Fréttablaðið - 03.09.2011, Síða 36

Fréttablaðið - 03.09.2011, Síða 36
3. september 2011 LAUGARDAGUR36 Færeyjar - eldri borgarar ÍS LE N SK A /S IA .IS /F LU 5 61 65 0 9/ 20 11 Færeyjar fyrir eldri borgara 15. - 19. september Afar áhugaverð ferð til nágranna okkar og vina í Færeyjum. Flug, gisting á Hótel Færeyjum, sigling og frábærar skoðunaferðir alla dagana. Allar máltíðir innifaldar. Íslensk leiðsögn. Upplýsingar veitir Emil Guðmundsson í síma 898 9776 eða á netfanginu emil@flugfelag.is V ið lögðum nótt við dag til að ljúka verk- efninu fyrir Íslend- inga. Tíminn var knappur en okkur tókst að standa við samninginn og ljúka við að sauma fimm þúsund taupoka á tíu dögum,“ segir Kuteesa Har- riet, ein rúmlega tuttugu kvenna í fimm smáþorpum í Mukono-hér- aði í Úganda. „Fyrir vinnulaunin get ég nú keypt mér nýja sauma- vél og sent börnin mín þrjú áfram í framhaldsnám. Svo á ég fyrir komugjöldum á spítalann ef eitt- hvert okkar í fjölskyldunni veik- ist,“ bætir hún við. Handverkskonurnar, sem saum- uðu taupokana úr margvíslegum litfögrum afrískum efnum, fengu pöntunina frá fulltrúum nokkurra frjálsra íslenskra félagasamtaka sem í samvinnu við Þróunarsam- vinnustofnun Íslands eru að hrinda af stað kynningarátaki um mikil- vægi þróunarsamvinnu undir kjör- orðinu Þróunarsamvinna ber ávöxt. Átakið, sem hefst með greinaflokki hér í Fréttablaðinu á mánudag, stendur út vikuna. Peningum vel varið Megintilgangur átaksins er að kynna árangur af þróunarsam- vinnu í fátækustu ríkum heims og koma þeim skilaboðum til almenn- ings á Íslandi að miklar framfarir hafi orðið í þróunarríkjunum fyrir tilstuðlan alþjóðlegrar þróunarsam- vinnu. „Það er löngu tímabært að það góða starf sem unnið er fyrir íslenskt fjármagn, bæði af hálfu frjálsra félagasamtaka og opinberra aðila, sé dregið fram í dagsljósið og Íslendingar fái vitneskju um að þessum peningum sé vel varið og að þeir bæti lífsgæði tuga þúsunda auk þess sem mannslífum sé bjargað,“ segir Gunnar Salvarsson, útgáfu- og kynningarstjóri Þróunarsamvinnu- stofnunar, en hann hitti handverks- konurnar í Úganda á fimmtudag og ræddi við þær um verkefnið. Hann segir að þær hafi ljómað af ánægju með vinnulaunin en þær höfðu þann háttinn á að skipta sér Saumuðu fimm þúsund poka Þróunarsamvinna ber ávöxt er heiti kynningarátaks um mikilvægi þróunarsamvinnu sem stendur alla næstu viku. Til að vekja athygli á átakinu verðum eplum dreift í sérsaumuðum pokum, saumuðum af handverkskonum í Úganda. Laun þeirra fyrir verkið nýtast vel, eins og Gunnar Salvarsson greindi Sigríði Björgu Tómasdóttur frá, en Gunnar var í Úganda í vikunni. SKIPTU VERKUM Konurnar sem saum- uðu pokana skiptu með sér verkum. BORGAR FRAMHALDSNÁM ÞRIGGJA BARNA Kuteesa Harriet, lengst til hægri, notar vinnulaunin sem hún fékk fyrir pokana afar vel. Hún ætlar að kaupa sér nýja saumavél, senda börn í framhaldsnám og eiga þar að auki fyrir komugjöldum á spítala ef ein- hver úr fjölskyldunni veikist. EKKI SAMA ÖRBIRGÐ OG ANNARS STAÐAR Konurnar sem saumuðu pokana búa að því að félagasamtökin Buiga Sunrise starfa þar að ýmsum verkefnum með heima- mönnum. Því er ekki sama örbirgð þar og víða í Úganda. MARGAR HENDUR VINNA LÉTT VERK Fjölmargir komu að því að sauma utan um eplin sem dreift verður í næstu viku til áminningar um mikilvægi þróunarsamvinnu. Með eplunum sem dreift verður næsta miðvikudag í Reykjavík og á Akureyri í tengslum við átakið Þróunar- samvinna ber ávöxt fylgir lítið spjald með ýmsum upp- lýsingum um þann mikla árangur sem alþjóðleg þróunarsamvinna hefur skilað á undanförnum áratug. Þeim árangri verður gefinn sérstak- ur gaumur á málþingi sem haldið verður í Háskóla Íslands næstkomandi fimmtudag í samstarfi við Alþjóðastofnun Íslands. Frjálsu félagasamtökin sem taka hönd- um saman með Þróunarsamvinnustofn- un Íslands að þessu átaki eru Rauði kross Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, Barna- heill, UNICEF, UN Women, SOS barna- þorpin á Íslandi, ABC barnahjálp og Sam- band íslenskra kristniboðsfélaga. Átakinu verður hleypt af stokkunum með greinum hér í Fréttablaðinu og birtist sú fyrsta á mánudag. ÞRÓUNARSAMVINNA BER ÁVÖXT upp í hópa og deila verkþáttunum að mæla, sníða, sauma, binda fyrir og strauja. Sá hópur sem lauk flestum pokum bar mest úr býtum. Áminning um skyldur okkar Afrísku taupokarnir eru umbúð- ir utan um fimm þúsund epli sem dreift verður til almennings á átta stöðum á landinu næstkomandi mið- vikudag í þeim tilgangi að minna á að þróunarsamvinna beri ávöxt. „Fólk á förnum vegi má þá eiga von á því að sjá fulltrúa frjálsra félagasamtaka með epli í hjólbör- um á fjölförnum stöðum og fá eitt epli að gjöf í þessum vönduðu afr- ísku pokum. Við höfum fengið til liðs við okkur við afhendingu á epl- unum ýmsa þjóðþekkta Íslendinga sem vilja leggja þessum málaflokki lið. Pokarnir eru í sjálfu sér fallegir minjagripir sem vonandi varðveit- ast á heimilum Íslendinga og minna stöðugt á gildi þess að við sem þjóð rækjum skyldur okkar, ekki síður en aðrar ríkar þjóðir, í þágu þeirra fátækustu,“ segir Gunnar. „Þegar við sjáum aðstæður eins og þær sem fólkið í þorpunum í Mukano býr við áttar maður sig á því hversu ríkir við Íslendingar erum þrátt fyrir krepputal og bar- lóm. Þessar konur sem unnu verk- efnið fyrir okkur hafa það reynd- ar fram yfir marga aðra íbúa þróunarríkja sem búa við allsleysi og örbirgð að frjáls félagasamtök, Buiga Sunrise, hafa tekið fimm þorp á þessu svæði undir verndarvæng sinn og stuðla með heimamönnum að framförum á ýmsum sviðum, meðal annars í menntun, bæði leik- skólum og fullorðinsfræðslu, þau reka fábrotna heilsugæslustöð, rækta ávexti og kaffi og halda geit- ur, auk þess sem þær taka að sér margvíslegt handverk. Þótt afrakstur vinnunnar við pokana renni að mestu í vasa kvennanna fer hluti til samfélags- legrar uppbyggingar og því er saumaskapurinn þeirra fyrir okkur Íslendinga í raun sjálfstætt þróun- arverkefni sem gefur þessu átaki sérstakan lit og undirstrikar gildi þróunarsamvinnu,“ segir hann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.