjög hrifin þegar ég sagði henni að ég væri að fara að taka viðtal við Richard Armitage, aðstoðarutanríkis- ráðherra. Kannski grunaði hana það sem þó kom ekki fram opinberlega fyrr en tæpum tveimur árum síðar, að Armitage var aðalheimildarmaðurinn fyrir lekanum sem umturnaði lífi hennar. „Áttu byssu? Hefurðu drepið mann?“ Hvernig spurningar vakna þegar í ljós kemur að gömul skólasystir er CIA-njósnari? WILSON-HJÓNIN Valerie og Joe við frumsýningu Fair Game í New York.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.